17.7.06

Spædörsætör

Vúhú! Köngu-Lóa er ennþá hress og kát fyrir utan gluggann minn. Hún hefur ekki beðið banana á þessari rúmu viku sem ég var fjarverandi. Hún var reyndar frekar pissed. Búin að búa til nýjan vef mjög ofarlega á glugganum til þess að sjá betur inn. Held hún hafi haldið að ég hafi skipt um skrifborð eða eitthvað. Þegar hún sá mig þá gaf hún frá sér rosalega hátt köngulóahljóð. Hún helti sér svo yfir mig fyrir að hafa bara allt í einu farið. Hún hafi haldið að ég væri dauð... eða verra - á Húsavík! Ég fékk smá samviskubit, því að ég hef sjálf lent í því að líða svona. Allt í einu, eitt árið, þegar jólasveinarnir hættu að gefa mér í skóinn, án nokkura skíringa. Ég var viss um að þeim væri haldið einhverstaðar þvert gegn vilja þeirra. Svo sá ég þá bara valsandi um á Þorláksmessu niðri í bæ eins og ekkert hafi í skorist. Þeir hættu bara að koma og létu ekkert vita. Ekki símtal, Emil, sms eða bréfdúfa. Frekar lame.

Annars sá ég líka loksins að ég hafi unnið seinni umferð HM leiksins með heilum 5 stigum. VEII VINNINGAR!

Engin ummæli: