28.7.06

Celebsystkini mín!

Ég er líkust þessum (í þessari röð).
Keira Knightly, Jessica Alba, Anita Mui, Alyssa Milano, Michelle Pfeiffer, Brigitte Bardot, Amanda Peet, Jamie Lynn Spears... og get this.. John Denver. Hvernig passar hann þarna inn?

27.7.06

Verðlaunverðlaunveiveivei

Slæmu fréttirnar: Ég fer heim á mánudaginn og á eftir að gera fullt og hitta marga. Ofan á það, þá þarf ég örugglega að vinna á laugardaginn til þess að geta skilað almennilega af mér verkefni. Ég byrja svo strax að skólast á þriðjudaginn.

Góðu fréttirnar: Ég fékk inneignarnótuna í kringluna í dag OG Leyniverðlaunin. Þau voru 50 mínútna nuddtími í Nordica Spa! Það borgar sig greynilega að geta giskað á fótboltaúrslit :oD Svo er líka lengra sumar í Danmörku.

26.7.06

Quote

Hvaða vitleysingum datt í hug að vera með mat án þess að hafa a.m.k. eitt dautt dýr í honum?
- Einar Jónsson

25.7.06

Stuðreglurnar!


Regla nr. 1: Fáðu þér góðan mat og blund. Fyrir lengra komna er hægt að gera bæði í einu


Regla nr. 2: Hóaðu í góðan vin


Regla nr. 3: Get your groove on


Regla nr. 4: Vertu hoppandi glaður/glöð *HOPPLA*


Ungleg eða tuskuleg

Í gærkvöldi urraði kastalabjallan. Ég trimmaði niður til þess að opna hurðina. Við mér blasti einhverskonar sölumaður/safnari. Hann horfði á mig og spurði mig svo hvort mamma mín eða pabbi minn væru heima.

Vissulega tilheyrir kastalinn foreldrum mínum, en nú stefni ég hratt á 25 ára aldurin og mun ná honum í október með þessu áframhaldi. Núna velti ég því fyrir mér hvort ég hafi einfaldlega litið svona svakalega menntaskólalega út eða hvort að ég hafi ekki litið út fyrir að vera húseigandi á þessum síðustu og verstu tímum.

24.7.06

Buff

Mér finnst einhverra hluta vegna, krakkar með "buff" alltaf líta út fyrir að vera með hvítblæði.

Uppáhalds Einarinn minn


Hérna er uppáhalds Einarinn minn, afskaplega syfjaður, en samt sætastur, að bíða eftir Eldsmiðju pizzu.

Caption me: Small penis!

Þetta einkanúmer rakst ég á niðri í bæ. Það var fast við risa stóran jeppa.

Smáaletrið sko ;o)

20.7.06

Ég komst yfir sorgina..

..ég er búin að vera hálf snöktandi í allan dag út af hvarfi köngulónnar. Svo var mér sagt að það væri ís úti. Ég kíkti út og þar voru þessir fáu sem eru ekki í sumrafríi og hvítur ísbúðavélaís, súkkulaðisósa, karmellusósa og tvennskonar kurl.

Það var heitt og það var bjart og það var logn og það var ís.

Svo var sól.

Neeeeeeiiiii! :'o(

Köngu-Lóa er farin :o( Vonandi hefur hún fundið sér annan glugga til þess að búa á. Vonandi hefur ekki einhver fugl borðað hana.

Good times don't come easy
Dreams don't all come true
The world looks like a prison
When you're stingin' with the blues
Why did you go, why did you go
I'm gonna cry myself blind

- Primal Scream

19.7.06

Íslenska fjallkonan í síðum ullarbrókum og lundamynstruðum brjóstahaldara!

Já, svona gerist þetta! Ættjarðarstoltið læðist aftan að konu og skriðtæklar hana niður í jörðina. Með kökk í hálsi set ég hönd á hjartað og syng þjóðsönginn okkar, Gleðibankann!

Ég hef aldrei haldið mikið upp á Magna eða hljómsveitina Á móti sól. Núna ræð ég mér hinsvegar ekki fyrir kæti hvað honum gengur vel í Rockstar. Með hverju performancinu tek ég minna eftir sveitaballa töktum og gott ef ég felldi ekki nokkur tár þegar raddþjálfinn sagði að hann hefði virkilega flotta rödd. Damn straight raddþjálfi! Svo finnst mér hann líka virka sem svo indæll og góður strákur þegar það er talað við hann og enskan hans eða hreimurinn hans pirrar mig ekki neitt!

GO TEAM MAGNI!

18.7.06

Bardagi aldarinnar?

Hvor ætli myndi vinna ef þau færu í slag..?Ben Matlock vs. Jessica Fletcher

17.7.06

Spædörsætör

Vúhú! Köngu-Lóa er ennþá hress og kát fyrir utan gluggann minn. Hún hefur ekki beðið banana á þessari rúmu viku sem ég var fjarverandi. Hún var reyndar frekar pissed. Búin að búa til nýjan vef mjög ofarlega á glugganum til þess að sjá betur inn. Held hún hafi haldið að ég hafi skipt um skrifborð eða eitthvað. Þegar hún sá mig þá gaf hún frá sér rosalega hátt köngulóahljóð. Hún helti sér svo yfir mig fyrir að hafa bara allt í einu farið. Hún hafi haldið að ég væri dauð... eða verra - á Húsavík! Ég fékk smá samviskubit, því að ég hef sjálf lent í því að líða svona. Allt í einu, eitt árið, þegar jólasveinarnir hættu að gefa mér í skóinn, án nokkura skíringa. Ég var viss um að þeim væri haldið einhverstaðar þvert gegn vilja þeirra. Svo sá ég þá bara valsandi um á Þorláksmessu niðri í bæ eins og ekkert hafi í skorist. Þeir hættu bara að koma og létu ekkert vita. Ekki símtal, Emil, sms eða bréfdúfa. Frekar lame.

Annars sá ég líka loksins að ég hafi unnið seinni umferð HM leiksins með heilum 5 stigum. VEII VINNINGAR!

Halló Ísland!

Til þess að komast til þín, keyrðum við Einar í c.a. 3 klst á hollenskum og þýskum hraðbrautum á geðveikum audi A6 (hitt píbsið var á BMW. Ég hélt með okkar bíl). Til þess að komast til þín, fór ég í gegnum vopnaleit á flugvelli, en ekki í gegnum píbihlið, heldur var káfað á mér allstaðar af kvenmanni með málmleitartæki. Ég beið á Terminal 2, sem er algjört nr. 2. Þar var ekki einu sinni drykkjarsjálfsali og engin borð til þess að sitja við. Aðeins nokkrir stólar og ein búllulegbúð sem selur bara vodka og ilmvötn en ekki vatn. Svo fór ég í flugvél með seinkunum og endaði hjá þér.

Fyrstu nóttina gistum við á 4 stjörnu hóteli í Frankfurt. Allar hinar næturnar gistum við í Kempervennen í Hollandi. Þar spilaði ég 2x tennis úti, einu sinni skvass (eh.. inni *duh*), hjólaði nokkrum sinnum í næsta bæ og fékk djöfulegt rassæri eftir hjólhestinn, borðaði 17 rétta indónesískt og 7 rétta kínverskt, las 3 bækur, chillaði í æðislegu veðri (sól og 22 - 30°C hiti allan tímann), fékk mér bananasplit, skrapp í sundlaug og í blackhole rennibraut með stjörnum og safarí rennibraut, fór í málamynda verslunarferð (3 pils, ein skyrta, eitt vesti) og svo afskaplega margt fleirra.

Það er ljótt að segja, en núna, á frostkaldri fósturjörðinni, þar sem að ég þarf að fara í vinnuna og whatnot, þá hefði ég eiginlega verið meira til í að lenda bara í Danmörku strax. Ég get svo sem látið mig hafa 2 vikur hérna.. :o) híhíh

7.7.06

Yes. I'll have a VEIIIJJ to go please.

"Í tilefni af rigningarlausum degi á morgun munum við grilla hamborgara í hádeginu."

Svona hljómaði Emil sem allir í vinnunni fengu í gær. Mötuneytismaturinn var cancelaður og við sátum úti í geðveiku veðri og snæddum snilldar hambó sem voru grillaðir á risa kolagrilli. Ég held... nei.. ég VEIT að kolagrillishambó eru betri en gasgrillshambó. Ekki nóg með þetta, heldur þegar við vorum loksins orðin út hambóuð, þá fengum við ís. Þetta er allt saman ennþá skemmtilegra því að það er föstudagur and I'm frisky as a squid on Tuesday!

6.7.06

Tannsar

Pæling: Ætli það þurfi almennt að fjarlægja endajaxla, eða eru tannlæknar búnir að sameinast um þægilega leið til að tryggja afborganir á jeppanum?

5.7.06

Ofur

Ofurfólk virðist gjarnan vera blaðamenn eða blaðaljósmyndarar. Ég held að það sé vegna þess að það passar vel við áætlun þeirra að vera "out in the field" að leita að fréttum, fá sér léttan hádegisverð og bjarga svo heiminum. Það er erfiðara að vera tölvunarfræðingur og ofurhetja. Stundum, þegar ég er að de-bugga og ég heyri hjálparköll, en set þau aðeins á pásu á meðan ég finn út af hverju eitthvað byte-array er 36 bitar en ekki 16. Svo þegar ég er búin að laga, þá eru köllin þögnuð. Jæja.. þau allavega hætta. Mjeh.. Don't knock it if it works ;o)

4.7.06

Dauði Harry Potters

JK Rowling hefur gefið í skyn að hún muni myrða Harry Potter í síðustu bókinni sinni. Hún ætlar allavega að drepa einhvern af aðal characterunum. Þetta er svolítið hennar "thing". Það er ekki hægt að búa til eggjaköku án þess að brjóta nokkur egg. Auðvitað er ekki hægt að stráfella ljótu snákahauskúpuhúðflúruðu galdrakarlana- og konurnar hægri og vinstri, en rugla ekki einu sinni í hárinu á góða liðinu. Það virkar ekki nema í He-Man! [Insert *HE-MAN* stef]

Núna eru samt aðdáendur Harry Potter alveg snarbrjál og saka konuna um argasta tilfinningaklám. Sko! Ég get nú bara sagt ykkur, að ef krakkarnir og við hin höfum þolað það sem hingað er komið, þá þolum við alveg brotin kringlótt (athugið, ég sagði "kringlótt" EKKI hringlótt, því að það er ekki smart) gleraugu og dávin Potthead.

Á Íslandi eru tvær árstíðir..

Þegar það var enn einu sinni haust í morgun, hugsaði ég að ég gæti ekki beðið eftir því að komast heim. Annars dugar Holland svo sem.

Eftir 5 daga - Þýskaland!
Eftir 6 daga - Holland!
31. júlí - Danmörk! :o)

3.7.06

Um helgina..

..horfði ég á 2 vítaspyrnukeppnir (Það eina sem mér finnst skemmtilegt í fótbolta)
..fór ég upp í sumarbústaðinn sem amma og afi eiga, með Einari, Daða bró, Rúnu hans og Óla frænda
..dó ég næstum því úr sviðum sem voru í fyrstinum þar, sem hafði orðið rafmagnslaus einhverjum dögum áður
..spiluðum við Trivial sem við skildum ekkert í hvað var ógeðslega létt fyrr en það kom í ljós að það væri fyrir 8 - 14 ára
..stressaði ég heiðlóu sem átti hreiður einhverstaðar á landinu
..fann ég dávinn fugl
..vaknaði ég með rosalega illt í bakinu eftir svefnsófan sem ég svaf í
..skoðaði ég Gljúfrabúa frá læknum, en prílaði ekki upp sökum skóbúnaðar
..labbaði ég upp hlíðina hjá Skógarfossi
..keyrði ég á móti allri umferðinni og í bæinn á laugardegi
..lagði ég mig á meðan helmingurinn horfði á fótbolta
..bjó ég til 2 nýja magic stokka (rauðan og svo svartan og bláan)
..spilaði ég fullt af magic
..fór ég í heimsókn til ömmu hans Einars
..keypti ég og pakkaði inn afmælisgjöf fyrir pabba hans Einars
..fór ég í matarboð til tengdó þar sem að amma og afi Einars, sem búa úti á landi voru líka