20.7.06

Ég komst yfir sorgina..

..ég er búin að vera hálf snöktandi í allan dag út af hvarfi köngulónnar. Svo var mér sagt að það væri ís úti. Ég kíkti út og þar voru þessir fáu sem eru ekki í sumrafríi og hvítur ísbúðavélaís, súkkulaðisósa, karmellusósa og tvennskonar kurl.

Það var heitt og það var bjart og það var logn og það var ís.

Svo var sól.

Engin ummæli: