7.8.06

Það er heitt..

Of heitt fyrir skóla og strætóa. Ég svitnaði á nebbanum áðan í tíma, og ég var orðin skíthrædd um að ég myndi fá svona rassasvitafar, því að stólarnir voru líka heitir. Ég held að það mætti alveg segja að ég sé í sumarskóla núna. Það er allavega afskaplega mikið sumar hérna. Fyndið hvað nokkrar gráður skipta máli. Í dag eru 27°C, en það er ekki nema þremur fyrir ofan það sem hefur verið síðustu daga. Síðustu daga var veðrið fullkomið. Alveg eins og það á að vera.

Franksi tvíburabróðir hans Lou sagði að það væri gott veður í Danmörku. Það væri alltof heitt í Frakklandi. Ég trúi honum vel. Það *ER* gott veður hérna. Mætti ekki vera heitara. Var ekki annars einhver gaur hérna back in the days sem kom í Íslandi í dag og ég veit ekki hvað og þóttist hafa sannanir fyrir því að það væri versta sumarveður í heimi á Íslandi? Hvernig mælir fólk það eiginlega? Sjálf myndi ég frekar vilja rigningavesenið og kuldan á fróninu, heldur en 45°C hita og sól eins og í Egyptalandi eða eitthvað. Það er bara óveður í hina áttina.

Engin ummæli: