2.1.06

Ah.. ég fór í stelpó. Stelpó er ekkert svo ósvipaður mömmó, nema það er enginn mamma, enginn pabbi og ekkert barn. Í staðinn er löng sturta með snobbsjampói, djúpnæringu og sturtugeli, svo bodylotion, andlitsmaski, brunkukrem, naglalakk og í þessu tilfelli mikið um að hár sé rifið upp með rótum. Ég notaði rífiháragræjuna undir hendurnar og núna eru engin hár þar, aðeins tómir, bólgnir, blóðrauðir hársekkir. Hmm. Ég held að það sé sniðugt í framtíðinni að silkepila einum eða tveimur dögum fyrir stredderí, því þetta er ekkert mjög foxy.

Engin ummæli: