3.7.06

Um helgina..

..horfði ég á 2 vítaspyrnukeppnir (Það eina sem mér finnst skemmtilegt í fótbolta)
..fór ég upp í sumarbústaðinn sem amma og afi eiga, með Einari, Daða bró, Rúnu hans og Óla frænda
..dó ég næstum því úr sviðum sem voru í fyrstinum þar, sem hafði orðið rafmagnslaus einhverjum dögum áður
..spiluðum við Trivial sem við skildum ekkert í hvað var ógeðslega létt fyrr en það kom í ljós að það væri fyrir 8 - 14 ára
..stressaði ég heiðlóu sem átti hreiður einhverstaðar á landinu
..fann ég dávinn fugl
..vaknaði ég með rosalega illt í bakinu eftir svefnsófan sem ég svaf í
..skoðaði ég Gljúfrabúa frá læknum, en prílaði ekki upp sökum skóbúnaðar
..labbaði ég upp hlíðina hjá Skógarfossi
..keyrði ég á móti allri umferðinni og í bæinn á laugardegi
..lagði ég mig á meðan helmingurinn horfði á fótbolta
..bjó ég til 2 nýja magic stokka (rauðan og svo svartan og bláan)
..spilaði ég fullt af magic
..fór ég í heimsókn til ömmu hans Einars
..keypti ég og pakkaði inn afmælisgjöf fyrir pabba hans Einars
..fór ég í matarboð til tengdó þar sem að amma og afi Einars, sem búa úti á landi voru líka

Engin ummæli: