14.8.06

Bugles

Ég skrapp út í Netto áðan. Í röðinni að kassanum, sem teygist gjarnan út um alla búðina, mætti ég Bugles. Þið vitið.. maíis snakkið sem er í laginu eins og litlir garðálfahattar og Íslendingar kalla gjarnan "böggles". Þegar ég var um tvítugt tók ég upp á því að kalla það "bjúgúls", eins og ég ímyndaði mér að réttur framburður gerði ráð fyrir. Ég varð fyrir miklu aðkasti. JÖRÐIN ER FLÖT! Hrópaði fólk að mér og á tímabyli var ég hálf hrædd um að reiði múgurinn með heygafflana og kyndlana, þessi sem ég geymi úti í kastalabílskúrnum myndi snúast gegn mér. Svo flúði ég land.

Hvernig ætli Danir segi "bugles"?

Engin ummæli: