1.1.06

Fyrsta pósk ársins. Vá. Spennó.

Ráðhústorgið í gær var spes. Allt fullt af fólki og verið að sprengja flugelda allstaðar í kringum okkur. Út um allt á torginu og á hverri einustu umferðareyju niðri í bæ. Það var frekar erfitt að passa sig á flugeldunum, því að þeir komu allstaðar að og þeim var beint í allar áttir. Stundum sprungu þeir inni í strikinu og þá kom alveg rosalegur hávaði. Stundum sprungu þeir á Ráðhústorginu sjálfu og fuðruhattaklætt fólkið sem stóð þar skrækti. Ég sá samt bara einn sjúkrabíl. Magnað. Danir fara eins varlega með flugelda og naut í hælaskóm.

Ég held að þetta hafi verið um það bil eini staðurinn í Danmörku þar sem sprengiríið var á íslenskan mælikvarða í magni. Það var bara svona ein og ein terta sem fékk að springa í úthverfunum. Þegar klukkan nálgaðist miðnætti varð allt alveg brjálað. Fleirri *bang* *pæng* og *sprengj* og lætin bergmáluðu svo á milli húsana að við heyrðum ekki þegar fólk taldi niður. Sáum bara að sumir voru með putta á lofti sem fækkuðu með hverri sekúntunni.

Hápunktur kvöldsins fyrir mig var án efa annar en flugeldarnir. Það snjóaði mjög, mjög fáum snjókornum. Það lentu kannski 10 snjókorn á mér á hverri mínútu. Í fyrsta skipti sem ég man eftir gat ég horft á snjókornin og séð fullkomlega með berum augunum krystalana sem þau mynda. Það var alveg ótrúlegt. Á meðan flestir horfðu upp í himininn, horfði ég á trefilinn minn eða hárið á mér og virti fyrir mér snjókornin sem höfðu lent þar, áður en þau náðu að bráðna.

En já. Anyways. Gleðilegt nýtt ár! :o)

Engin ummæli: