25.7.06

Ungleg eða tuskuleg

Í gærkvöldi urraði kastalabjallan. Ég trimmaði niður til þess að opna hurðina. Við mér blasti einhverskonar sölumaður/safnari. Hann horfði á mig og spurði mig svo hvort mamma mín eða pabbi minn væru heima.

Vissulega tilheyrir kastalinn foreldrum mínum, en nú stefni ég hratt á 25 ára aldurin og mun ná honum í október með þessu áframhaldi. Núna velti ég því fyrir mér hvort ég hafi einfaldlega litið svona svakalega menntaskólalega út eða hvort að ég hafi ekki litið út fyrir að vera húseigandi á þessum síðustu og verstu tímum.

Engin ummæli: