30.9.05

Ég fatta ekki alveg þráhyggju karlmanna á brjóstum. Ætli naut skoði júgur á beljum með girndar augum..? Varla.

Annars fer nammidagur að líta dagsins ljós. Nammidagurinn á morgun mun fara að miklu leiti í hópverkefni og því verður ekki hægt að skreppa í candy megastore og fylla á byrðirnar. Meðalferð í candy megastore virðist endast 2 nammidaga.

Ljósið í myrkrinu er að hann Viggi, sem var með okkur í HR, ætlar að koma í heimsókn í kvöld. Hann kemur að öllum líkindum með sambólakkrískonfekt með sér........ Mmmmmmmmmjá. *ræskj* Ég meina. Ljósið er auðvitað að Viggi er að koma í heimsókn! Lakkrískonfektið er bónus!
Ísland í Berlinske tiderne
Einn kennarinn okkar kom upp að okkur í frímínútúm og sagði okkur að hann hafi lesið afar áhugaverða grein um Ísland í Berlinske tiderne. Við Einar litum hvort á annað og vorum viss um að þetta væri hefðbundna "Íslendingar eru að kaupa allt þó þeir eigi engan pening" eða eitthvað um sápuóperuna. Svo virtist ekki vera. Hann sagði að hún væri um að Danir gætu lært af Íslendingum og við ættum endilega að kíkja á hana.

Uppfull af þjóðarstolti blæddum við 19 krónum í sjoppukvendi sem lét okkur fá dagbókina í staðin (varla dagblað. Alltof þykkt). Eftir mikið rót og skoð, fundum við dvergagrein þar sem að talað var um að Danir gætu lært að koma hlutum í verk af Íslandi, og svo gátu þeir víst líka lært aðra hluti af Írlandi og Kaliforníu í leiðinni. Þá vitum við það!

29.9.05

*bammbamm* *bammbamm* Það er hjartsláttur í puttanum mínum. Það er heimskulegt. Hann er ekkert með hjarta. Ég reyndi að segja honum það, en hann vildi ekki hlusta. Ég ruglaðist eitthvað á bendiputta hægri handar og gulrót áðan. Fattaði að þetta væri ekki gulrót þegar það fossuðu margir ml af blóði út úr kvikyndinu eftir að ég hafi krufið það. Það er allt í lagi. Rautt fer mér vel.
Loksins kom þessi rigning sem veðurfréttirnar hafa lofað síðustu daga. Þegar ég horfði út um gluggann á strætónum á leiðnni heim úr skólanum, fannst mér eins og ég væri að horfa inn um risa stóra þvottavélahurð. Umferðin fór líka til satans. Ég held að Danir kunni ekkert voðalega vel að keyra í "slæmum aðstæðum".

En já. Gott ég var með regnhlíf. Vont að Einar var ekki með sína. Önnur hliðin á okkur báðum varð hálf blaut. Það var samt voða nice að rölta um í pollunum og hlusta á dropana lenda á regnhlífinni. Mér leið eins og ég væri í tjaldi. Hehh.. kannski var þetta svona big-man-in-a-little-coat dæmi.
Ég er víst búin að klára á mér augun aftur. Síðast þegar þetta átti sér stað, breyttist ég í ofurhetju.Nú skortir mig búninginn til þess og neyðist til að sneiða hjá tölvum og bókum eins og mér er mögulegt (sem er svo sem ekki mikið fyrir konu í mínu námi). Ég ákvað að kveikja á tölvunni til þess að segja ykkur það.

*hóst*

28.9.05

Ætli kvartsokkar séu Jónínur Ben sokkaskúffunnar?
Það er fátt sem kætir hr. Mon eins mikið og kvartsokkarnir mínir. Þegar hann er að hengja upp á snúru finnst honum mikið fjör að hlægja að því hvað þeir eru litlir, sérstaklega í samanburði við íþróttasokkatjöldin hans, sem drottningin gæti notað sem svefnpoka í neyð. Þá myndi hún að sjálfsögðu velja sokkatjöld úr skúffunni, en ekki óhreinatauinu, enda er það ekki drottningum sæmandi að hafa táfýlu í hárinu. En já. Vissulega eru þeir smáir, enda kvartsokkar. Það þýðir að þeir séu ekki nema 1/4 af hefðbundinni sokka stærð. Þeir eru þá eins og sokkar nr. 9 samkvæmt útleiðslu og útreikningum mínum... Það er ekkert voðalega stórt!

Það gæti líka þýtt að þeir séu gefnir fyrir að kvarta. Ég er ekki viss. Ég tala ekki sokkamál. Kannski eru allir hinir sokkarnir í sokkaskúffunni alveg komnir með nóg af þeim og ætla að kjósa þá af eyjunni við fyrsta tækifæri.
Einhver maður káfaði á lærinu á mér í strætó um daginn og horfði svo á mig með álkulegum/pervertískum (er ekki viss hvort) svip þegar ég kippti löppinni að mér. Ég er ekki ennþá viss um hvort að það hafi verið óvart eða hvort hann sé einn af þessum leynilegu dönsku strætópervertum sem eru svo rosalega leynilegir að ég hef aldrei heyrt á þá minnst.. Spurning um að hringja í Rebba og Dönu.

Annars var bio-informatics gaur gestafyrirlesari hjá okkur í síðustu viku. Um hornhimnuskanna á flugvöllum hafði hann þetta að segja:
"Ég myndi ekki vilja vera skotinn í augað með lazer, af forriti sem keyrir á Windows".

Ótrúlegt. Það er eins og ég sé í öðru landi (well duh. En ég meina ennöðru). Það er eins og ég sé í dreifðum kerfum (vorönn '04 í HR) all da time. Ég fer næstum því ekki í þann tíma, þar sem að það kemur ekki a.m.k. einn brandari um Gates og félaga og þar sem að ég þarf að setja upp regnhlíf til að forðast að fá slettur á mig eftir að nördarnir í fyrirlestrasalnum fá raðfullnægingar í miðjum hlátursköstunum sínum.

27.9.05

Mín merkasta uppfinning til þessa er Myoplex ís. Djöfull er hann góður. Ég elska ísvélina mína.
Stjórnmála og samfélagsrýni Óskímon
Baugsmálið séð frá Danmörku
Nú hef ég gífurlega lítið horft á sjónvarp eftir að ég náðaði Skandinavíu með persónu minni. Ég er hinsvegar dottin ofan í einhverja rosalegustu sápuóperu síðari tíma. Þetta lætur Glæstar vonir blikna í samanburði (en þess má geta að ég sá einu sinni þáttarbrot úr þeim gullmola þar sem að maður reyndi að sannfæra konuna sína um léttvægi þess að hann hafi sofið hjá 19 ára stelpu með "I didn't make love to her. It was sex!").

Sápuóperan fer að mestu leiti fram á mogganum og fréttablaðinu, en Jónína Ben er verri en nokkrar Stephanie Forristers eða hvað allar hörundsáru skessurnar heita. Styrmir Moggamaður er líka bitrari en andskotinn og hann hefur nú ákveðið að birta haug af allskonar drasli, sem hann hafði áður ákveðið að láta safna ryki. Þetta gerir hann vegna þess að Jóhannes virðist hafa kallað hann óþokka.

Davíð Oddson, sem talaði mest og hæðst þegar þetta mál var að fara af stað, hefur hinsvegar fundið hjá sér vit á því að halda kjafti og leifa Ben og félögum að hóta hvoru öðru á víx. Dabbi vinkar okkur bara með bros á vör frá Seðlabankahúsinu og sendir forsetanum fuglinn fyrir aftan bak.

Ben er þvílíkur villan að eftir að Jói neitaði henni um 70 milljónir og hvítan audi, reyndi hún að kúga Baug til að kaupa af sér Planet Pulse stöðvarnar sem voru dauðadæmdar eftir peningapittinn Planet City. Kaupið af mér Planet Pulse eða ég ÖSKRA. Sagðu hún. Öskraðu bara. Sagði Tryggvi. Og Jónína öskraði og gargaði og reyndi að fá alla vini sína með sér í lið í að fara í fýlu út í Baug. Hún var eitthvað fúl því að hún fékk engan helvítis baug á fingurinn eftir að hafa gert sér dælt við Jóhannes. Eina gyltan sem hann sýndi einhvern áhuga var Bónus sparigrísinn. Samfylkingafólkið vildi ekki vera memm. Það var nefnilega í stjórnaraðstöðu og þá er eina starfið þeirra að vera á móti. Ritsjóri DV vildi ekki vera memm. Þetta var nefnilega áður en DV breyttist í drullukuntuhóru og var bara Snúður Snepils....

Jáh.. Það er aldeilis spennó að sjá hvað gerist í næsta þætti.
Nærbuxur.....
Ég keypti fyrir mistök venjulegar nærbuxur um daginn. Ég nota nefnilega bara g-string eða boxera. Stuttu eftir að þessi fjárfesting átti sér stað, náði ég að rifja upp hversvegna ég hef ekki gengið í venjulegum nærbuxum frá því að ég var 16, 17 ára.

Merkilegt hvað það er óþægilegt að labba um með venjulegranærbuxnawedgie, á meðan það truflar konu ekki neitt að vera í g-string.

26.9.05

"Líta allir Íslendingar út eins og þú?" Spurði einn Kínverjinn mig í kynningavikunni back in the days (nema auðvitað á ensku). Þegar hann sá að ég var hálf hissa á þessari spurningu útskýrði hann frekar mál sitt. "Þú skilur, heima líta allir út eins og ég. Með dökkt ár og brún augu. Eru allir á Íslandi ljóshærðir og bláeygðir?"

Ég sagði honum að það væri nú ekki alveg svoleiðis, en það væru vissulega fleiri ljóskur á Íslandi en í Kína. Þá brosti hann. Þegar við röbbuðum meira saman kom í ljós að hann virtist rugla saman hugtakinu "ljóshærð" og hugtakinu "fegurð". Það tísti í mér í hljóði. Þetta minnti mig á Grikkina í útskriftaferðinni minni í menntó. Þeir eltu okkur út um allt, því að við vorum ljóshærðar og það þótti þeim fallegt. Það var eiginlega hálf creepy.

Þetta hefur sitið svolítið í mér. Ég rifjaði þetta upp þegar ég sá litla strákinn sem er einn af þeim sem kemur til greina sem hinn íslenska piparsveinn (ef hann er sá sem var valinn... djöfull verður hann svekktur þegar hann sér að í hópnum eru 31 árs gamlar kellingalegar kellingar) gefa eftirfarandi lýsingu á draumakonunni sinni (takk veftíví skjás eins):
"Hún þarf helst að vera dökkhærð".

Hmm. Hvað gengur fólki til ef þetta er fyrsta (og jafnvel eina) línan í lýsingu á draumamakanum?

"Sko.. ég veit að þú ert gullfalleg, rosalega gáfuð, skemmtileg, fyndin, nymphomaniac með billjón dollara inni á bankanum. Ég veit að þú hefur öll sömu áhugamál og ég og þér finnst ég æði...... En þú ert bara eiginlega með of ljóst hár. Sorry!"

25.9.05

I'm a Big Thinker!!
Þá hef ég smakkað strút. Hann var bara mjög góður verður að segjast. Internetið sagði mér að strútar væru bestir rare eða medium-rare, svo að ég kryddaði og eldaði hann eins og nautakjöt. Hann kom fínt út. Ég hefði ekki giskað á að það ætti að borða strúta rare fyrir þetta. Hann er náttúrulega fugl helvískur.

Það sem mér fannst áhugavert var að þegar ég leitaði að strútauppskrift með notkun á orðinu "ostridge" (bandarísk stafsetning) fékk ég bara sárafá og algjörlega ónothæf hit. Þegar ég hinsvegar notaði ostrich (sem ég fann út að væri bresk og áströlsk stafsetning) fékk ég fjöldan allann af hittum og gómsætum uppskriftum. Hin hittin voru mikið til fólk sem mjálmaði yfir því að strútaát væru villimannsleg, á meðan að það hámaði í sig þakkargjörðahátíðarkalkún með góðri list eða eitthvað..

Annars..Hehehh..
Drottningin hefur gert það upp við sig að sunnudagar ættu einna helst að fara í afslapp og slæpelsi heimafyrir, tilgangslausa göngutúra og myoplex ís (og fíni maturinn í kvöld verður strút-steik. Intwesting). Hún hefur líka gert það upp við sig að þessi sunnudagur muni einnig fara í concurrent systems skilaverkefni, þrátt fyrir hugsanlega þynku hópfélaga, og annan lærdóm.

Haustið virðist annars hafa hætt við, allavega tímabundið. Það voru 19°C í gær og á víst að vera ágætlega hlýtt næstu daga. Það er fínt. Ég kann vel við hlýtt. Ég kann ennþá betur við það, þegar mbl.is segir mér að það séu nú -3°C á Ísalandi.

Ég kann líka vel við Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna. Það var prýðileg mynd. Ég fékk öðru hvoru nettan Michael Jackson fílíng. Dönnó væj..

24.9.05

Gæti verið verra.. Ég gæti safnað tánagla-afklippum í stóra krukku og sýnt gestum uppáhalds afklippurnar mínar...

"Sjáðu, þessi lítur svolítið út eins og Andrea Gylfa... og þessi er eins og skakki turninn í Písa.."
Við Petra liggjum uppi í sófa í letikasti. Fyrr í kvöld var planið að skella mér í gírinn og fara í all svakalegt eldhúspartý og all svakalegt DTU tjútt strax eftir það. Ég varð bara fyrir því óláni að borða heila laugardagspizzu og á meðan ég var á meltunni, sofnaði ég út frá endurforritunardiskinum mínum. Þegar ég vaknaði aftur, mundi líkaminn minn að ég hafði alls ekkert sofið nógu mikið upp á síðkastið og harðneitaði að vera nokkuð annað en tussulegur og sybbinn. Ég skreið því upp í rúm í smástund, lagði mig á hitateppi og las. Þegar tími var kominn til að leggja í 'ann, tók boddið endanlega ákvörðun um að vera eftir heima. Ég sendi piltinn sem fulltrúa okkar á tjúttið, með þeim fyrirmælum að skemmta sér nógu vel fyrir okkur bæði.

Sjálf er ég núna algjörlega eftirsjálaus að háma í mig íslenskt nammi (takk Ösp, takk Vala), toblerone súkkulaði og drekka mjólk. Mér þykir mjólk góð. Vala segir að hún sé ekki góð fyrir fullorðið fólk og það eigi frekar að taka kalktöflur. Ég trúi henni. Mjólk er samt svo afskaplega góð. Ég held líka að það sé ekkert hægt að tala of illa um hana þegar hún er í þessum félagsskap. Eins og óstundvís kórdrengur við hliðina á götuklíkugaurum. Súr gúrka í skál fullri af nýrnabaunum.

Kannski að ég horfi á dark crystal. Kannski ég naglalakki á mér tásuneglurnar. Kannski ég lesi Andrés Önd á dönsku. Kannski ég fari að sofa bráðum.

22.9.05

Skitur-peysu strákur
Í dag sat fyrir framan mig strákur í peysu sem á var letrað "skíðaferð" upp á dönskuna. Þetta fannst mér svo fyndið að ég átti bátt með að halda niðri í mér hlátrinum í heilar 2 klst. Ekki nóg með það, heldur var skitur-peysu strákurinn víst eitthvað kvefaður. Hann tók reglulega upp vasaklút sem hann svo snýtti sér rækilega í. Þegar allt hor var farið úr nebbanum og á vasaklútinn, setti hann klútinn ofan í vasann aftur. Þetta endurtók hann nokkrum sinnum. Það hefur verið komin alveg væn slumma í vasann hans held ég. Ojjjjj.
Í dag kom yndælis póstmaður með feita pöntun frá Amazon. Ég var ekki fyrr búin að skrifa upp á hana, en Einar kom heim af pósthúsinu með 2 flakkara sem höfðu komið í gær á meðan við vorum í skólanum. Það tísti í gömlu konunum á neðstu hæðinni. Þær eru hressar. Þær standa oft úti á gangi og spjalla saman. Stundum á náttkjólunum.

Ég á allavega núna The Cartoon history of the universe: I, The Seventy Great Mysteries of the Ancient World: Unlocking the Secrets of Past Civilizations og Change your life in 7 days.

Við keyptum svo fyrir okkur bæði dansk-enska og ensk-danska orðabók og Low fat meals in minutes.

Einar fékk sér svo 3 bækur líka.

Synd að lazer prentarinn okkar og 80 GB diskarnir (sem eiga að koma í dag held ég) komu ekki á svipuðum tíma. Þá hefðu gömlu konurnar örugglega endanlega sprungið úr hlátri.

21.9.05

Ég eyddi góðum 20 sekúntum í að troða eins miklu poppi upp í mig og ég mögulega gat komið fyrir í munninum. Svo pikkaði ég stolt í helminginn og sýndi honum. Ég held að honum hafi líka þótt mikið til þess koma.

Annars gæti þetta verið verra. Ég man þegar ég var tvítug og var í flugvél á leiðinni til Íslands frá USA. Bróðir minn, 21 árs gamall á þeim tíma, sat við hliðna á mér. Ég var að lesa og láta mér leiðast þegar hann pikkaði í mig. Þegar ég leit upp, sá ég að hann hafði troðið puttanum á sér eins langt upp í nef og hann mögulega gat. Ég er ekki að ýkja, hann var kominn upp að kjúku. Þetta gerði þessi elska bara til að skemmta mér!

Bróðir minn hefur annars gert margar merkilegar uppgvötvanir. Ein, sérstaklega góð er að ef þú þefar af puttanum á þér áður en þú kemur við fólk eða heilsar því, vill það sem minnst koma við þig og finnst þetta hið ógeðslegasta mál einhverra hluta vegna. Ég ráðlegg ykkur að prufa þetta bara upp á funnið. Auðvitað þurfið þið ekki að þefa svo fast af puttanum að hann endi svona á kafi uppi í annari nösinni.... Þið finnið einhvern milliveg!
Bleh. Keyboard refuses to type in Icelandic and I’m not allowed access to the control panel to change it. Yup. This is one of the reasons one should use Linux. Actually, they have Linux computers in all the data-bars here. The computers in the library only have Solaris or Windows. Ah. The library! That brings me to why I got such a strong urge to posk, that I am now writing in English, much to your dismay. Hmmm. Well, maybe not. You’re probably marvelling at my articulacy. Right? Thought so. Keyboard is fucking up again though. It seems to have moved the question mark as well as the dashes to some new locations and I can’t seem to find the any-key. Blimey.

Anyhow. What I am trying to say is: The garbage cans here all look like R2-D2 with the paint stripped off. It’s the coolest thing EVER.

That is all.

20.9.05

Endalaus hamingja...
Þetta er fyrsta færslan sem ég skrifa á nýja bjútíið, hana Petru (komin með nafnaþema). Ég var rétt í þessu að klára að setja upp á hana linux og hún er voða sæt. Hærri upplausn og hvaðeina.

Það er reyndar ekki eina gleðin. Upp á síðkastið hefur verið svolítið um gestagang hjá okkur, en Palli, Ösp og nú síðast Vala hafa öll heimsótt okkur. Við héldum að nú myndum við ekki fá neinar heimsóknir fyrr en upp undir jól, en það er allt að breytast! Mamma og pabbi, tengdó og Maggi hafa nú öll boðað komu sína í október

Haustfríið okkar verður endalaust kúl. Á sunnudeginum kemur Maggi til okkar og fer svo samferða okkur til Vínarborgar á mánudeginum. Við lendum svo aftur í Köben kl. 11 á fimmtudags morguninn og bíðum á flugvellinum eftir tengdó sem lenda tæpum 2 klst seinna. Þau verða svo hjá okkur það sem eftir lifir af haustfríinu.
//Repost... Finnst þetta meika sense..

Ég var að hugsa.... sumir ávextir eru BRILLIANT í PR starfsemi. Svona sé ég þetta fyrir mér:

Einhverntímann fyrir mörgum árum hefur grænmetið verið vinsælla. Á árlega ávaxtaþinginu var þessu vandamáli varpað fram og rætt frá öllum mögulegum hliðum. Hungangsmelónan, sem var í góðu sambandi við "undirheimana", hafði komið fram með þá hugmynd að grafa undan grænmetinu með vafasömum myndum af gulrótum í slagtogi við nýrnabaunir.
Það var þá sem bananinn stóð upp og kom með tillöguna "food in its own wrapping"!
Í eitt augnablik mátti heyra saumnál detta í salnum. Þar á eftir ómaði allt af skvaldri og andköfum. Appelsínan, sem var fundarstjóri, lamdi í borðið og krafðist þess að fá hljóð í salinn, ellegar yrði að gera hlé á þinginu uns allir hefðu róað sig niður. Eftir að regla hafði aftur komist á þingið kváðu sér margir hljóðs og létu í ljós sterkar skoðanir á þessu máli. Eftir langar umræður var gengið til atkvæða þar sem að "food in its own rapping" tillagan (gælunafn "operation lando") var samþykkt. Uppi var mikið fjaðrafok, þar sem að eplið og peran, auk nokkura annara minna þekkra ávaxta hreinlega neituðu að gangast við þessu. Þingið klofnaði og er enn í dag tvískippt....
Food in its own wrapping varð gríðarlegt succsess og það er einmitt þessari samþykkt að þakka að ég get geymt mandarínur í töskunni minni í dag, án þess að setja þær í poka!!!

19.9.05

Vala er svo mikill snillingur! Kókið hérna í Danmörku er náttúrulega verulega ógeðslegt og ódrekkandi. Hverjum öðrum en aðal kókistanum hefði dottið í hug að flytja með sér þrjár 1/2 lítra kókflöskur fyrir okkur til að gæða okkur á þegar nammidagurinn leit dagsins ljós?

Mmmm hvað ég fékk gott kók á laugardaginn...
H0h0h0h0... djöööfull er Einar smooth. Hann hringdi í dell út af diskunum og var alveg level headed og cool. Sagði konunni að þetta væri alveg ekki málið þegar hún tjáði honum að það væri ekki hægt að koma og setja nýju diskana í fyrr en eftir 2 - 3 daga. Það samræmist sem sagt ekki ábyrgðinni og whatnot.

Enda niðurstaðan er að Einar pimpaði í gegn að við fáum 80 GB diskana okkar aðeins fyrr, en þurfum að setja þá sjálf í (sem mun ekki voida ábyrgðina). Í bónus fáum við að eiga 60 GB diskana og fáum líka splunku nýjan LAZER (búúúið ykkur undir lazer show!!) prentara gefins.

Jeiijj..

Nú þarf ég bara að kaupa mér lítinn, sætan flakkara fyrir 60 GB diskinn. Þá á ég Emmu með 80 gíg, nýju sætu með 80 gíg og tæní flakkara með 60 gíg.

18.9.05

Það erfiðasta við að kaupa nýjan laptop, er að ákveða hvað hann á að heita......
Dell maðurinn mætti á pallinn hjá okkur með nýju laptopana okkar á föstudaginn. Þeir eru fallegir og sætir og ljóma eins og sólin eða ég á nammidögum.

Við drifum okkur í að rífa þá upp og koma því svo fyrir að það mætti kveikja á þeim. Þeir störtuðu að sjálfsögðu upp í Windows XP, með tilheyrandi óhljóðum og overkill fallegheitum. Svona upp á funnið, ákvað ég að sjá hvað það væri mikið pláss á disknum hjá mér þegar aðeins windows væri installerað og sá þá, mér til mikillar óánægju að dell fólkið hafði óvart látið okkur BÆÐI fá 60 GB diska í stað þeirra 80 GB sem við pöntuðum og jú, borgðuðum fyrir. Öll daðurstilbrigði við nýja bjútíið verða því að bíða fram yfir helgi, eða þangað til að ég er komin með nægilega feitan disk. Þá ætla ég að strauja hana og frelsa hana í open source heiminn... Vá hvað hún á eftir að verða hot þegar hún er komin í Ubuntu..
Þoli ekki þegar ég er að brjóta saman tómar jógúrt fernur og þær ná að spýta síðasta jógúrtinu út um allt og ég lít út eins og bukkake girl
Innkaupalistinn okkar er í ruglinu. Við erum með svona litla skrifblokk sem við skrifum alltaf niður í hvað okkur vantar. Svo kippum við efsta blaðinu með okkur í búð næst þegar við heimsækjum slíka stofnun. Í dag stendur m.a. Yogi Bear (sem á held ég að tákna Yoggi, sem er jógúrt sem Einar telur hnossgæti mikið og gott) og Jennifer Ashiton (sem á að tákna ashiton til að fjarlægja naglalakk).

Ég býð ekki í hvernig listinn eigi eftir að líta út eftir nokkra mánuði ef þetta er þegar komið út í svona eftir fyrsta mánuðinn.
Í gær upphófust miklar samræður á milli mín og Einars um hvað svæðið á milli varar og nebba héti.

Ég vildi meina að þetta héti "yfirvör".
Einar vildi meina að þetta héti "varaflipi".
Vala vildi meina að geðheilsa okkar væri umdeilanleg.

16.9.05

Nei, ég bara get ekki verið sammála símhringingum með brotum af lögum sem loopa aftur og aftur. Engan vegin. Í guðana bænum hafið "ring-ring" hringingu. For fork sake!

15.9.05

Veiveivei.. Bara 30 mín í að ég leggi af stað til að sækja Völu sín út á flugvöll..
Heimlich!
Sko. Þetta byrjaði allt með því að ég var að gera grín af semifórum og þá kom Einar og potaði í læra harðsperrurnar mínar. Stuttu seinna kom ég aftan að honum og gerði Heimlich Maneuver (it's not really a maneuver yet.. it's more of a gesture really!). Það var svo fyndið að við hlógum okkur næstum því til dauða. Eftir það upphófst mikill og æsispennandi eltingaleikur þar sem að Einar reyndi að Heimlicha mig og ég reyndi að vera ekki heimlichuð. Á endanum lét ég í minni pokann. Við skulum samt bara segja að ég sé glöð að geta sjálf-heimlichað mig með stól, vegna þess að ég myndi örugglega kafna áður en Einar gæti bjargað mér frá köfnun með sínum heimlich-tilburðum.
Jeijeijei.. jeijei. Ég var að bóka fyrir okkur helminginn flug til og frá Vínarborg í haustfríinu okkar. Þetta kostaði fyrir okkur bæði 1300 krónur. Við vorum reyndar líka búin að finna flug á sama verði til Brussel og annað fyrir 1200 kr. til Berlínar. Við ákváðum samt að skella okkur á Vínarborg. Bæði margt að skoða og svo er líka hægt að heimsækja Maddlúinn sinn þar, en hann og söngfuglinn hans hafa haldið til þar upp á síðkastið.

VEIIIIJ :oD
Það er ógeðslega tricky að borða morgunkorn. Alltaf, þegar það er að klárast, eru hlutföllin aðeins mjólkinni í vil. Þá bætir kona gjarnan við smá morgunkorni, en helst til of miklu, þannig að það vantar smá mjólk.....

Sagan endalausa, þangað til að kona gefst upp og lepur mjólkina í botninum al bran lausa..

14.9.05

Váh. Ég var víst klukkuð.

Hér koma þá fimm atriði (af handahófi) um sjálfa mig:

1. Þegar ég var ponsa, þurfti ég að ganga í spes skóm (skalaskór hétu þeir) í krummafæti, því ég var innskeif og hjólbeinótt. Það var víst meðal annars vegna þess að ég byrjað að labba alltof snemma. Mér lá víst á.

2. Ég get hrist á mér augasteinana á ofur hraða án þess að færa hausinn, ég get sett tunguna á mér á nefbroddinn minn, ég get hreyft á mér eyrun. Ég get líka fært hausinn til hliðar eins og egyptar í teiknimyndasögum.

3. Ég er krónískur draslsafnari og finnst fátt skemmtilegra en dót sem er það sniðugasta síðan hundur í peysu í 10 mínútur, en hálf leiðinlegt eftir það. Vandamálið er að ég treð dótinu svo ofan í skúffu, þar sem ég snerti það ekki, þangað til nokkrum árum seinna, þegar ég tek til í skúffunni. Þá er dótið aftur það sniðugasta síðan hundur í peysu og ég fæ mig ekki til að henda því...

4. Núna, er fyrsta skiptið á minni æfi sem ég bý ekki heima hjá foreldrum mínum. Þetta er líka í fyrsta skiptið á minni æfi sem ég bý annarstaðar en á Íslandi. So far er ég að plumma mig mjög vel.

5. Næstum því allar bækur sem ég hef lesið sjálfviljug (ekki skóla) síðan ég var 11 ára hafa verið á ensku. Ég las The Eyes of the dragon þá og hún er ennþá uppáhalds bókin mín. Ég hugsa oft óvart á ensku. Stundum vantar íslensk orð yfir ákveðna hluti..


Klukka Adda, Maju, Dagnýju, Laugu og Þarfagreini!
Ég veit ekki hvort að danir reyki meira pr. manneskju en íslendingar. Ég veeeeit ekki. Þeir reykja á fleirri stöðum, það er alveg víst. Það má reykja inni í skólanum á kaffistofunum og svo eru þeir ekkert mikið að spá í reyklausum svæðum á veitingastöðum. Það tísti samt í mér í dag, þegar ég fór að fá mér að pissa. Ég fann einhverja rosa sígarettulykt og tók þá eftir að það var öskubakki fastur við hurðina á klósettinu. Heheh.. þeir reykja sem sagt líka þegar þeir eru að gera nr. 2 á almenningsklósettum....

13.9.05

Kennarinn okkar í concurrent systems er soddans snillingur. Hann notar allskonar hjálpartæki (neeeei.. ekki þannig!) við kennsluna til þess að útskýra betur hugtökin. Hann er yfirleitt með glærur sem hann leggur ofan á hvora aðra til að sýna mismunandi eiginleika og aðgerðir og svo notar hann ýmiskonar bréfaklemmur, blýanta, litlar pílur og dótarí ofan á glærurnar. Um daginn kom hann t.d. með 2 leikfangalestir og teina með sameiginlegum samskeitum, sem hann lét þær keyra yfir.

Upp á síðkastið hefur hann notað sem dæmi eskimóa sem skríða inn í rosalega þröngt og dimmt snjóhús. Inni í snjóhúsinu er svo krítartafla. Þar sem að snjóhúsið var svo þröngt, geta eskimóarnir annað hvort tekið með sér krít, og krítað númer á töfluna, eða vasaljós og lesið á töfluna. Það er ekki pláss fyrir bæði. Þetta dæmi hefur átt við síðustu 2 tíma.

Í gær hinsvegar, þá var kynnti hann til sögunnar nýja hluti. Að því tilefni tók hann upp venjulega útlítandi krít. "This is a chalk" sagði hann, og krotaði aðeins á töfluna með henni. "But it is also a flash light" sagði hann og snéri henni við og kveikti á einu minnsta vasaljósi í heimi. Hahhaha. Gaurinn actually bjó til krítar-vasaljós...
Sá þetta próf hjá Þarfagreini og ákvað að prufa.

The Expatriate
Achtung! You are 38% brainwashworthy, 18% antitolerant, and 38% blindly patriotic

Congratulations! You are not susceptible to brainwashing, your values and cares extend beyond the borders of your own country, and your Blind Patriotism does not reach unhealthy levels. If you had been German in the 30s, you would've left the country.


One bad scenario -- as I hypothetically project you back in time -- is that you just wouldn't have cared one way or the other about Nazism. Maybe politics don't interest you enough. But the fact that you took this test means they probably do. I'm gonna give you the benefit of the doubt.

Did you know that many of the smartest Germans departed prior to the beginning of World War II, because they knew some evil shit was brewing? Brain Drain. Many of them were scientists. It is very possible you could have been one of them.

Conclusion: born and raised in Germany in the early 1930's, you would not have been a Nazi.The Would You Have Been A Nazi? Test

- it rules -


My test tracked 3 variables How you compared to other people your age and gender:
free online datingfree online dating
You scored higher than 47% on brainwashworthy
free online datingfree online dating
You scored higher than 15% on antitolerant
free online datingfree online dating
You scored higher than 51% on patriotic
Link: The Would You Have Been a Nazi Test written by jason_bateman on Ok Cupid

12.9.05

Áðan brugðum við okkur út í búð(ir). Helmingurinn hló svo mikið af fótfimi minni þegar ég dansaði tignarlega niður stigann, sökum sárustu vöðva hérna megin við Ishoj Bilka, að hann kafnaði næstum því. Reyndar hafði hann hlegið að mér stuttu áður þegar ég hafði sitið í sófanum mínum með Emmu í fanginu nógu lengi til þess að gleyma því að ég væri ekki lengur með fullstarfandi fætur. Ég hafði sökkt mér niður í fillets leikinn (Ubuntu fólk: Synaptic Package Manager - fillets-ng og fillets-ng data) og ekki hlýtt fyrstu 10 - 15 "jæja, eigum við að fara að drífa okkur út í búð" köllunum hans. Ég spratt á fætur, hljóp yfir alla stofuna og ætlaði að knúsa hann honum til huggunar, en fæturnir gátu engan veginn borið mig. Ég hoppaði á fætur og þegar ég hafði hlaupið nokkur skref tók við slíkur sársauki að fæturnir algjörlega gáfu sig og ég hrasaði á hann með opna arma.

No pain no gain......
Helvítis lunges! Ég veit alltaf að ég á eftir að vera farlama (heheh.. lhama) og ill-labbandi eftir þær, en svo gríp ég bara samt til þeirra. Það er ekki fallegt að búa á 3. hæð (2. hæð upp á dönskuna samt) og koma heim úr ræktinni eftir lappalyftidag.

11.9.05

Mmmm. Við tókum þá ákvörðun að hafa alltaf fínan sunnudagsmat. Í kvöld borðuðum við svooooo góðar nautasteikur með rauðvíni og allskonar fíneríi og svo hollan, heimatilbúinn ís í langt-á-eftir rétt.

Life is good.
Í búningsklefunum fyrir íþrótta-aðstöðuna í skólanum er svo vinalegur spegill. Þetta er svona skinny spegill. Það sem meira er, þá er lýsingin líka vinaleg! Ef ég stend á nærfötunum og skoða mig í vinalega speglinum í vinalegu lýsingunni, þá sé ég geðveika definition á magavöðvum, upphandleggsvöðum og lærvöðvum. Þá lít ég út fyrir að vera megach1x0r með mega magavöðva.

Ef ég er vappandi um á nærbuxunum heima og stoppa til þess að skoða mig í speglinum (sem ég keypti og setti upp nota bene. Hann ætti að lúta vilja mínum!), þá lít ég ekki út fyrir að vera megach1x0r með mega magavöðva. Eiginlega þvert á móti!

Þetta er samt ansi sniðugt trix. Hvetjandi að fara í ræktina til þess að geta dáðst að mér í nærfötunum í vinalega speglinum með vinalegu lýsingunni eftir átökin....
Benni minn fer að fara á bílasölur hvað úr hverju. Spennan magnast..

9.9.05

Oh. Það virðist vera að ég eigi í einhverjum vandræðum með fínhreifingar. Lendið þið aldrei í því að vera að tannbursta ykkur og svo allt í einu missa tannburstan út úr ykkur og bursta smá á ykkur hökuna? Þetta gerist alveg 2x í viku eða eitthvað hjá mér. Hats0rsit!
Upp er runninn föstudagur. Ákaflega skýr og fagur.

Bölvaður dónaskapur! Á morgun verður bróðir minn, hann Daði 25 ára og kærastinn minn, hann Einar, 26 ára. Við Einar tækluðum áðan pakka fyrir bróðurinn, sem fer til lands elds og ýsu með móðursysturinni sem gisti hér í nótt og á bókað flug heim í kvöld.

Hin gjöfin er hinsvegar meira og erfiðara mál. Ég er ömurleg kærasta! Ég er ekki ennþá búin að kaupa neitt fyrir melinn. Á sama tíma í fyrra var ég komin með silfur ermahnappa með móðurborði og USB cupwarmer af thinkgeek í hendurnar. Ég er bara blanko á hugmyndum. Honum langar ekki í neitt og vantar ekki neitt. Svo keypti hann sér barasta gítar þegar við komum hingað.

Össssssssssss

8.9.05

Ég varð fyrir miklu áfalli í gær. Ég hafði í sakleysi mínu keypt vínber og þegar ég stakk einu upp í mig eftir að ég var komin heim var eitthvað kröntsjí inni í því. ANDSKOTINN! Það kom í ljós að vínber með steinum eru ennþá framleidd. Af hverju gerir fólk svona?
Veiveiveiveiiiveiii... Við erum að fara að panta okkur nýja laptoppa. Þeir eru sætir og fínir og eru frá Dell. Ég hlakka svo til að mér klæjar í tásurnar. Hmmm.. Reyndar ekki. Það væri líka eitthvað funky tilhlakk. Heima er sama vél með verri örgjörva, verra netkorti, verra minni, ekki með auka batteríi... tja.. verra stuffi á tilboði á 220.000. Okkar kosta minna með 3 ára ábyrgð og 3 ára slysatryggingu sem tekur á því ef þú missir hana, hellir á hana o.s.frv. Ef hún bilar eða skemmist kemur einhver í síðasta lagi næsta dag á eftir heim til þín og gerir við hana eða lætur þig hafa nýja. Það er eitthvað annað en þegar Emma var uppi í Nýherja uppi í hillu í rúmlega viku þegar hún var lasin. Djöfull var það pirrandi. Kjánalegt af þeim að senda einfættan mann á línuskauta í gegnum sahara til að ná í varahluti fyrir sig.

Mig langar reyndar líka sick mikið í svona pínutölvu með 12" skjá sem er svo þunn að hún passar í seðlaveski. Stórt seðlaveski. Kannski næst.

Oh.. ég var bara að kíkja á heimabankann og sá að millifærslan var komin í gegn, svo við getum pantað. Einar er í sturtu. Ég vil panta NÚNA! Spurning um að skrúfa frá heitavatninu á full speed inni í eldhúsi og sjá hvort að hann hætti skyndilega í sturtu... *hmm*

7.9.05

Brent barn froðast eldinn..... Eða fær sér að minnsta kosti aloe vera.
- Ekki drykkjarjógúrtið samt. Tja.. nema það hafi borðað ógeðslega sterkt burrito

Hann: subbulegt [insert link]
Ég: já.. eins og ég opni url frá þér :P
Hann: Hvað hef ég svo sem sent þér í nálægri tíð sem er svo hræðilegt ?
Ég: Ég myndi ekki vita það, það er svo langt síðan ég hætti að opna linka frá þér.
Ég skammast mín svo. Það er svo ljótt að gera grín að svona. Í dag var maður að kenna okkur sem talaði með þannig hreim að hann sagði ekki r heldur w. Pwogwam pawametews.

Mig langaði svo mikið að heyra hann um að segja: "scwewy wabbit. Heh-heh-heh-heh-heeeh"
Það er alltaf verið að spamma mig með upplýsingum um félag kvenna í upplýsingatækni iðnaðnum (tölvunarfræði, verkfræði..), en það er víst eitthvað nýtt félag sem er stofnað af því að við erum minnihlutahópur. Mér finnst þetta svo hallærislegt að ég gæti grátið. Kannski ég ætti að athuga hvort það sé til félag karlmanna í hárgreiðslu. Eða félag karlmanna í hjúkrunarfræði.

6.9.05

Mig vantar svo eitthvað hobby á kvöldin. Er farin að skoða föndurblöð og ég veit ekki hvað. Endaði í að gera eitt svona núna. Ekki búið til neitt svona í lengri tíma. Svolítið kiddy rhyme. Voðalega morbit eins og flest sem ég skrifa....

He couldn't help but think,
he should have stayed in bed,
but he had another drink
and drowned his dreams instead.

One by one they sunk,
deep into the night,
with every drink he drunk,
the more they seemed to bite
Ég fór að lyfta áðan eftir skóla. Þetta var í fyrsta skiptið síðan við fluttum út, því ég hef bara tekið brennslu hingað til eins og kjáni. Ég tók bringu, bak, axlir, bi- og triceps. Hálf skelf ennþá í efripart líkamans. It hurts good.

Það voru bara strákar að lyfta. Ekki ein einasta stelpa. Ég hef reyndar aldrei séð stelpu að lyfta þarna. In fact þá hef ég bara séð einu sinni séð stelpu að æfa í öll skiptin sem ég hef komið og þá var hún að labba á hlaupabretti. Samt eru langflestar dönsku stelpurnar allar gífurlega flottar. Þetta þykir mér sérstaklega ósanngjarnt, þar sem að danir éta óhollan mat og drekka mikinn bjór. Ég veit það vegna þess að ég þarf stundum að hafa mig alla við þegar ég er að leita að einhverju hollu. Þegar ég held að ég sé í gúddí, þá er það samt allt fake! Keypti mér t.d. samloku með kalkúnabringu og grænmeti í skólanum um daginn og þá var hún bara allt í einu með remúlaði. Þeir kunna ekki hollt! Meira að segja prótein bars sem er hægt að kaupa í búðunum eru nánast bara sykur.

Síðan að þetta með samlokuna kom fyrir hef fundið mér EAS díler á netinu og búið mér til nesti fyrir skólann.

Kannski eru stelpurnar hérna svona miklar gellur, af því að þær hjóla svo mikið. Hver veit!?

Í dag er annars góður dagur. Ísvélin sem ég keypti mér er tilbúin til þess að mala fallega þegar okkur hungrar aftur og búa til ís úr innfluttu Splenda (Palli var svo yndæll að taka með sér splenda frá Íslandinu, en það fæst ekki hér sökum þess að það er Amerískt eða eitthvað) og öðru góðgæti. Mmmmmmmtilhlakk!
Maginn minn gefur frá sér svo reiðileg hljóð að ég held að bráðum fari hann að stofna verkalíðsfélag. Murrrrr... segir hann.

5.9.05

Það er vesen á karate í Danmörku. Enginn karateklúbbur sem kennir stílinn "okkar" í raunsærri fjarlægð. Hmmm... okkur virðist vanta nýja íþrótt til að æfa.... Bölvað! Ætli ég endi ekki í boccia eða curling.. Heheheheh.. Nei!
Æi neiiii.. má ég ekki lúlla bara PÍNU lengur. Hmmm... Sem betur fer er ég að fara að kaupa miða á Depeche Mode á eftir. Reddar mér alveg...

4.9.05

Hér er mynd af garðinum mínum... Hann á ennþá ekkert gras.

Jæja. Þá er litli Pú bænarí farinn í lestinna sem fer með hann í lestina sem fer með hann á flugvöllinn sem geymir flugvélina sem fer með hann til Íslands. Það var frábært að sjá hann, þó það hafi verið helst til stutt.

Af mér er það helst að frétta að ég hef hafið garðrækt. Ég keypti þetta líka snilldar sett sem í var ponsu bakki (c.a. 10x10 cm), jarðvegur (þurfti reyndar að láta hann liggja í vatni í góða 5 klukkutíma áður en hann varð nothæfur), tvennskonar grasfræ, grindverk, steinar, "keep of the grass" skilti og skæri til að halda grasinu í skefjum þegar það lætur sjá sig. Svona lítur þetta sem sagt út. Eftir 5 daga má ég eiga von á að skarpari grasfræin fari að koma upp, en það gætu liðið allt að 20 dagar í að bluegrass komi upp (enda frá Kentucky. Langt að fara). Ég hlakka ekkert lítið til að eiga alvöru garð.

Annars sá ég fullt af annarskonar bökkum sem mig langar mikið í. Samningaviðræður við helmingin hafa þegar farið á stað, en mig langar m.a. í strandar-sandkastala kit, Zen meditation kit, Zen garden og marga, marga fleiri...
Þegar við vorum úti í Bandaríkjunum, á Waffle house varð bróður mínum það að orði að honum liði eins og hann hafi saurgað musterið sitt. Það var alveg rétt. Þetta var rosalega gott, en þvílíkur og annar eins viðbjóður. Okkur fannst öllum eins og við værum að hreinsa systemið með því að drekka smá kók á eftir þessu fitubrasi.

Í dag líður mér eins og ég hafi saurgað musterið. Ekki nóg með að það hafi verið nammidagur í gær, þar sem að við borðuðum brauð með pepperóní og osti í morgunmat, með bakkelsi í eftirrétt, og svo pizzu í hádeginu. Neinei. Ekki nóg með það! Við fórum við líka í "candy megastore", en það er stærsti nammibar í.. eh.. heiminum. Eða.. man ekki. Allavega Skandinavíu. Hann er í húsi á 2 hæðum og hvert nammið er girnilegra en hitt. Ég, Einar, Palli og Gúndi keyptum okkur samtals örugglega hátt í 2 kíló af sælgæti. Eftir að hafa hámað í sig nammi yfir ýmsum skemmtunum (m.a. póker til að vígja nýja pókersettið hans Palla. Ég var yfir mest allan tímann en svo voru bara við Einar eftir og við fórum all out í lokinn og drottningin varð víst of cocky). Jájá.. og svo var það náttúrulega Hereford um kvöldið. Musulund er alls ekkert svo óholl, en þegar hún er að hanga með röngum hópum (hvítlaukssmjöri og frönskum og eitthvað), þá verður hollusta hennar dregin í efa.

2.9.05

Úff. Við Einar skelltum okkur í "eldhús"partý og svo á sidsommerfest í skólanum okkar. Eftir alveg töluvert magn af bjór ákváðum við samt að fara með síðasta strætónum heim (og hér bið ég ykkur vinsamlega um að taka eftir hversu skírvélrituð ég er enn..).

Ég: Jæja, kannski við ættum að fá okkur samarin þegar við komum heim (en það er sýrustillandi og þegnar drottningarinnar hafa heyrt hana áður minnast á það með þakklætistón í skrifum sínum og orðinu "uppköst og æla" í sömu setningu.)
Einar: Já, og að borða!
Ég: Ha? Hvað viltu að borða? Samloku með hamborgarhrygg og osti? (en það er réttur sem ég hef eldað ofan í gaurinn og Einar hefur lýst sig yfir að hafa miklar mætur á)
Einar: Nei, kannski bara special K með jógúrti.

*Þegar við komum heim tek ég til Special K, jógúrt og vatnsglös með samarini og set á borðið*

Einar: Jáááá.. mig langar ekki í svona.
Ég: Og hvað langar þig í?
Einar: Kannski bara brauð með hamborgarhrygg og osti.

....Það var nákvæmlega þá sem ég gerði mér grein fyrir því að drukknir karlmenn missa hæfileikan til þess að hlusta....
Ég hef nokkru sinnum heyrt orðatiltækið "Old habits die hard". Nú finnst mér Die Hard myndirnar (allavega 1 og 3) vera sérstaklega skemmtilegar, en þessi setning er náttúrulega bara kjaftæði. Í rúmlega eitt og hálft ár hef ég vaknað fyrir fyrsta hanagal á morgnana til þess að rækta mig áður en ég held í skólann eða vinnuna. Eftir að hafa búið rúmar 2 vikur hér í Danmörkunni langar mig hinsvegar til þess að fara að grenja þegar ég þarf að fara á fætur kl. 7 (sem er nb. klukkutíma seinna en ég vaknaði áður, en klukkutíma fyrr miðað við íslenskan tíma að vísu). Þessi vani er bara steindauður, en við Einar kíkjum núna í ræktina í hádeginu í staðinn fyrir á morgnanna.

1.9.05

Ég held að dónalegi parturinn á eplum sé gerður úr því sama og hrossaflugulappir........

En að öðru! Við erum með allavega einn snilldar kennara í Data Security. Hann er breti og er rosalega fyndinn í öllum hreifingum og orðavali. Stundum minnir hann mig einhvern veginn á fugl. Í síðasta tíma sagði hann okkur meðal annars að það væri sérstaklega algengt að fólk notaði fyrir lykilorð nöfn á fjölskyldumeðlimum eða kettinum sínum. Að því tilefni tjáði hann okkur að lykilorðið hans væri EKKI nafnið á kettinum hans, en það er Harley ef við vildum prufa. Ástæðan fyrir því að téður köttur hét þessu nafni var vegna hljóðanna sem hann gæfi frá sér. Það fannst mér alveg sick fyndið.