8.1.06

Það var víst kominn tími til að sýna greyjunum athygli. Ég tók mig til og straujaði Petru, losaði mig við Hoary Hedgehog og setti upp á hana Breezy Badger (sem er sem sagt nýjasta Ubuntu útgáfan). Einar var svo í "góðum fílíng" að setja upp VM Ware með XP á tölvurnar okkar (þurfum windows í einum kúrsi á næstu önn og ég þarf ég nokkur forrit sem takmarkast við það stýrikerfi).

Ég skýrði virtual vélina Lúlla. Lúlli er alltaf að grenja eitthvað, eins og við var að búast. Allar þessar hugganir og öryggisupdate taka fleiri fleiri klukkutíma.

Lúlli og Kalli (fallegi pocket PCinn minn) eru vinir. Þeir voru syncaðir saman (formed "partnership" samkvæmt bæklingnum) og ég gat sem sagt loksins sett upp tomtom á ponsunni og sótt stórt og fallegt kort af Köben og nærsveitum inn í hann. Ég pantaði líka Wi-Fi kort fyrir Kalla í gær og núna er ég að leita að spiffy tösku á netinu. Þetta er dekurdýr.

Tilkoma XP gerði mér einnig kleift að stratta kaloríuskiptingu morgundagsins. Yup. Það gleður mig að tilkynna endurkomu mína í fitness heiminn. Einhverstaðar undir þéttingunni leynist hasargella sem skal nú dregin út með valdi.

Engin ummæli: