5.1.06

Við fórum á King Kong í gær með Daða og Rúnu. Hún var alveg ágæt. Ég held að það sé erfitt að gera betri mynd um nákvæmlega þetta efni. Hún var líka rosalega epísk og Peter Jacksonleg. Annars var King Kong svolítið fanatískur. Ég held að það sé hættulegt að vera svona rosalega tilfinningalega tengdur gæludýrinu sínu. Ekki hefði ég fórnað mér ítrekað fyrir hamstur.

Fyrir ykkur sem hafa séð þessa (eða frumgerðina eða fyrri endurgerðina): Hafið þið aldrei spáð í því að 17 manns dóu við að reyna að bjarga kvenpjásunni í staðinn fyrir bara að dæsa og segja "við misstum tvo á þessari eyju"?

Engin ummæli: