21.6.06

The aristocrats

Á morgun er einhverskonar ratleikur í vinnunni. Meðal annars féllst undirbúningur fyrir leikinn í því að liðin áttu að koma með nafn og finna eitthvað einkennandi til þess að klæðast á meðan á leiknum stendur. Mitt lið heitir "The aristocrats" og er auðkennt af þverslaufum (ég kom með margar svona hugmyndir sko. T.d. Team lazer explosion og skykkjur úr laki, team america og leikfangabyssur og Ninjas og shirt ninja outfit).

Ég fór allavega að þessu tilefni þangað sem Íslendingum finnst víst skemmtilegast að versla og keypti mér svarta þverslaufu. Hún kostaði að vísu 1200 kall, en alveg er ég viss um að hún eigi eftir að nýtast mér við fleirri tilefni. Núna þegar ég hugsa um það þá sé ég bara ekki eitt einasta tilefni þar sem að það er ekki viðeigandi fyrir konu að vera með þverslaufu.

Engin ummæli: