29.6.06

Það finnst engum þú vera töff nema sjálfum þér!

Hérna.. gaur á ljóta bílnum sem er með opið ofan í húddið svo að vélin stendur út úr eins og tá úr slitum sokk? Þú veist hver þú ert! Þessi sem spólar um planið fyrir utan gluggann hjá mér á hverjum morgni, þannig að bíllinn gefur frá sér þvílík óhljóð að fólk frá Ástralíu er orðið pirrað. Come on.. þú sem ert "einkanúmer waiting to happen" og örugglega heiðursmeðlimur í live2cruze eða hvað þetta nú heitir!

Já. Nákvæmlega. ÞÚ!

Lestu fyrirsögunina.

Engin ummæli: