2.8.06

Áhugavert nudd..

Á laugardaginn fór ég í nuddið sem ég fékk í verðlaun. Fyrst slappaði ég af í pottunum og fékk axlanudd eins og lög gera ráð fyrir. Jæja, kannski ekki lög, en allavega hefð. Þegar það var kominn tími á nuddið, þá kemur pínulítil asísk kona fram og kallar "Óska". Hún hefur verið svona 10 kg. Ég tók sem sagt fram að hún væri asísk vegna þess að þið hafið séð hvað þær geta verið litlar og penar. Ég var skíthrædd um að hún yrði ekki nægilega kröftugur nuddari. Ég var leidd inn í nuddherbergi, þar sem ég strippaði og lagðist á magann undir lakið. Ekki leið á löngu þangað til að nuddarinn minn kom aftur.

En já.. Þið eruð örugglega löngu farin að velta því fyrir ykkur hvernig nudd getur verið "áhugavert". Jæja. Hér var ég fyrst vör við eitthvað öðruvísi. Hún prílaði upp á bekkinn til mín og sat klofvega yfir mér (ekki á mér sko) á meðan hún nuddaði á mér bakið og axlirnar. Svo færði hún hnén á sér á milli hliða á bekknum eftir því hvar hún var að nudda mig. Ég hef aldrei lent í svona áður. Reyndar var þetta mjög sniðugt, því að hún gat notað allan þungann í að nudda og var bara alveg prýðilegur nuddari.

Þegar hún hafði lokið sér af með bakið og axlirnar, prýlaði hún niður og reif lakið af annari löppinni, alveg vel fyrir ofan aðra rasskinnina. Þarna lá ég með rasskinn út í loftið, fyrir blá ókunnuga manneskju til að sjá og nudda. Nú er ég ekki að segja að rassinn á mér hafi aldrei verið nuddaður áður... en þetta er í fyrsta skipti sem hann hefur verið "hálft tung" á meðan verið er að því. Ég komst yfir þetta að lokum og mér brá ekki eins mikið þegar hinn helmingurinn af tunglinu blasti við.

Restin af nuddinu einkenndist af berum brjóstum í smá stund, meira klifri upp á bekkinn, hræðslu um að persónulegir líkamshlutar yrðu óvart snertir og að lokum ýtti hún fast á tvo punkta c.a. þar sem eggjastokkarnir eru og hélt þrýstingnum í c.a. 2 mínútur (þar huldi reyndar lak, fank dog). Á tímabili var ég orðin hálf skelkuð um að einhver hefði óvart pantað fyrir mig nudd með "happy ending". Svo reyndist ekki vera.

Þetta var ágætt nudd fyrir utan berskjaldaða líkamsparta, en þetta var sko það persónulegasta sem ég hef á æfi minni farið í.

Engin ummæli: