20.8.06

Lítið

Þessa helgina hef ég ekkert gert annað en að gera verkefni, spjalla við Oblivion, versla snýtupappír og hálsbrjóstsykur og sjóða kraftaverkaflensulagara fyrir Einar. Svona er kraftaverkaflensulagari:

1 bolli:
- Rúmlega lítri af vatni
- Slatti af engifer skorinn í frekar stóra bita með stórum sárum (til þess að drepa flensu)
- 3 hvítlauksrif, skorin langsum (til þess að drepa vampírur)
- hunang (til þess að drepa bragðið af engifer og hvítlauk)
- Eyrnatappar (til þess að drepa öskrin)

Engifer og hvítlaukur eru svo soðin í 40 mínútur, eða þangað til að eldhúsið lyktar eins og eitthvað hafi dáið þar. Vökvanum er helt í einn bolla og hrært í honum með skeið af hunangi. Því næst er eyrnatöppum troðið í eyrun og reynt að hundsa öskrin á meðan hellt úr bollanum upp í lasna einstaklinginn.

Ef flensan flytur ekki eftir þetta, þá er hún með masókisma á háu stigi!

Engin ummæli: