9.8.06

Annað sjónarhorn

Það eru ekki nema 10 í kúrsinum sem við erum í núna. Í dag bætist líklega einn við. Hann komst ekki fyrr, því að hann var bara að koma frá Líbanon. Tvibbinn hans Lou sagðist ætla að eyða smá tíma í að spjalla við hann um stríðið. Ég held að það gæti verið áhugavert. Í gær talaði hann líka aðeins við strák frá Írak um ástandið þar (við Einar munum einmitt gera verkefnin í kúrsinum með þessum strák, en ég held ég hefði aldrei þorað að spyrja svona sjálf). Það er áhugavert að heyra álit á því hvernig þetta er frá einhverjum sem kemur þaðan. Kona veit ekkert hvað er að marka fjölmiðla nú til dags.

Þessi strákur sagði að almennt hefði fólkið í Írak hatað Saddam og hann hefði verið harðstjóri, alveg eins og CNN segir. Hann sagði að eins og staðan er í dag, þá deyja um 50 manns á hverjum degi. Einhverjir fyrir hönd Bandaríkjamanna, en flestir fyrir hönd Al'Queda sem telja að fórnalömbin séu pro-usa. Hann sagði líka að Bandaríkin hefðu farið með stríðið gegn hriðjuverkum inn í Baghdad, sem er auðvitað ekki gott. Þetta er auðvitað bara álit eins manns, en það er ágætt að fá mótvægi við áliti eins fjölmiðils.

Ég get ekki ímyndað mér hvað það væri erfitt að eiga fjölskyldu í "þessum löndum" núna, vitandi að það sé staðreynd að X margir séu myrtir á hverjum degi.

Engin ummæli: