29.8.06

Það er aldeilis!

Jæja. Þá get ég strika eitt af hlutir-sem-ég-þarf-að-gera-áður-en-ég-verð-30 listanum mínum:
- Fá 13 einkunn!

Geri það um leið og ég er búin að fá mér hlutir-sem-ég-þarf-að-gera-áður-en-ég-verð-30 lista! Hmm.. kannski ég setji "búa til hlutir-sem-ég-þarf-að-gera-áður-en-ég-verð-30" lista" á listann minn.

*pása*

Ég sprengdi á ykkur hugan er það ekki?

Annars munaði litlu að ég hefi getað strikað annan hlut út af þessum lista: Fá e-coli bakter.

Þetta kennir mér a lesa ekki DTU pstinn minn. Ég sá þetta bara í gær: The risk of E-coli is now considered eliminated, IT IS AGAIN PERMITTED TO DRINK WATER DIRECTLY FROM THE TAP.Phew. Eins gott að ég var ekki í neinum tímum í síðustu viku. Ég drekk geðveikt mikið af vatni alltaf.

Engin ummæli: