31.8.05

Stundum eru lappirnar (og með lappir meina ég augljóslega fætur) bara svo þreyttar að þeim langar ekkert að labba meira. Labbirnar. Verst er að afgangnum af mér langar voðalega mikið að vera að rölta um úti nákvæmlega núna.

30.8.05

Ég get ekki hætt að hugsa um það hvort að eldhestar og íshestar heima á Íslandi séu óvinir. Hvort ætli sé góða liðið og hvort vonda? Núna væri hvítur/blár eiginlega góði liturinn, en á móti kemur að ís er rosalega chilly og hljómar ekkert mjög "góður".

Annars eru íshestar að vinna ef marka ber fregnir af heiman um hitastig.

29.8.05

Okay.. ég var að vísu búin að fá mér smá rauðvín, en ég var að taka íþrótta fötin okkar af snúrunni og fannst þetta skyndilega rosalega fyndið:

Minn sokkur og Einars sokkur (36 og 46)
Jammsalagúbagúbb. Fyrsti skóladagurinn búinn og ég ætla að skrá mig úr einum kúrsi og í annan. Þetta breytir stöðunni svo mjög að nú er ég ekki lengur frjáls eins og fuglinn og haustlaufblaðið á miðvikudögum, heldur er ég allt í einu frá 8 - 17 í skólanum þá. Merkilegt nokk, þá gerir þetta einnig að verkum að við Einar erum núna í ÖLLUM sömu tímunum þessa önnina. Það er sérstaklega fyndið þar sem að næstu önn verðum við ekki í neinum sameiginlegum tímum. Já. Haha. Fönní. Hlægið nú.

Egh. Anyways. Ég hefði átt að segja fleiri brandara um frí á miðvikudögum við Einar maar. Veit ekki hvað ég var oft búin að benda á frottesloppa í rúmfatalagernum (Jysk hérna sko) og segjast ætla að fjárfesta í slíkum miðvikudagsslopp... eða hversu oft ég var búin að hóta svaðalegum fylleríum á þriðjudagskvöldum áH barnum í skólanum (með tilheyrandi miðvikudagsútsofi), en þá eru einmitt "international nights". Einar hló líka sæmilega mikið þegar fallega miðvikudagsfríið mitt gufaði upp eins og .com fyrirtæki. Óh, þú hverfuli heimur! Og allt þetta vegna þess að ég taldi mig ekki nægilegt Alpha nörd til þess að hafa ánægju og yndisauka af því að búa til físískan RISC microprocessor í business og pleasure stundum dagsins..

Annars á ég pantaðan tíma í klippingu og strípíngu á föstudaginn. Til viðmiðunar kom hann Einar frá þessari klippistofu áðan, eftir venjulega herra klippingu og fjárhagur heimilsins var 450 krónum (DK) fátækari. Spurning hvað mín kemur til með að kosta! Hmmmmmmmmm

28.8.05

Ég fjárfesti í vikt á fimmtudaginn. Hún er úr gleri með display-i eins og sprengjurnar í hollywood myndum. Já, hún er falleg. Falleg og fickle. Tölurnar á henni hoppa upp og niður eins og á viktinni í the biggest loser, áður en hún staðnæmist á réttu þyngdinni. Ég var svo sem ekkert stressuð, þar sem ég hafði nýlega mælt mig hátt og látt og tölurnar á málbandinu höfðu nú ekkert breist. Ég reif hana samt strax upp úr kassanum sínum og hlunkaði mér á hana. Svo skrækti ég og dróg Einar fram og bað hann um að ræða við viktina og sjá hvort að hún væri ekki bara í ruglinu. Einar og viktin ræddu saman í einrúmi frammi á gangi og plottuðu. Þegar hann kom til baka sagði hann mér að hún hefði barasta rétt fyrir sér. Helvítis samsæri Einars og viktarinnar! Reyndar, einhverra hluta vegna er ég í dag 2 kílóum léttari en á fimmtudaginn, svo að mér er runninn óttinn. Ég hef bara verið svona "heavy" spennt yfir þessu öllu saman að ég hef mælst þyngri en annars.

Hér á bæ hefur samt verið tekinn upp nammidagur aftur, en annars almennt heilbrigði. Við skelltum okkur meira að segja í ræktina áðan. Fín rækt!

27.8.05

Við vorum að gera þvílíka hreingerningu. Tiltekt, afþurkun, ryksug, skúr, klósett- og sturtu þrif, eldavélaþrif.... you name it. Það kom nefnilega í ljós að konan sem þrífur kastalann minn á Íslandi kemur ekki í Danmerkurútibú kastalans. Go figure!

Það er allt annað mál að búa í svona hreinni íbúð!

Myndablogg


Einar er að lúlla. Ég var að búa til morgunmat.. Uss, ég ætla ad vekja hann núna..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

26.8.05

Næstu helgi kemur Palli. Þar næstu helgi kemur Ösp frænka og helgina þar á eftir kemur Vala. VEI. Ég á svo gott fólk sem er svo gott að heimsækja mig.

Annað gott er að við Einar vorum að kaupa okkur kort í ræktinni í skólanum. Hún er voða fín. Fínni en Veggsport sko, en reyndar engir skvass vellir. Fyrir 6 mánuði borguðum við sitthvorar 400 krónurnar. Tæpar 700 krónur íslenskar á mánuði. Nett. Ég get sem sagt ennþá alltaf farið í ræktina áður en ég mæti í skólann, þó ég hafi engan bíl hérna. Vúppíííj.

25.8.05

Grumpedígrumpgrump. Opnaði danskan reikning á mánudaginn og núna er ég að reyna að aktívera heimabanakann minn. Hvernig dettur þessu fólki í hug að neyða konu til að hafa java á firefoxinum sínum til að komast í heimabanka?

24.8.05

Danir framleiða alveg þvílíkt magn af ruslpósti. Á hverjum degi koma alveg nokkrir tilboðsbæklingar upp að dyrum, smekkfullir af nýjustu kostakaupunum í Netto, fotex, fakta, bilka, super brugsen....... o.s.frv. Þetta er eiginlega bara sick fyndið hvað þetta er mikið magn. Við Einar erum allavega ennþá að skellihlægja yfir þessu þegar pósturinn kemur. "Thíhíh. Meiri tilboðsbæklingar". Flestir í stigaganginum mínum eru með svona merki, sem stendur fyrir: "Jáneitakk. Engann ruslpóst venur!" En ég hef ekki ennþá fengið mig til þess að fá mér þannig merki. Heima á Ísalandi var Hagkaupsbæklingurinn með uppáhalds tímaritunum mínum og þetta er eins og að fá 3 hagkaupsbæklinga á dag. Það versta er að ég hef engann tíma til þess að lesa þetta og nær ruslpóststurninn okkar (var hrúga, en hefur stækkað) næstum því upp í loft.

Bráðum verð ég að eiga smá me-time og lesa tilboðsbæklinga síðustu viku.....

23.8.05

Myndablogg


Brúin sem hópurinn minn í kynningvikunni gerði úr rörum, álpappír, bréfaklemmum og öðrum hlutum sem við fengum afhent. Hún hélt 33 bjórum, en vann ekki. Vinningshópurinn var með 41. Hópurinn minn er ég, íri, pakistani, frakki, pólverji, ísraeli, kani og 5 kínverjar..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Úúhú. Fyrsti skóladagurinn minn. Tja. Eða fyrsti dagurinn í kynningavikunni. Intörestínggg..

22.8.05

Myndablogg


Gatan mín, tekið af svölunum mínum..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Váts. Ég er með 2 föstudaga í viku. Ég er nefnilega ekkert í skólanum á miðvikudögum. Þriðjudagur! Ég skýri þig föstudag!
Áðan sá ég 3 eldri konur keyrandi í röð í einni verslunarmiðstö, allar á svona rafskutlumð. Það væri ógeðslega fyndið ef þær væru svona mall-bullies. Króuðu fólk af úti með rafskutlunum í horni og potuðu í það með stöfunum sínum.
Ég eldaði lasagna í gær, en hér má kaupa hvítu lasagna sósuna í dósum. Brill. Brill! Annars taldi ég mig vera ansi, helvíti vel setta þegar ég fann mér kalkúnaspægjupylsu sem er miklu hollari en öll önnur spæjó og lítur töluvert djúsí út. Ég var með sælubros á vörunum alveg frá því að ég borgaði kassastarfskvendinu og þangað til ég beit í gróft brauð með kalkúnaspæjó í morgun. OJBARA. Djöfulsins ógeð. Fór í ruslið eftir 2 bita.

I'll try anything twice. Tékka á þessu aftur á morgun. Heheh.

21.8.05

Fullorðinslego
Jæja.. þá erum við búin að setja saman eitt fullorðinslego (kommóðu úr ikea) svo ég bý ekki lengur í ferðatösku. Eða sko.. ég bjó eiginlega aldrei í ferðatösku, en fötin mín....... yeah.. þið skiljið mig. Ég var líka rétt í þessu að setja upp spegil inni á gangi, því að allir vita að kvenmenn geta ekki búið í íbúð án a.m.k. eins full-size spegils.

Þvottavélin malar fallega í takt við uppþvottavélina, ég er að ná tökum á því að elda með gaseldavél... Þetta er eiginlega bara alveg orðið heimili!

20.8.05

Myndablogg


Garðurinn minn kl. 10 í morgun.. Tekið út um eldhúsgluggann

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ég segi meira að segja 5-aura brandara í svefni..

Í draumnum mínum vorum við Vala og Halli hennar á skautum (sem er nógu friggin' fyndið ef þið þekkið Völu). Halli stoppar og bendir á strák og segir: "Sjáðu strákinn þarna í svörtu peysunni? Hann er sá sem vinkona mín var að byrja að dansa við dansa við!" (no clue.. Þetta er draumur sko).

Ég: "Eh.. nei. Hann er að skauta. HAHAHAHHA".

Yup. Ef ég ætti 5 aur fyrir alla 5 aura brandarana mína ætti ég nóg fyrir allavega einni kókómjólk.

19.8.05

18.8.05

Við skruppum í Bilka, sem er Wal-Mart Dana í dag. 25.000 krónum seinna......

11 pokar af mat, kryddum, hreinlætisvörum og þess háttar, 2 pör af skóm, kassi af carlsberg, 8 rauðvínsflöskur....

Já. Það er satt. Það er FUCK dýrt að búa á Íslandi!
Á flugvellinum í gær heyrði ég í John Goodman. Verst að það var bara röddin hans, en ekki hann sjálfur mættur á staðinn. Einhver tuskulegur, hálf pervisinn (í samanburði) Ameríkani með sítt af aftan sat þarna og talaði með röddinni hans. Hefði ég verið aðeins syfjaðari, hefði ég þrammað upp að röddinni hans John Goodman og sagt honum hversu vel ég hafi kunnað að meta frammistöðu hennar í The Emperors New Groove og Monsters Inc.

17.8.05

16.8.05

Vaðlaheiðavegavinnuverkfærageimsluskúrslyklakippuhurðahringur.

Yeah.. Fávitar. Ég get lengt þetta án þess að hugsa mig um. Whooolah:

Öxnadalsheiðavegavinnuverkfærageimsluskúrslyklakippuhurðahringur
I said brrrrrrrr... it's cold in here. There must be some Óskin in the atmosphere.
Birr hvað mér er kalt. Ég var að gefa Benna, drottningarvagninum, sponge-bath og sturtu í þessari slagveðurshaustrigningu.

Ég barasta gat ekki beðið lengur eftir góðu veðri. Fer út á morgun. Það versta við þetta allt saman, er að Hollywood hefur kennt mér að stúlkur geti ekki svampþvegið bíla nema í stuttbuxum úr klipptum gallabuxum og í bikinítopp. Ég skalf eins og þungarokkari í aerobiktíma í múderingunni, sérstaklega þar sem að það tók 4 klst að þrífa hann frá þaki til felgu (toppi til táar á bílamáli). Tja.. reyndar trillaði ég honum inn í bílskúr á meðan ég brisugaði hann og þreif hann innan í og pússaði felgurnar hans.

Vill einhver kaupa Peogeot 206, 2000 árgerðina, einlitan, með krómi innan í sér, álfelgum, mp3 spilara og öllum þeim aukahlutum sem voru til back in the days? Foreldrarnir sjá víst um að selja hann fyrir mig...

15.8.05

Myndablogg


Ég á eftir að sakna þín mest king size rúm...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Eftir ákveðna bakgrunnsvinnu leifi ég mér að fullyrða að líf mitt kemst ekki fyrir í einni ferðatösku.
*Grát og gnístan tanna* Það er svo ljót þegar kona þarf að gera upp á milli fatanna sinna. I lurv 'em all.. *sniff*

14.8.05

70% Absinth, Gin og tonic, bjór, drykkjuleikir og bland í poka......

Hljómar eins og ágætis leið til að eyða laugardagskvöldi/nóttu. Í dag er ég samt ekki þunn eins og söguþráðurinn í sápuóperu! Eina leiðin til að sjá í gegnum mig væri að kíkja upp í munninn þegar ég geri ítrekaðar tilraunir til að fara úr kjálkalið með geispum. Djö hvað ég er sybbin. Við vorum komin heim eitthvað í kringum 4:30. Get ekki fyrir mitt litla líf skilið fólk sem getur staðið í þessu hverja einustu helgi. I just don't have the power captn'.

13.8.05

Vissuð þið að dýrasta fargjaldið til köben (aðra leiðina sem sagt) á almenningsfarrími er rúmlega 78.000 krónur? Þetta veit ég sem sagt vegna þess að þeir tengja þetta við verð á yfirvigt...

Sæddl. Miðar fyrir mig og Einar fram og til baka kostuðu töluvert minna.

Myndablogg


Hahahaha aftur. Það er hægt að kaupa hestaskötubangsa í hagkaupum

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Hahahah.. Ég er orðin risi..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

12.8.05

Í dag var "síðasti dagurinn" minn í vinnunni. Ég ætla reyndar að vera á morgun líka í svona 8 - 10 klst, en það telst víst ekki sem dagur því að það er laugarthingamaddjigg. Það telst sem helgi.

Við skoðuðum Mobile Applicationið sem ég er búin að vera að gera á keppnis Pocket PC og það var svo fínt. My baby is all grown up. Svo var skálað í viskíi sem er víst hefð þarna í þróunardeildinni þegar það kemur út ný version af einhverju kerfi. Við drukkum m.a. tælenskt viskí sem var soddans óbjóður að við drukkum það öll 5 sem skot. Ég held að það hafi staðið "Tréspíri með matarlit" á miðanum. Við getum ekki verið viss, því að þetta var á útlensku.

Góður dagur. Ég veit að á morgun er laugardagur og ég get nú ekkert sagt að ég nenni rosa mikið að vinna heilan vinnudag þá.... en á móti kemur að það er nammidagur, svo ég get verslað nammilandsstuff og svona til að halda mér félagsskap :o)
Hver myndi vinna ef Batman og Superman færu í slag..?

11.8.05

Myndablogg


Sjáið blómið í miðjunni. Þetta stóra! Það er mjög hátt til lofts í kastalanum og það nær næstum alveg upp í loft. Þið getið borið það saman við dyrnar til að fá betri tilfinningu fyrir þessu. Mamma og pabbi fengu þennan vin í brúðkaupsgjöf frá bróður pabba, sem var þá bara 15 ára. Þegar ég var ponsa, þá veiktist það. Það var klippt niður í lítinn, laufblaðslausan stubb og það var sett rautt vax á sárið. Því var ekki hugað líf. Öllum að óvörum braggaðist það og stækkaði semsagt miklu hraðar en ég. Aaanyways. Við fluttum hingað þegar ég var 17 og mig hefur lengi grunað að það hafi verið útaf því að það var ekki pláss fyrir þetta blóm lengur í gamla húsinu....

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Stundum velti ég því fyrir mér hversu stór hluti af fólki myndi velja það að lifa ef það fengi eitthvað val þar um.

Ég er ekki að tala um fólk sem er eitthvað þunglynt eða á við einhverja sjúkdóma að stríða. Ég á bara við "venjulegt" fólk.

Ég er heldur ekki að tala um eitthvað sérstaklega grúsömm og blóðugan dauðadaga. Bara nei = taka úr sambandi eins og í the matrix.

Eitthvað segir mér að fjöldinn gæti komið okkur að óvart.

10.8.05

Mínus: Það er geðveikt mikið að gera hjá mér
Plús: Eftir nákvæmlega viku verð ég í flugvél á leiðinni heim

9.8.05

Stundum velti ég því fyrir mér með fullri alvöru hvort að einhver sé í fullri vinnu við að spreyja vatni úr úðabrúsa á fólk og hluti sem leika í auglýsingum...

5.8.05

Ottó er lasinn. Elsku Ottó minn. Lífslíkur þinnar tegundar minnka með hverri kynslóðinni. Ekki deyja út í bláinn! *sniff*
Hei allir saman!! Til hamingju með daginn!
oh.. ég meika ekki fólk sem klappar þegar það er að hlægja.. Hvað er það??

Hahah.. *klappklapp* HAHAHA.. ÉG ER SELUR
Ég hata grínþætti sem snúast um grannar og sætar heimavinnandi húsmæður og ljótan/feitan/ljótan og feitan kall sem er karlremba. Alveg gæti ég gubbað þegar hundraðasti þátturinn kemur þar sem tönglast er á því að karlmenn og konur hugsi bara öðruvísi.. konur muni bara uppskriftir og karlar viti allt um græjur.

4.8.05

Í gær var ég í armani jakka, bleikri skyrtu, bleiku pilsi, sokkabuxum og stígvélum.

Í dag er ég í sweat-skirt, bláum og hvítum bol úr walmart, kvartsokkum og skechers skóm.

Ökli eða eyra... Bæði persónuleiki minn og fataskápur hafa skarð.. nei.. helvítisgjá sem klýfur þá í tvennt..
Bróðir minn er stundum svo mikil steik. Ég skil ekki alveg hversvegna. Ekki er ég svona... *hóst*

Einu sinni þegar hann bjó ennþá heima hjá okkur rétti hann mér leikbæjar bækling og hafði hann opinn á einni opnunni. Hann spurði mig: "Hvað á ég og eitt dótið á þessari blaðsíðu sameiginlegt?"

Ég skoðaði vel og lengi, en fann hvergi eitthvað sérstaklega augljóst. Þegar ég játaði mig sigraða, benti hann á stóru tánna á einni dúkkunni. Þar leyndist einhver sá minnsti broskall sem nokkurntímann hafði verið teiknaður.

"Sjáðu!", sagði hann og vippaði sér úr öðrum sokknum og beraði stærri útgáfu af broskallinum á stóru tánni sinni, "Við erum bæði með broskall á hægri stóru tánni".

..Eftir á að hyggja þá bara skil ég ekki hvernig þetta gat farið framhjá mér!
2 ár :o)
Stjörnuspáin mín í dag segir:

Ekki ofvernda náungann, hættu því. Þú ert kannski utan við þig um þessar mundir en þegar vinir þínir eða aðrir nákomnir eiga í vandræðum þá bregst þú ávallt skjótt við. Þú hefur skarpar gáfur og ættir ekki að hika við að treysta á þær. Á sama tíma hefur þú óbeit á óheiðarleika og tilgerð.


Vá.. Ég held að hún hafi spjallað við netprófin hún þessi. Já.. merkilegt.. ég hef einmitt skarpar gáfur og mér er illa við óheiðarleika og tilgerð!! Hvernig vissi hún? ÞETTA ER ÓTRÚLEGT!

Þess ber að geta að ég tek meira mark á netprófum heldur en stjörnuspám.
Here Pocket PC, have a cookie!

3.8.05

Ef þeir drepast ekki við þetta, eigum við von á stökkbreyttum krókódílum!
Foreldrarnir fjárfestu í krókódíla-matargjafavél um daginn. Það er sem sagt svona sorpkvörn í vaskinum. Þau kynntust þessu úti í Ameríku og þeim þykir þetta það svalasta síðan Fonzie. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég leifði henni að borða 3 heila blettatígra-banana í gær til að prufa.

"BZZZZZZZZZZZ"

sagði hún (en sorpkvarnir tala sama mál og randaflugur og hjálpartæki ástarlífsins) og smjattaði á þeim. Þeir snérust í nokkra hringi og svo fóru þeir til banana helvítis, þar sem krókódílar gæða sér á sundurskornum leifum þeirra að eilífu. Allavega fram á föstudag.

Ég hef gert þau mistök nokkrum sinnum að gleyma tilvist þessarar maskínu. Hún er nefnilega mjög vel falin. Ef ég hef kjánast til að henda einhverju lífrænu og tætanlegu í ruslið, er það fært upp í vaskinn og bíður mín þar, næst þegar ég kem inn í eldhús. Þá fyllist ég skömm.

Núna rétt í þessu, þegar ég kom úr vinnunni... fann ég einhverjar þær mygluðustu brauðsneiðar sem nokkurntímann hafa náðað krókódíla. Þær voru að fela sig og höfðu augljóslega komist upp með það lengi, því þær voru allar grænar og loðnar og nastí eins og geitungur með fyrirtíðaspennu. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að leggja þeim í ruslinu, þar sem ég var með það á hreinu að þær myndu gretta sig framan í mig úr vaskinum næst þegar ég fengi mér vatnsglas.

Þessar brauðsneiðar tók ég varlega upp úr pokanum sínum og með þeim kom grænn reykur! Jáh.. það kemur reykur úr mygluðu brauði. Eh.. Voddah..? Fón? Ég minnti mig á að ég væri afkomandi víkinga og svartálfa, stappaði í mig stálinu og reif þær í tvennt. Upp kom ennþá meiri grænn reykur og ég er viss um að nágrannarnir hafi ekki vitað hvort þeir ættu að hringja í slökkviliðið eða kveikja eld sjálf og brenna mig á báli fyrir kukl. Hefðu þau ákveðið það síðara, hefði vissulega verið fínt að þau hefðu verið búin að hringja á slökkviliðið áður.

Ég hélt niðri í mér andanum, tróð óvættunum ofan í kvörnina, skrúfaði frá krananaum og ýtti á BURNINATE takkann. Þær öskruðu: "Ég er að bráðna, ég er að bráðna! Hvílíkur heimur.. Ó.. Hvílíkur heimur". Svo kom síðasti græna-reykja-strókurinn upp og þær þögnuðu.

Eitthvað segir mér að ég hafi ekki heyrt mitt síðasta frá andsetnu heilhveiti brauðsneiðunum.
Í gær tók ég eftir að sumar neglurnar mínar sáust smá ef ég snéri lófunum upp. Ég ákvað að kannski væri það góð hugmynd að byrja að safna nöglum, fyrst að ég væri alveg komin eitthvað á veg. Í dag gleymdi að ég væri að safna nöglum og nagaði þær. Ég er hætt að safna. Núna á hinsvegar alveg nokkrar svona nagla-afklippur/bítur. Spurning um að byrja að safna svoleiðis í staðinn.
Í gær spiluðum við Palli, Arnar Pallavinur og Tryggvi Pallavinur civilization í 5 klst. Þegar þar var komið við sögu var kominn háttatími hjá mér, og spilið svona næstum því hálfnað. Vorum rétt að skríða upp úr hinum myrku miðöldum með tilkomu púðursins. Djö hvað það væri gaman að reyna að klára heilt svona spil einhvern tímann. Finna upp "internetið" (fræðiorð í gæsalöppum muniði) og eitthvað..

Annars hef ég spilað þetta spil 2x núna og í bæði skiptin verið fyrsta manneskjan til að hefja stríð. Úff.. Ég er svo herská! Spurning um að fara að gera smá soul searching..
Þú ert að grínast í mér?
2 vikur

2.8.05

Bara 4 skálar eftir í All Bran áskoruninni sem ég og William Shatner skelltum okkur á í sameiningu. Ég væri nú að ljúga eins og kona umsemjanlegrar ástríðu, þegar hún er spurð hvort stærðin* skipti máli, ef ég segðist finna einhvern gríðarlegan mun á mér.

* Á bankareikningnum augljóslega.
Ég fer í ljós, tvisvar í viku
og mæti reglulega í líkamsrækt
Ég spila roleplay um helgar
með iPod mini í vasanum...

Raven er chaos warrior. Það þýðir eitthvað rosalega 1337 sem 1337 gaurar hafa búið til. Hún hefur 4x kastað upp á chaos powers, enda komin á 5. lvl.

Síðast fékk hún uncontrolable giggeling sem gefur -1 í charisma.

Passar svo sem ágætlega að hún geti ekki hætt að tísta. Hún er 18 ára. Thíhíhíhíhíh á ágætlega við hana held ég. Það fyndna er samt, að Nautilus, minotaurinn, kastaði upp á á síðasta leveli að hann hlær alveg eins og brjálæðingur þegar hann gerir eitthvað kvikyndislegt. Frábær samsetning. Klíkan að fara að backstabba einhvern og út úr einu horninu heyrist:

MUAHAHAHAHAHAHAHAHW og
thíhíhíhíhíhíh

1.8.05

Skatturinn skilaði mér hundraðogeitthvaðþúsundkalli. Fyndið hvað mér finnst alltaf eins og að hann sé að "gefa mér" eitthvað, þegar þetta er í rauninni bara peningur sem ég átti sjálf fyrir. Af hverju ætli skatturinn þurfi aldrei að borga vexti?

Kvarta samt ekki.
Milljón dollara póskið!
Og Vodafone hlýtur að elska fólk eins og mig..


Vá. Ég fékk mér ponsuskó í Hagkaupum fyrir 1200 kall. Lifi Hagkaup! Þeir svo sem eiga ekkert endilega heima hérna.. en þeir voru svo sætir, að ég ákvað að henda þeim með!


Hér er ég, brosandi yfir því að vera að fara að pæjast. Það er gaman, því ég pæjast svo sjaldan.


Vopnabúrið mitt. Aðalega Dove, en líka djúpnæring, rakakrem, syrpa, nammi og eitthvað svoleiðis (færði nammidaginn yfir á sunnudaginn)


Gaman að lesa syrpu í baði... með leirmaska


Djúpnæringin í action. Fyndið að hafa blautt handklæði á hausnum í 20 mínútur. Úúú.. sést líka í nammipokann minn þarna hægra megin.


Það er auðvelt að greiða hárið sitt eftir að hafa djúpnært það til helvítis.


*Plokkiplokki*


Ávi.. ég skar mig. Var að taka til fyrr um daginn og braut óvart mynd. Setti glerið í ruslapoka og rakst svo utan í part af því sem hafði stungist í gegnum pokann.


*plástr*


*lakk*


Ég er svo lítil dama að svona skraut þykir mér einna fínast. Steinn í svörtu bandi.


Þetta er Beniton bodyspray sem ég keypti einu sinni á Kastrup. Rosa góð lykt af því. Finnst þetta betra en ilmvatn, svo ég nota það sem slíkt.


Ég mála mig með puttunum, af því að... hmm.. BARA!


Augnmálningin komin á. Ég nota yfirleitt alltaf brúna augnskugga, en var að prufa bláa. Held ég haldi mig við brúna...


Komið.. Kinda.


Hárið mitt er næstum allt búið að vaxa aftur eftir að konan snoðaði mig í fyrra.


Svo fór ég heim til Einars..


..drakk smá rauðvín...


..og horfði á Mythbusters shark-special á discovery.


Plásturinn sást eiginlega ekkert í gegnum svartar, þykkar sokkabuxur. Málinu reddað!


Við náðum því miður ekki að klára að sjá þegar gaurarnir kýldu hákarla, því að við áttum pantað borð á Carpe Diem. Hér er leigubíllinn sem fór með okkur þangað.


Ég fékk geðveikt góðan forrétt. Risa hörpuskel. Ég gaf Einari að smakka, en honum fannst þetta vera eins og fiskbúðingur. Pfff... Varþaðekkert! Var eins og hörpudiskur! Hvítvínið sem ég drakk með var örugglega ágætt. Ég er bara ekki nógu mikil hvítvínsmannsekja til að kunna að meta svona.


Einars forréttur var reyndar rosa fínn líka.. Ég hélt samt með mínum!


Nautalundin mín var GEÐVEIK. Ekki svona.. *aaarg.. ég er svo geðveik* geðveik, heldur rosalega góð. Hún var reyndar ekki alveg rare eins og ég bað um, en það skipti engu máli. Var svoooo djúsí og góð.


Eftirrétturinn minn hét Súkkulaði Ganache. Ég spurði þjónin hvað þetta væri og hann sagði að það væri eiginlega bara súkkulaði og.... Well.. He had me at "eiginlega bara súkkulaði". Alveg hreint prýðilegt!


Einar fékk sér hálft epli. Þjóninn mælti með því og hann var voða sáttur við það. Hahha.. reyndar var þetta eitthvað aðeins meira fancy en bara hálft epli. Var eitthvað meðhöndlað.


Þetta er klósett hurðin á hótelinu sem Carpe Diem er á. *psssssssssss*


Svo fórum við til baka til Einars og horfðum á Star Wars: A new hope.

Ah.. gott kvöld.. Gott kvöld!