31.8.06

Aldeilis að Dönum er í mun að fá að skoða á mér skvísuna!

Ég var að fá þriðja bréfið á *mjög* stuttum tíma sem boðar mig í ókeypis skvísuskoðun (leit að frumubreytingum í legháls). Ég þarf ekki að fara í svona skoðun strax. Ég er búin að fara á Íslandinu! Engu að síður halda þessi bréf áfram að koma og ég er beðin um að bóka tíma hjá lækninum mínum, eða henda bréfinu ef ég þarf ekki á skoðun að halda.

Ætli læknirinn minn sé einhver pervert? Persónulega finnst mér mun betri kostur að fara í svona skoðun hjá þar-til-gerðum skvísuskoðunar lækni. Þá skellir hann bara á sig tollskoðunar hönskunum, nær í fuglagoggagræjuna og hugsar um hvort hann þurfi að stoppa í búð á leiðinni úr vinnu á meðan hann sækir ofurstóra eyrnapinnann. All in a days work!

Fyrir venjulega heimilislækna er þetta öðruvísi. Þeir eyða mestum sínum tíma í að skrifa upp á "placebo" fyrir hugsjúk gamalmenni sem vantar bara félagsskap, kíkja í eyrun á ungbörnum og taka sauma af litlum skæruliðum. Þeir myndu sko aldeilis ekki flauta lyftutónlistarlag og velta því fyrir sér hvort þeir ættu að leygja spólu í kvöld á meðan á þessu stæði. Persónulega veit ég ekki einu sinni hvort heimilislæknar eigi fuglagoggagræju. Hvað þá svona undarlegan glennustól með lappa-hólfum.

Mér þykja þessar bréfsendingar í bestafalli dularfullar. Ætli það eigi ekki að fara að reyna að klóna mig aftur. DJÖFULL! Hættið þið þessu. Það er bara til ein Ósk og þannig á það að vera!

Engin ummæli: