17.7.06

Halló Ísland!

Til þess að komast til þín, keyrðum við Einar í c.a. 3 klst á hollenskum og þýskum hraðbrautum á geðveikum audi A6 (hitt píbsið var á BMW. Ég hélt með okkar bíl). Til þess að komast til þín, fór ég í gegnum vopnaleit á flugvelli, en ekki í gegnum píbihlið, heldur var káfað á mér allstaðar af kvenmanni með málmleitartæki. Ég beið á Terminal 2, sem er algjört nr. 2. Þar var ekki einu sinni drykkjarsjálfsali og engin borð til þess að sitja við. Aðeins nokkrir stólar og ein búllulegbúð sem selur bara vodka og ilmvötn en ekki vatn. Svo fór ég í flugvél með seinkunum og endaði hjá þér.

Fyrstu nóttina gistum við á 4 stjörnu hóteli í Frankfurt. Allar hinar næturnar gistum við í Kempervennen í Hollandi. Þar spilaði ég 2x tennis úti, einu sinni skvass (eh.. inni *duh*), hjólaði nokkrum sinnum í næsta bæ og fékk djöfulegt rassæri eftir hjólhestinn, borðaði 17 rétta indónesískt og 7 rétta kínverskt, las 3 bækur, chillaði í æðislegu veðri (sól og 22 - 30°C hiti allan tímann), fékk mér bananasplit, skrapp í sundlaug og í blackhole rennibraut með stjörnum og safarí rennibraut, fór í málamynda verslunarferð (3 pils, ein skyrta, eitt vesti) og svo afskaplega margt fleirra.

Það er ljótt að segja, en núna, á frostkaldri fósturjörðinni, þar sem að ég þarf að fara í vinnuna og whatnot, þá hefði ég eiginlega verið meira til í að lenda bara í Danmörku strax. Ég get svo sem látið mig hafa 2 vikur hérna.. :o) híhíh

Engin ummæli: