26.8.06

Ný íþrótt

Ég hef aðeins komið inn á þetta áður, en mikið væri nú skemmtilegt ef fótbolti væri poppaður svolítið upp. Hann er svo djöfulega leiðinlegur í núverandi formi. Vítaspyrnukeppnir eru hinsvegar ágætar, en í þeim fáu keppnum sem þær eru í boði, þarf að bíða afskaplega lengi eftir þeim.

Hérna er fyrri tillagan mín:
Væri ágætt að byrja á því að taka helvítið sem stendur þarna fyrir markinu alltaf hreint og flengja hann... Spurning um að minnka völlinn líka og fækka leikmönnum. Myndavélin fylgir alltaf bara boltanum og þessum 3-4 sem eru að elta hann hverju sinni. Hvað eru 18-19 að gera á meðan? Spila lúdó? Útaf með þá!

Núna er ég komin með aðeins framúrstefnulegri hugmynd. Tvo orð: eldvörpur og línuskautar! Skipta þessu vesenis grasi út fyrir almennilegt verslunarmiðstöðvagólfefni (þið vitið... svona gólfefni sem maður myndi drepa fyrir að fá að línuskautast á bara einu sinni), bara einn maður frá hvoru liði inni á í einu og svo bara battle it out running-man eða mortal combat style. Auðvitað væri það ekkert skilda að vera með eldvörpu. Það mætti líka vera með jet-packs, bambusrör og pílur, kaststjörnur eða neglur og krítartöflu.

Bardaginn heldur áfram þangað til að annar gefst upp eða er gefinn upp. Eftir það er þeim gaur skipt út fyrir annan úr sama liði. Það lið sem á menn eftir í lok leiks vinnur. Fær stig fyrir fjölda manna sem það á eftir. Getur ekki klikkað.

Engin ummæli: