5.7.06

Ofur

Ofurfólk virðist gjarnan vera blaðamenn eða blaðaljósmyndarar. Ég held að það sé vegna þess að það passar vel við áætlun þeirra að vera "out in the field" að leita að fréttum, fá sér léttan hádegisverð og bjarga svo heiminum. Það er erfiðara að vera tölvunarfræðingur og ofurhetja. Stundum, þegar ég er að de-bugga og ég heyri hjálparköll, en set þau aðeins á pásu á meðan ég finn út af hverju eitthvað byte-array er 36 bitar en ekki 16. Svo þegar ég er búin að laga, þá eru köllin þögnuð. Jæja.. þau allavega hætta. Mjeh.. Don't knock it if it works ;o)

Engin ummæli: