30.4.06

Frækin fjölskylda

Þessa helgina strunsuðu foreldrar mínir, ásamt fríðu föruneyti, upp á Hvannadalshnjúk. Hvannadalshnjúkur er eins og allir vita, hæðsti punktur á ALLRI jörðinni fyrir utan rassinn á J-Lo ef hún liggur á maganum.....

.....Æi ókay. Allavega hæðsti tindur á Íslandinu góða.

Þessa sömu helgi röltum við Einar um allan Lyngby, í leit að opinni búð. Það er sunnudagur og þá eru búðir í heimalandi Haribo almennt lokaðar og læstar og allar í stáli. Ástæða þessarar skyndilegu örvæntingar var að hann 1. maí er ekki bara 1. maí á Íslandi, heldur út um allan heim. Ég var bara svo mikið að læra uppi í skóla að ég gleymdi að 1. maí kæmi líka hérna og auðvitað yrði allt lokað á morgun eins og í dag. Við enduðum í einu búðinni sem við vissum fyrir fram að yrði opin, Fakta Quick. Þar fær fólk ekki djobb nema að það sé annað hvort á dráps-PMSi eða ógeðslega reiðir unglingar. Meira að segja vélin sem tekur við flöskum þar er andsetin og pípir reiðilega á hvern þann sem nálgast hana.

Í Fakta Quick var eini boðlegi maturinn glæsilegur 1 kg beinlaus hamborgarhryggur á 50 kall. Þetta er í fyrsta skipti í öllum heiminum sem Fakta Quick skilar sínu temmilega vel. Ég er ekki frá því að stelpan á kassanum hafi skrifað hjá sér mental-note að kvarta yfir hamborgarhryggnum og vinum hans til verslunarstjórans, fyrir að verða þess valdir að viðskiptavinir hafi labbað út úr búðinni ágætlega sáttir við lífið og tilveruna......

29.4.06

Skype samtal systikina

Ég sem sagt loggaði mig inn og fékk eitthvað í glugga sem hann hafði sagt löngu áður:

Ég: Alveg asnalegt að fá svona gamalt samtal í hausinn löngu eftir að það var spjallað
Hann: Ertu að segja að þú sért asnaleg? FEIS
Ég: Eh, leikskólinn hringdi. Hann vill fá húmorinn sinn aftur *FEIS*
Hann: drumm dúm tiss, drúm tiss tiss ... tiss drúmm drúmm ... tiss tiss ... (trommusóló) drúmm tiss ...FEIS
Ég: Mamma þín segir að þú sért með blöðruhaus. FEIS
Hann: Það eru allir sammála um að þú sért með sítrónufés ...
ALLIR
SAMMÁLA
FÉS - bæði sítrónu og FEIS.

...o.s.frv..

Mikið afskaplega vorkenni ég fólki sem á ekki systkini sem er nálægt sér í aldri!

Desi er dáinn!

Desi, arabinn á horninu er dáinn. Eða allavega hættur. Síðustu daga hefur verið rosalega mikið að gerast iðnaðamannalega-wise hjá Desi. Ég hef fylgst með honum út um gluggann og ég hélt að Desi Bazaar væri bara að fá rosa andlitslyftingu. Í gær sá ég svo að tilfæringarnar voru búnar og fyrir utan Desi, í stað ávaxta og grænmetis, mátti smá tvö kúlukrónutré í blómapottum. Við Einar fórum í labbitúr framhjá Desi til þess að sjá nýju fötin hans. Heyrðu... var þá barasta ekki nýtt og glæsilegt skilti líka sem á stóð: "World of blinds". Gardínuheimurinn hefur tekið Desi yfir á grimman og samvislulausan hátt. Svo glansar allt þarna inni eins og glæný línuýsa!

Ef það er laugardagur og ég er að búa til eplaköku og fatta að það sé enginn rjómi til, þá veit ég sko ALVEG að Gardínuheimurinn á ekki eftir að geta skaffað hann!

28.4.06

Sorry.. bara EITT video enn!

Ef ég eignast einhvern tímann mitt eigið tónlista video, þá vil ég að það verði nákvæmlega svona!

Argument clinic

Hérna.

Þessi er líka helvíti góður!

Hann er þvílíkur jaxl!

Ég er að taka tennur. Eða kannski meira bara tönn. Hmm. Kannski frekar jaxl! Hann er búinn að vera heila eilífð á leiðinni upp. Í gær fann ég fyrir óþægindum í honum. Ég hugsaði: "Pfff! Þetta er ekkert. Meiri aumingjarnir þessi smábörn að grenja eins og Fabio með fuglinn í andlitinu yfir tanntöku". Heyrðu. Vakna ég svo ekki bara í morgun, alveg að drepast í kjaftinum, og stokkbólgin þar sem að jaxlinn er að ryðja sér til rúms.

Þetta útleggst á mannamáli yfir á: Ég finn fyrir óþægindum þegar ég borða og drekk, en meiði mig rosalega þegar ég pota með tungunni í staðinn þar sem jaxlinn er að koma upp. Ég er alltaf að pota með tungunni, til þess að tékka á því hvort þetta sé ennþá vont. Þetta er ennþá vont.

27.4.06

Sakamálapæling

Segjum sem svo, að maður fremji morð á fjölförnum stað. Hann t.d. lemur einhvern rosalega fast í hausinn með spýtu og hleypur svo í burtu og brennir spýtuna á flóttanum.. eða losar sig á einhvern hátt við morðvopnið þannig að það sé fingrafaralaust og erfitt að bendla það við hann. Það eru alveg nokkur vitni að glæpnum og þau geta öll lýst manninum í útliti. Lögreglan lætur gera mug-shots af morðingjanum og fær mjög fljótlega tip um hver hann sé. Þegar maðurinn er handtekinn, heldur hann fram sakleysi sínu, en segir að hann eigi eineggja tvíburabróður sem gæti kannast eitthvað við málið. Tvíburabróðirinn er líka handtekinn og hann heldur því sama fram.

Vitnin geta með engu móti sagt til um hvort þau hafi sagt manninn eða bróður hans fremja morðið og engin önnur sönnunargögn fundust á staðnum, þar sem að þetta var.. eh.. fimmta breiðgata í New York eða eitthvað og þúsundir manna labba þar hjá á hverjum degi. Það er ekki hægt að sýna fram á "beond reasonable doubt" að annar bróðirinn hafi framið glæpinn frekar en hinn... og þá verður að sýkna þá báða, þó svo að það sé pottþétt að annar þeirra sé morðingjakvikyndi.

Ooooh.. ÞETTA er örugglega ástæðan fyrir því aðþað er til svona mikið af "evil twins" þarna úti.

Hmm... ég virðist hafa hlustað á of mikla Agöthu Christie!

26.4.06

Heima-ræktin mín

Skóla-Jimmy er í fríi í rúmlega viku. Að því tilefni fór ég út í Netto í gær og keypti mini-stepper brennslugræju og svona fitness teyjur. Teyjurnar eru fínar. Þær gefa alveg fínt átak, sérstaklega fyrir handavöðva og með mörgum reps. Ministepperinn er líka meiri snilldin. Ég er allavega með ágætis rasssperur.

Í gær steppaði ég úti á svölum í hlírabol (æðislegt veður), hlustandi á Agatha Christie bók í iPodinum og horfandi á sólskinsglaða vegfarendur. Í morgun steppaði ég yfir tveimur futuramaþáttum. Þetta er svo friggin' mobile og létt kvikyndi að mig langar að taka það með mér hvert sem ég fer. Kannski að ég steppi með bömbunum í skóginum á morgun og svo með David Blaine á vatnsbotni á föstudaginn..

24.4.06

Myndin sem hefði átt að fara í framleiðslu..

Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, Sóóól, bara sól

Manneskjan gengur ekki bara fyrir mat, drykk, súrefni og svefni. Manneskjan gengur líka fyrir sólarorku. Ég get að minnsta kosti verið viss um það í mínu tilfelli. Ég er alltaf miklu hamingjusamari og ánægðari með lífið þegar það er sól og gott veður úti.

22.4.06

Loksins kom vorið úr felum!

Úti er glampandi sól og 12°C. Ég rölti út í storcenterið okkar (mall) rétt í þessu og sá að aðrir vegfarendur virtust vera staddir í limbói fataskápsins. Ég mætti meðal annars hjónum í úlpu og með vetlinga og nokkrum strákum í stuttbuxum og stuttermabol. Ég held að þetta sé einmitt það veður þar sem fólk verður alveg kexruglað þegar það á að velja útiföt.

Ég var að kíkja á spánna og samkvæmt henni á hitinn að fara upp í 17°C á þriðjudag og miðvikudag. VEIIIII!

Lífið mitt er gott..

Ég sá þetta hjá Þarfagreini.

This Is My Life, Rated
Life:
8.9
Mind:
8.6
Body:
9.3
Spirit:
7.1
Friends/Family:
6.8
Love:
9.2
Finance:
7.7
Take the Rate My Life Quiz


Heheh.. prófið sagði að ég væri með "ótrúlega háa lífseinkunn" og bað mig meira að segja að koma með vísdómsperlur fyrir annað fólk sem tæki það og væri með lága einkunn. Mér datt ekki í hug neitt sem ég gæti sagt. Ehh. Burstaðu tennur kvölds og morgna og ekki gleyma að fara út með ruslið..?

Ég dansa frá hættunum eins og Tony

Við vorum að opna tröllaukna Nóa páskaeggið okkar. Eins gott að það var kominn laugardagur, því að ég held að páskaeggið hafi verið byrjað að meta það hvort að það ætti kannski að fara að opna okkur í staðinn, fyrst að það væri stærra en við bæði til samans. Ég held að eftir 2-3 daga hefði ég vaknað um miðja nótt, með páskaeggið að reyna að rista mig á hol á meðan að gula hænan og barnið hennar á toppnum myndu tísta kvikyndislega.

Eggið var alveg blindhaugafullt af nammi. Eins og friggin' piniata. Í því var líka eitt stykki málsáttur. Hann sagði:

"Enginn er verri þó hann vökni"

Eh... Hr. málsháttur, HVAÐ MEÐ FIRE MEPHITS??

20.4.06

Durudd-durudd-duruuuuu..

Ég er að borða bollu sem ég bakaði í gær. Hún er úr spelti og haframjöli. Hún er góð. Ég var ekkert mikið að pæla í því sem ég var að gera. Ég bara tók hana upp, beit í hana og tuggði. Þegar ég var búin með bitann, endurtók ég leikinn. Allt í einu tók ég eftir að það var undarlegur taktur á japplinu mínu. Ég fór að hlusta betur... og ég stóð mig að því að vera að tyggja strumpalagið. Ekki la-la-larallalaaa, lalalalalaaa, heldur þetta sem er í byrjun á þáttunum.

Og ef þið eruð góð, þá sjáið þið kannski strumpunum bregða fyrir!

Er Simpsons fjölskyldan alvöru eftir allt saman??

Well I never..

Þokki

Ég er kannski með baugu niður á tær og geispa ítrekað svo að það sjáist í miltað á mér....

....en ég er samt þokkafull eins og brókaður Þjóðverji með mittistösku!

19.4.06

Að elda með bjór..

Með amazon pöntunninninniiiinnni sem ég póskaði um fyrr í dag, kom prýðileg matreiðslubók. Hún heitir "The Healthy College Cookbook. Í henni eru allskonar uppskriftir af temmilega ódýrum, en hollum mat. Mér finnst sérstaklega sniðugt að skoða svona bækur, til þess að fá hugmyndir og staðna ekki í matargerð. Í gær studdist ég við eina uppskriftina þegar ég var að elda kjúklingabringur og þær komu alveg ágætlega út.

Þó svo að ég fari almennt ekki alveg eftir uppskriftum, skref fyrir skref, er að því núna í kvöld. Ég er nefnilega að elda nautapottrétt og í honum er hráefni sem ég hef aldrei notað áður til slíks brúks. Það er að segja 500 ml af bjór (en slíkur munaður myndi víst ekki flokkast undir "cheap" hvar sem er í heiminum). Ég fann a.m.k. eina aðra uppskrift í þessari bók sem notaði bjór. Meikar alveg sense ef þetta er "college cookbook". Auðvitað eiga College krakkar alltaf bjór til..

Útlimir..

Ef fólk lendir í slysi og missir útlim... Og það er svo ekki hægt að græða útliminn á aftur... Hvað er gert við hann? Er hendin/fóturinn jarðaður bara aleinn í litlum kassa? Ekki er þessu bara hent í ruslið?

Amazon er vinur minn!

Það beið eftir okkur pöntun frá amazon á pósthúsinu. Við sóttum hana í gær og núna er ég afskaplega rík. Ég get t.d. ekki beðið eftir að lesa síðustu Cartoon history of the universe bókina (from the rise of arabia to the renaissance). Afskaplega gaman að lesa sögu, en skoða í leiðinni teiknimyndabók með kjánalegum bröndurum..

18.4.06

Sybberssnybbers

Úff. Það er miklu auðveldara að fara til Íslands frá Danmörku en öfugt, svona upp á tímamismuninn (við erum 2 klst á undan). Í morgun þurfti emúinn að skila verkefni uppi í skóla í síðasta lagi kl. 8. Af því tilefni vöknuðum við afskaplega snemma (ég fór memm til að fara í ræktina.. djö hvað ég á auðvelt með að fitna ef ég beiti mig ekki heraga. Ég er viss um að rassinn á mér fer stundum og étur kartöfluflögur á meðan ég sef). Klukkan 7... sem er 5 upp á bioklukkuna, hringdi klukkan á símanum hjá emúanum. Það greip um sig panikk, hann hrifsaði pípandi kvikyndið í hendina og sagði: "hallóóóó?.. HALLÓÓ??" Þegar hann sá að ég var að hlægja að honum kveikti hann samt ekkert á því hvað væri í gangi, fyrr en töluvert seinna.

Svefnleysi er ekki gott fyrir mann eða konu!

17.4.06

Dammmörk

Ég stakk upp á því við hr. Mon að við myndum fela okkur einhverstaðar heima á Íslandi, þangað til að flugvélin væri farin. Hann samþykkti það ekki og núna er ég komin aftur í Danmerkurútibú kastalans. Það er ekkert eins svekkjandi núna þegar ég er actually komin hingað, eins og mér fannst það áður en ég lagði af stað. Ég fæ alveg nettan "home vibe" frá þessari íbúð líka.

Það er líka hlýrra hérna en á Íslandinu, ég eldaði kvöldmat í fyrsta skipti í lengri tíma (mér þykir það gaman) OG helmingurinn kom með ískaldan tuborg classic í gleri til mín rétt í þessu. Við vorum með ponsu yfirvigt en vorum ekki rukkuð. Það er orðin hefð. Reyndar bara 3 kg núna, en samtals 18 kg meira en við fórum með til Íslandsins. Við bættum við tveimur pörum af línuskautum, hjálmi, hlífum, oreos, kryddi, vítamínum, kassa af white-strips, skúri-blautþurkum, tveimur lítrers kókflöskum, íslensku nammi, fæðubótaefnum, 3 kössum af próteinbars, páskaeggi nr. 7 frá Nóa og páskaeggi nr. 6 frá Góu. Nóa páskaeggið kom alveg heillt út úr ferðalaginu, en Góu eggið var brotið í öreindir. Nóa eggin eru greinilega best!

16.4.06

*grát og gnístan tanna*

Ég villiggi fara heim á morgun! Ég vill vera hérna.. hjá húsinu mínu og fólkinu mínu ogogogog.. rúminu mínu..

Ég myndi henda mér í jörðina, öskra og lemja hnefunum í gólfið, en ég veit að svona frekjuköst virkuðu t.d. aldrei þegar ég var ponsa í sundi og við áttum að fara uppúr, gegn vilja mínum.

Murrr.. Ég vil heldur ekkert að páskafríið sé búið. Ég nenni engan vegin að taka einhverja feita læritörn og ég nenni engan vegin að það sé rétt rúmur mánuður í prófin hjá mér. Blööööööööööh

14.4.06

Föstudagurinn langi

Í dag er föstudagurinn langi og því ekkert hægt að gera. Í gamladaga var reyndar ALLT lokað, og ef kona álpaðist til þess að kveikja á sjónvarpinu voru bara hroðalega leiðinlegar bíómyndir um Jesú í boði. Meira að segja teiknimyndirnar voru um krossfestingar og volæði.

Nú er þetta öllu skárra. Kastalinn geymir fleiri DVD diska en meðal videoleiga, svo volæðissjónvarpsefni hefur ekki áhrif á mig. Hins vegar eru flestar búðir og stofnanir lokaðar og læstar. Við helmingurinn fórum í bíltúr á bensinum (mömmubíll. Erum með hann í láni á meðan á Íslandsheimsókn stendur. Þvílíkur eðalvagn) niður í bæ. Þar mátti sjá munaðarlausa útlendinga ráfandi um fyrir utan sjoppur, í leit að einhverju ætilegu. Eini veitingastaðurinn sem við sáum að var opinn var Indókína. Það er frábær veitingastaður á Laugaveginum sem er rekinn af fólki af asískum uppruna (mæli sérstaklega með hádegistilboðinu þeirra). Þau hafa kannski ekki vitað að í dag eiga allir að skammast sín fyrir að hafa drepið Jésú, hvort sem að fólk trúi á hann eður ei... pfff

Póskafrí

Mánudagur. Lærdómur, sund, serranos, leit að álkulegum unglings páskaungum í kringlunni. Engir páskaungar. Helvítis fuglaflensu hræðsluáráður. The march of the penguins, famelítæm.

Þriðjudagur. Lærdómur, Indókína, meiri lærdómur, hitta fólkið sem gerði með mér BSc verkefni yfir súkkulaðiköku. Fiskur í kvöldmatinn, Ice Age the movie í bíó (bíó er ekki mikið dýrara hér en í DK by the way).

Miðvikudagur: Lærdómur, sund, bakaríishádegismatur, hitta Völu, Smáralindin, sækja Andra Frey á leikskólann, friends, Bubba Byggir dót, Sushi á Maru með Palla og Einari, roleplay fram á nótt

Fimmtudagur: zooooof. Nýja blómaval með bró og famelíu, Club sandwitch, sooooooooof. Lambalæri og fínerí hjá tengdó, annað stórt páskaegg í sarpinn, catan með Helga, Þórey og Grétu. Leifur sat hjá.

Soniridda.

11.4.06

Nýtt slagorð orkuveitunnar

Bróðir minn er auðvitað sérstaklega vel gerður og með fjölskyldu kímnigáfuna. Þetta eru genin sjáðu til. Eitt sumarið var kærastan hans að vinna í Orkuveitunni og var meðal annars í hóp sem átti að finna upp nýtt slagorð. Daði bróðir var ekki lengi að snara fram einni góðri tillögu fyrir hana.

Á fundinum næsta dag, þar sem hugmyndir af slagorðum voru ræddar, var Rúna lengi að melta það hvort hún ætti að láta vaða. Á endanum slengdi hún fram tillögunni hans Daða bróður.

"Hrein orka, ekki skítugir orkar!"

Ekki ein manneskja hló og allir litu á hana eins og hún væri fáviti. Sjálfri finnst mér þetta brilliant slagorð. Hugsið ykkur! Ef þið fáið að velja um hvort þið viljið hreina orku eða skítuga orka, þá er það alls ekkert erfitt val. Spáið líka í hversu yndislegar auglýsingarnar gætu verið!

Bróðir minn líkti þessu við seinni kosningabaráttuna hans Bush. Þar var slengt fram setningum í líkingu við: "When presented with a choice, whether to defend my country or give in to the demands of mad mass murderers..." Þá hugsaði fólk: "Hmm.. þegar hann orðar þetta svona kallinn, þá skil ég alveg hvað hann var að fara.."

Í alvöru talað!

Hrein orka, ekki skítugir orkar!

10.4.06

Konqueror

En skrítið. Ég er búin að vera að nota eldrebban í öllum þessum tilraunum til þess að póska síðustu 2 daga og aldrei hefur neitt gengið. Ég ákvað svona... for the sake of it að purfa að posta þetta með konqueror og... wooollahh.. Fyrsta tilraun fór í gegn.

Kastalinn

Það er gott að vera kominn í kastalann aftur. Ég var búin að sakna þess að geta gert handahlaup inni á baðherbergi, án þess að rekast neinstaðar í. Og ekki bara fara í bað, heldur líka bað þar sem ég þarf ekki að beygja hnén eða neitt og get legið alveg bein... og sturtu í spes sturtuklefa, sem bleytir bara sturtubotninn, en ekki allt baðherbergisgólfið í leiðinni. Kastalasnyrtingarnar eiga fleiri yndæla eiginleika. Hérna birtast t.d. nýjar klósettpappírsrúllur á dularfullan hátt á hankana, eftir að ég hef séð þær vera orðnar ansi rýrar stuttu áður. Í Danmerkur útbúi kastalans þarf ég að sjá um svoleiðis hluti sjálf.

Í kastalanaum er líka herbergið MITT. Þar eru bara hlutir sem ég hef sjálf, prívat og persónulega, dæmt mér verðuga til skrauts eða nýtings. Þar er líka rúmið mitt! Elsku rúmið mitt. Það er á stærð við litla suðurhafs eyju og er það besta í öllum heiminum. Það er alveg sama hvernig ég sný í því, þar sem að ég er 164 cm á lengd og rúmið er 2 metrar á breiddina. Hr. Mon segir samt að það sé verst að þurfa að borga fasteignagjöld af því, þegar við búum í Danmörku og getum ekki notað það.

Fyrradagurinn var yndæliságætur. Við vöknuðum upp úr 7:30 (enn á dönskum tíma) og röltum út á Söbbvej. Þar fengum við menningasjokk. Djöfull er dýrt að búa á Íslandi. 1800 kall fyrir 2 snöbba. Jæps. En góðir voru þeir engu að síður! Elsku chicken faijta lífsins. Ég fékk meira að segja ágætis "æjj... hún subway starfsmaður" vibe, þegar stelpan sem afgreiddi okkur tók hátt í korter að klára þessa tvo báta. Felt like home.

Við eyddum stæðstum hluta dagsins í heimsókn hjá tengdó, svo fór ég heim og lék við guðsoninn, fór í bað með dove freyðibaði og því næst í heimsókn til prótótýpunnar og kærustunnar hans. Ég, Einar, Daði bróðir, Rúna og Elva frænka skemmtum okkur yfir pizzu, trivial, piction-actionary og spjalli frameftir kvöldi.

Í gær fór ég svo í tvær fermó. Þær voru báðar með mat og kökum. Maturinn í fyrri var svo awesome að ég gat eiginlega ekki borðað eftirréttinn og meikaði heldur ekki að borða matinn í seinni veislunni. Ég er ógeðslega södd.

Strax eftir seinni veisluna fórum við að role-playa. Jú-hú. Það var líka aldeilis gaman.

Oh hvað mér finnst gaman að síminn minn sé allt í einu farinn að hringja og fá SMS. Svoleiðis á sér aldrei stað þegar ég er úti í Danmörku.. :oD

P.s. ég er búin að reyna að pósta þessu í næstum því heilan sólahring. Blogger hefur verið hálf móðgaður eitthvað. Það bætist alltaf smá aftast í hvert skipti sem ég reyni.

7.4.06

*Yaaaawn*

Ég vaknaði kl. 4:15 á íslenskum tíma í morgun. Það verður aldeilis áhugavert að sjá hvað ég verð fersk í kvöld þegar vélin lendir. Ég hlakka samt til eins og þessi kisa. Ég verð með íslenska númerið mitt ef/þegar þið viljið hringja í mig ;o)

Annars er ég í einum kúrsi, þar sem að verkefni gildir 100%. Það þarf að mynda 4 manna hópa (max), en ég er í 3 manna. Min kenning er að það sé betra að vera í hóp með 3 ágætisaðilum en að ættleiða einhvern slefandi plebba sem gerir ekkert nema tefja fyrir og hanga á bakinu á konu.

Í síðustu viku fékk ég samviskubit. Stelpa, sem ég kalla Blinda (ljótt af mér sko. Greyjið situr oftast á fremsta bekk en notar samt lítinn kíki, svona eins og til að skoða fugla eða eitthvað til að sjá á glærurnar. Ég held að hún sé ekkert voðalega góð í þessu fagi sko og svo talar hún voðalega vonda ensku), spurði mig hvort ég væri komin í hóp. "Já því miiiður", sagði ég. Þetta var svo sem engin lygi. Ég bara bætti ekki við "En við erum bara 3, svo þú getur verið memm". Mér líður ennþá hálf illa yfir þessu.

Í dag fékk ég EKKERT samviskubit þegar ég lék sama leik á annan af húðlötu Pólverjunum sem voru með mér í verkefni fyrir jól. Ég gæti staðið og logið hann fullan af allskonar kjaftæði og endað það á því að sparka "óvart" í sköflunginn á honum, án þess að missa svefn EÐA charma.

Magnað hvað það skiptir miklu máli á hvorri bífunni skórinn er...

6.4.06

Oojjj

Vá hvað mér finnst það ósmekklegt og viðbjóðslegt að gælupulsurnar hjá SS borði sjálfar pulsur. Ætli þær eigi nokkur uppkomin börn? Ullabjakk.

"You know what seems odd to me ?"

"Numbers that aren't divisible by two."
Michael Wolf

Hérna eru prímtölubrandarar. Sumt var fyndið.

Á morgun;

Ísland!

Á laugardaginn.. heimurinn. Heheh.

5.4.06

Muahahahaw
You will take over Iceland using only a car that is possessed by the ghost of Napoleon

countrypic!
Take this quiz at QuizGalaxy.com


Step 1. Go to Iceland //á föstudaginn t.d.
Step 2. Find a car possessed by the ghost of Napoleon
Step 3. ....
Step 4. Profit!

Ómótaða pæling mínútunnar: Skógarbjörn v.s. Ísbjörn

v.s.

Ég held að ísbjörninn myndi vinna. Hann skýtur örugglega klaka út úr augunum og blæs sterkum vindum með munninum á meðan að skógarbjörninn... eh.. skítur? Lætur tré vaxa out of nowhere og knúsar það svo? Ég veit ekki hvað skógarbjörninn myndi gera. Kannski getur skógarbjörninn skotið furunálum á ógnarhraða með annarri loppunni og moldar klumpum með hinni. Oh.. Nei.. bíddu. Hann getur það ekki því að ísbjörninn er búinn að frysta hann. HAHAHAHHA.

Ísbjörninn væri líka í miklu flottari búning. Á meðan að skógarbjörninn væri í einhverju með hróa hattar þema og hugsanlega of þröngum buxum, því að allt hunangið í skóginum hefur fitað hann svo... væri ísbjörninn í síðri herðarslá úr selskinni og tættri lendarskýlu úr ref sem skuldaði honum peninga. Já.. og skýlan væri í Conan the Destroyer sniði.

Go ísbjörn!

P.s. Eftir að ég hafði valið mér topic var textinn hér að ofan skrifaður í einum rykk án stoppa til að hugsa eða lesa yfir það sem á undan var komið.

Henti inn nokkrum myndum af sigurvegaranum:


Hérna er hann að æfa hægri krókinn


Hérna er hann að gera uppsetur


Hérna er hann að æfa fótaburðinn


Hérna er hann að fara að borða konu


Hérna er hann að.. ehhh... break-dansa. Jább. That's it.


Hérna er hann með tvo hausa, því að það er meira scary en bara einn haus.


Hérna er hann að stinga sér til sunds, því að hann getur líka synt. Og stungið sér. Og leikið hraðbát.


Hérna er hann að chilla með vinum sínum eftir erfiðan dag.

Ekkert eins og smá lyftu-diskó..

..til þess að koma konu í gott skap

Urrrrrr

Ég fer í ræktina á hverjum degi nema á laugardögum. Það kemur voðalega sjaldan fyrir að ég fái "æi ég nenniggi" veikina... og ef ég fer að hugsa þannig, fer ég bara samt. Í morgun hins vegar gleymdi ég að stilla vekjaraklukkuna og vaknaði ekki fyrr en um 10. Í fyrsta skipti í mjög langan tíma þurfti ég að beita sjálfa mig valdi til að drösla mér í íþróttafötin og út í strætó. Það tók helmiklar rökræður á milli engilsins og púkans á öxlunum á mér til að komast að þessari niðurstöðu. Á endanum drop-kickaði engillinn púkann í andlitið og ég hentist af stað.

Þegar ég loksins kom í ræktina, var hún LOKUÐ (frá 9:45. Hefði sem sagt náð þessu hefði ég munað eftir að stilla klukkuna) út af einhverjum friggin' kynningadegi. Á morgun þarf ég því að ná að lyfta fyrir tvíhöfða, þríhöfða, bringu, bak og axlir OG taka 30 mínútna brennslu áður en ég mæti í tíma OG!! ég fæ ekki endorfínin mín í dag.

Til þess að undirstrika sálarástand mitt GIMP-aði ég reiðar augabrúnir og skeifu á bicep myndina mína.

4.4.06

Kaaarmed.

Síðustu daga hef ég verið að horfa á fyrstu seríuna af kaaarmed. Kaaarmed eru þættir um þrjár spengilegar nornir sem berjast við seiðkarla, óvættir og að brjóstin þeirra detti ekki upp úr efnislitlum fötunum. Vá hvað þetta er skemmtilegt sjónvarpsefni. Ég hef nefnilega aldrei séð fyrstu seríuna. Ég hélt að mér myndi nú ekki finnast spes skemmtó að sjá heillanornirnar læra á kraftana sína þegar ég vissi alveg hvernig þeir yrðu, hvað myndi gerast í framtíðinni og að hún Shannen "Prue" Doherty (frænka hans eyturlyfja-Pete) yrði skrifuð út úr þáttunum fyrir að vera skass í líkingu við þau sem characterinn hennar barðist við í þáttunum.

Þessi þáttur hefur allt sem þarf til að vera brilliant. Vonda fólkið/ófreskjurnar eru oft ofboðslega ófrýnilegar, en góða fólkið og date-in þeirra eru fallegri en gyðjan Afródída í háum, svörtum, flatbotna stígvélum, haldandi á túnfíflablómvendi (uppáhalds blómin mín). Svo eru galdrar. Og skrýmsl. Og... og... ALLT.

3.4.06

catsinsinks.com

It's all about cats. In sinks.

(Takk Boggi fyrir linkinn)

Afar áhugavert..

Það rignir. Rigningin er alls ekkert svo slæm, eftir að kona hefur þolað snjó í næstum 4 mánuði. Áðan sá ég hund í regnjakka. Það sem mér fannst skrítið við það, annað en að hundurinn væri actually í regnjakka, var að hann náði bara rétt að mitti (hafa hundar mitti?), svo að hausinn, hálft bakið, rassinn og lappirnar urðu hvort eð er renn blautar. Ég skil ekki alveg hvaða statement þessi jakki var.

2.4.06

Með ipaqinn í hendinni getur ekkert stöðvað mig!

Þá meina ég sko ekki að ef ekkert er með ipaqinn í hendinni geti það stöðvað mig.. heldur að þegar ÉG er með hann í hendininni þá.. Já.. Þið skiljið.

Þetta TomTom GPS navigation forrit er náttúrulega bara snilld. Ég slæ bara inn eitthvað heimilisfang (í dag var það heimilisfang á rista stórri Fötex búð í Ballerup) og svo er mér bara leiðbeint þangað. Eða Einari. Hann keyrir. Ég hef ekki aldur til að keyra virðulega leigu-Saaba. Það breytist víst eftir 6 mánuði og 20 daga, þegar ég næ í kvartöldina og "late twenties" flokkinn.

1.4.06

Multimedia message

Naglavopnabúrið mitt. Taskan fyrir aftan bættist við í dag. Í henni eru 6 lituð naglalökk, yfir- og undirlakk, handkrem, fótkrem, naglabandaeyðikrem, naglabandanuddkrem, 2 týpur af naglaklyppum, naglaskæri, flísatöng, naglaþjöl, naglapússigræja og gaur til að glenna í sundur tásurnar þegar þær eru lakkaðar.

Við fundum svona í fermó fyrir frænku Einars (kenning mín að það ætti bara að gefa fermingabörnum sálmabækur, biblíur og inneign á biblíunámskeið, féll ekkert í of góðan jarðveg) og ég keypti eins fyrir mig... af því að ég á... ehhh 11 ára fermingarafmæli. Emm okay.. af því mig langaði og það er nýr budget mánuður (erum með fyrirfram ákveðin pening sem má fara í allt utan skóladóts og matar pr. Mon. í hverjum mánuði). Í tilefni af nýju vopnunum gaf ég mér mani og peti. Nú er ég svo mikill kvenmaður að ég gæti horft á sleepless in seattle, borðað ís upp úr dollunni og talað um skó í allt kvöld...... Okay, reyndar ekki.
Powered by Hexia

Multimedia message

Bilka-ferð. Bilka er móðir allra verslanna!
Powered by Hexia

M-mm-mmm

Það er fátt sem lyktar eins vel og nýbakað brauð. Ef ég væri ekki hrædd um árásir fugla og bústinna barna..... og ef ég notaði ilmvatn almennt, myndi ég fjárfesta í ilmvatni með nýbakað-brauð lykt.

Síðustu vikur hef ég hætt að borða allt með hvítu hveiti í sér og reyndar bara brauð almennt á óæðri dögum. Í dag, á nammidegi, æðstugyðju vikudaganna vaknaði ég við nýjabrauðalykt. Ég setti nefnilega blöndu í vélina í gær og tímasetti hana þannig að hún myndi vera tilbúin um það leiti sem ég vaknaði. Vá hvað það er ljúft að borða mjúkt, fransbrauð með smjöri og osti, sem bráðnar því að það er svo hlýtt. Ég keypti reyndar líka súkkulaðiplötu álegg. Ég komst að því að það er betra að borða það bara brauðlaust.

Í dag er merkilegur dagur og ekki bara því að það er nammidagur. Í dag er líka fyrsti apríl. Einar er í sturtu, en ég er að spá í að reyna að plata hann, þannig að hann komi hlaupandi, hálf sturtaður, með handklæði utan um sig inn í eldhús bráðum. Þar ætla ég að hafa miða sem stendur 1. apríl. Gott plan? Já.. það kemur í ljós hvort þetta virkar. Mín reynsla er að það er best að ná fólki þegar það er ekki almennilega vaknað.

Update: Mission accomplished. Muahahahahahhaw