23.6.06

Fljúgandi orustuskrímsl

Jæja, geitungatíminn er hafinn. Á hverju ári síðan að geitungar komust í tísku, þá hafa þeir komið sér upp einu til tveimur búum í kringum kastalann. Hérna er nefnilega mikið skjól og veðursæld meiri en gengur og gerist. Um daginn vaknaði ég við að eitt tveggja metra langt kvikyndi í lopapeysu hafði troðið sér inn um gluggann hjá mér og lét ansi ófriðlega. Þetta var augljóslega drottning. Við drottningarnar þekkjum sko hvora aðra. Ég ætlaði aldeilis ekki að sleppa henni út lifandi, þar sem að ég vissi alveg hvað var á dagskrá hjá henni. Hún ætlaði að reyna að mössla sér inn á mitt yfirráðasvæði. Jáneitakk. Ég leitaði vel og lengi af bók sem var nægilega stór til þess að myrða orustuskrímslið. Loksins þegar ég hafði fundið hæfilega bók (monsters manual minnir mig. Ekkert smá viðeigandi), dróg ég frá rimlagardínurnar og mundaði bareflið. Á þeirri stundu fann helvítið loksins opna gluggann og slapp. Ég var ekkert lítið svekkt. Núna er hún, einhverstaðar í garðinum að leita sér að nýjum stað fyrir búið sitt.

Drottningamóðirin er nú þegar búin að skemma eitt bú og á lofti eru plön um að elta geitunga sem láta sjá sig og gá hvort þeir vísi veginn að búinu sínu. Þeim MUN verða eytt.

Engin ummæli: