22.6.06

Ohhhhhh

Ég fór í *skemmtilegasta* ratleik í heim í dag. Það var svo gaman. Ég fór meðal annars í sjómann við sjómann sem var að drekka bjór á bar (max points fyrir þann lið (næst mest fyrir að fara í sjómann við "venjulegan" mann sem var að drekka bjór á bar), steikti egg heima hjá ókunnugri manneskju (hefði fengið fleiri stig hefði manneskjan verið rauðhærð) og tókum mynd af einum með ís með hrís við gosbrunninn í perlunni. Eftir allskonar þrautir enduðum við á að senda einn okkar í skvass við Íslandsmeistarann í þeirri íþrótt (eftir 3 bjóra og skot) og í grillveislu með lambafillet og fíneríi. Ég reyndar held að liðið hans Einars eigi eftir að vinna, en það verður tilkynnt á morgun. Það var allavega hörku stuð. Vaaah.. það er gaman að vinnast en ekki skólast!

Engin ummæli: