31.7.05

Myndablogg


...og þetta er flokkað sem barnaleikur. Hvað á þetta "strokleður" að vera?

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

29.7.05

Myndablogg


Einar er í sturtu. Mér leiddist, svo ég raði banana, sparigrís, gsm síma og geisladisk á ganginn með jöfnu millibili, í beina línu. Svo faldi ég mig. Ætli hann verði hissa..? Kannski gann gleymi að ég hafi átt að vera að finna e-ð að gera í kvöld.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Er algebra er lygi!
a = b //upphafsskilyrði

aa = ab //Margfalda báðar hliðar með a
aa + aa - 2ab = ab + aa - 2ab //Bæti aa - 2ab við báðar hliðar
2(aa - ab) = aa - ab //Þátta vinstra megin og reikna upp úr hægra megin
2 = 1 //Deili með (aa - ab) báðu megin.

Fannst ykkur þetta kúl?? Hvað er rangt við þessa röksemdafærslu..? Kannski ég gefi verðlaun fyrir fyrsta rétta svarið......
Úfff.. þetta er eitthvað svo góður dagur. Mér líður svo vel. Ég þarf ekki annað en 40 mínútur í ræktinni og beint í 20 mínútna ljósatíma á morgnana áður en ég fer í vinnuna, til þess að vera slefandi hamingjusöm það sem eftir er dagsins. Spara samt ljósin.

Svo er líka að koma þriggja daga helgi. Þær eru alveg einum degi betri en þessar venjulegu!
Jájá.. Ég skal kaupa þetta. Er ekki ennþá búin að finna persónuleikapróf sem segir að ég sé hálfviti. En dularfullt ;o) Hef reyndar ekki enn séð próf sem segir að nokkur maður sé hálfviti. Það eru samt alveg nokkrir til held ég! Allavega tveir. Ætli þetta sé gallað? Kona skildi nú aldrei halda......


You are dependable, popular, and observant.
Deep and thoughtful, you are prone to moodiness.
In fact, your emotions tend to influence everything you do.

You are unique, creative, and expressive.
You don't mind waving your freak flag every once and a while.
And lucky for you, most people find your weird ways charming!
The World's Shortest Personality Test
Rant ætti líklega að vera á öðru máli..
Guðminngóður.. Gott að vera gaurinn sem kemur hingað á hverjum klukkutíma yfir daginn, þó þú skiljir ekki málið.

Gott að senda mér tölvupóst með myndum sem þú hefur tekið af miðum sem þú hefur skrifað á yfirlýsingar um að ég sé "heit", ásamt því að pósta því reglulega í kommentakerfið.

Frábært að skoða allar myndir sem ég hef póstað á heimasíðuna mína frá byrjun heimsins og afla þér allra upplýsinga sem þú getur um mig.....

Taka svo ekki hinti þegar ég svara ÖLLUM öðrum en þér á kommentakerfinu.

Bjútí að vera svo ógeðslega sár og fúll þegar ég segi að þetta sé krípí og taka einhverja rosalega "égerþábarafarin.. eigðu gott líf" ræðu.. en halda svo SAMT áfram að koma á hverjum helvítis klukkutíma yfir daginn...

Uppáhaldið mitt er samt að þegar ég blokka aðgang iptölunnar þinnar sem þú notar oftast, svo þú ættir augljóslega að taka eftir því... Þá kemur þú samt seinna um daginn frá annari iptölu, örugglega heiman frá þér, sem ég gleymdi að blokka.

Jámm.. Ég var ógeðslega gróf að segja að þú værir fríkí! Veit ekki hvernig mér datt í hug að vera svona dónaleg....

28.7.05

Myndablogg


Mmmmm sushi..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nýji biddsjí hluturinn sem ég hef fundið upp á, er að kalla ómerkilegt fólk "fluff". Ein útskýringin á fluff í enskri orðabók er
"Something of little substance or consequence".

ATH! Ekki skal rugla "fluff" saman við keimlíka orðið "fluffer", en merking þess er önnur.
Bídduuu... Hvað er svona fyndið?
Ég: Ef þú heldur rétt á spilunum gæti ég reddað þér tölvupóstinum einar@oskimon.com
Hann: hahaha
Ætli fólk sem stundar mikla líkamsrækt og drekkur mikið vatn sé ekki alveg eins slæmt upp á vinnutap eins og fólk sem reykir? Ég tók svo massíva brennslu í morgun, að ég drakk 1 og hálfan lítra af vatni á meðan að á henni stóð. Núna er ég búin að pissa 2x á c.a. 50 mínútum. 2-3 mín pr. klst sem fer í piss kannski?
Æi.. hvernig er hægt að flytja til útlanda án þess að taka með sér allar 3 seríurnar sínar af family guy á dvd og fyrstu 2 af futurama? Hvaða illska er það í flugfélögum að hleypa konu bara út með 20 kg í farangri? Sko.. ég á SOKK sem er 20 kg! Eða eitthvað.

27.7.05

:o( Það á einhver annar eftir að sjá um Raven í kvöld því að ég fer alltaf svo snemma að sofa á virkum dögum :o(

*sniff* Mér finnst það leiðinlegt.
Jæja.. þá fer að líða að verslunarmanna helginni. Hef svo sem sagt allt sem ég hef um hana að segja áður..
Jökk. Ég skellti mér á "Kelloggs All Bran Challenge" fyrst að William Shatner mælir með því. Denny Crane.

Æi ókay.. reyndar vissi ég ekkert um það, fyrr en ég fletti þessu upp og sá hann þarna skælbrosandi mér til mikillar ánægju. Ég er allavega á degi 3. Var að klára skál af þessum viðbjóði. Svo er meira að segja viðbættur sykur í þessu... Úff.. Svo sem ekki margar kaloríur, en samt svolítið tæpt upp á mataræðið mitt. Ég læt mig hafa það. Það sem ég geri ekki fyrir mína innri flóru.

Myndablogg


Namminamm. Uppáhalds morgunmaturinn minn! Endorfín.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

26.7.05

Það lýgur því sko enginn að mér að ef eitthvað compilear stanslaust í 100 daga og 100 nætur og virkar samt ekki sem skildi að það sé eitthvað gott. Hardcore kannski. Gott... kannski ekki.

Gentoo út, Ubuntu inn!

Setti diskinn í Emmu og hann gerði barasta allt sjálfur :o) Eða.. svona c.a.
Sko! Ekki það að ég geri nokkrum sinnum númer 2, því að ég er stelpa og stelpur gera ekki númer 2. Ég er samt ekki "full of shit", því að eftir að ég er búin að melta, gufar maturinn upp á undraverðan hátt. Osmósast bara í gegnum húðina á mér á meðan ég sef og breytist í kettlinga og gleyméreijar eða eitthvað. Tja. Nema þegar hann villist og sest á mjaðmirnar og rassinn á mér í staðinn.

Aaaallavegana! Ef ég myndi einhvern tímann gera númer 2, þá gæti ég aldrei gert svoleiðis í vinnunni eða almennings salernum. Bara hvergi nema heima hjá mér! Annað er náttúrulega bara nastý.
Hmmm.. Er það rangt af mér að finnast það virkilega krípí að einhver gaur sem skilur ekki orð í tungumálinu sem þessi síða er skrifuð á, komi hingað næstum á hverjum einasta klukkutíma yfir daginn, eða a.m.k. í tólf skipti á dag?

Kannski er það rangt af mér að viðra þetta við ykkur. Veit ekki alveg.
Í dag lærði ég að það er ekki sniðugt að ferðast um með mjólk í einnota plastglasi, jafnvel þó að það sé plast yfir opið á því. Í dag lærði ég líka að ef kona missir skál af hafragraut, þá geta sletturnar dreifst í 200.000 km radíus.

Gæti verið verra! Ég gæti verið með sogblett á enninu eins og einn sem ég þekki. HAHAHAHAH...

25.7.05

Í gær datt mér í hug svolítið rosalegt. Spáið í því hvað það væri ömurlegt að vera Bandaríkjamaður í flugvél.. og sjá 2 sætaröðum fyrir framan sig vin sinn hann Jack, sem maður hefur ekki séð í mörg ár.... Hvað segir þú við hann?

Ekki taka þetta nærri ykkur. Það tók gaurana líka smá tíma að fatta þetta..... :oÞ
Ég fór.. ég var.. ég gerði.. pósk
Þetta var alveg hreint ágætis helgi. Á föstudaginn fékk Raven að spreyta sig aftur og núna er hún komin upp á 3. lvl. Óh.. þau stækka svo hratt! *þurka tár*.

Á laugardags morgunin var svo vaknað semi-snemma og snædd pizza í morgunmat. Úff hvað ég var þakklát Hróa Hetti í Kópavogi fyrir að loka ekkert um helgar. Mér er búið að dreyma um pizzu í næstum því 2 vikur og ég hefði örugglega orðið geðveik hefði enginn staður verið opinn!

Við brunuðum svo upp í Hrútafjörð með nammilandsnammi í hanskahólfinu og fórum í heimsókn til tengda-ömmu og tengda-afa. Váts. Eftir því sem ég best heyri, þá fékk ég að kynnast "venjulegu kaffi" þar á bæ. Súkkulaðikaka, brownies, sjónvarpskaka, hjónabandssæla, daim-terta, kleinur, smákökur, heitur brauðréttur, kex, ostar.... Váts! Ég er ekkert smá glöð að það hafi verið nammidagur. Við allavega dúlluðumst þar í góða veðrinu með voffanum, sem var alltaf að sleikja á mér leggina, alveg eins og Þrymur vinur minn (sem er líka hundur. Annað væri töluvert scary). Hitti líka hana og hænur. Hanar segja ekkert gaggalagó. Þeir segja uuugh-uuu-uu-uuuuugh. Getsvosvariðþað. Hundar segja líka ekkert voff. Þeir segja roghh.. roghh!

Já.. anyways. Svo á leiðinni heim, komst ég að því að nammilandsnamminu mínu væri haldið í gíslingu af bráðnu súkkulaði. Djöfullinn. Kíktum aðeins í going away partý til Maddlú þegar við komum í bæinn, en hann og óperusöngkonan hans eru að fara að flytja til Austurríkis. Hún ætlar í meiri óperusöngdæmi og hann ætlar að vera óperusöngdæmismaki.

Af hverju sé ég alltaf fyrir mér feitar kellingar með Madonnu brjóstahlífar úr stáli, hjálma með hornum og gervi-ljósarfléttur þegar ég hugsa um óperusöngdæmi?

Í gær fórum við í sund í nýju lauginni í Salahverfinu og sáum kvendi með ástarvökva eða sjampó í hárinu ofan í lauginni. Bæði frekar nasty. Svo fórum við á Vegamót og ég fékk mér steinbít. steinn < steinbítur < Ósk ==> Ósk getur borðað stein.. Tja.. eða allavega bitið í hann! Því næst kíktum við á eina reyklausa kaffihúsið í heiminum þar sem íslenska þjónustupjásan talaði við okkur ensku.

Við horfðum líka smá á DVD. Þá dó ég. Ég lá í sófa og Palli lá í stól þannig að við sáum eiginlega ekkert í hvort annað. Ég setti hendina mína upp í svona önd

og byrjaði að tala við Palla þannig. Hann setti hendina líka þannig upp, þannig að það eina sem ég sá var öndin hans og það eina sem hann sá var öndin mín. Mér fannst þetta svo ógeðslega fyndið að ég fór að hlægja, og þá náttúrlega hló öndin fyrir mig. Þá byrjaði öndin hans líka að hlægja og þetta fannst mér ennþá fyndnara. Á endanum kom Einar að okkur, þar sem að ég lá uppi í sófa, hágrátandi úr hlátri, með hendina upprétta og "hlægjandi" og Palli með sína hendi í sömu stellingu rétt hjá. Heheh.. Öss.

Já.. og.. og.. svo spiluðum við civilization.. og.. og.. svo.. jáh.. búið...

Í morgun, þegar ég var á leiðinni í ræktinni, mætti ég Herra Ótrulegum á hnjánum fyrir utan hurðina mína..Þetta er að verða scary..

23.7.05

Myndablogg


Veit ekki hversu vel dauðar flugur á bílrúðu komast til skila í þessari upplausn, en belívjúmí! Þær eru margar..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Oreo í hvítu súkkulaði - fullnæging í neytendaumbúðum..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

22.7.05

Myndablogg


Thíhí... Ekkert smá óákveðinn stígur!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Vá. Er ég eina manneskjan á Íslandi sem er ekki í fríi a.m.k. eftir hádegi í dag?
Nýja uppáhalds pick-upp línan mín:

- You had me at Hello World!
Ákvað að lifa hættulega. Get ekki hætt þessum tilraunum núna sko! Ég fékk mér allavega aftur kanil sem rann út fyrir 3 árum á hafragrautinn minn í morgun.. Spennan magnast
Ég á afmæl'í dag..
Ég á afmæl'í dag..
Ég á afmæli ééééég
Ég á afmæl'í dag..

Ég er 23ja og 9 mánaða í dag
Ég er 23ja og 9 mánaða í dag
Ég er 23ja og 9 mánaða ééééég..
Ég er 23ja og 9 mánaða í dag

21.7.05

Myndablogg


Ég er svo listræn að ég gæti ælt á mig... Ætla samt ekki að æla á mig sko... En ég gæti það ALVEG!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur"
Af því tilefni var ég mikið að spá í að "missa" grænmetið sem ég hafði útbúið með hádegismatnum mínum og ofsoðnaði í örbylgjuofninum í gólfið. Það hefði kannski látið mig kunna að meta það betur.......
Hvað ætli komi fyrir ef kona borðar útrunnið/útrunninn (hmmm) kanel? Ég er ekki að tala um að ég hafi skóflað hann beint úr dollunni og upp í mig með skeið yfir sjónvarpinu.. Bara svona smá kanil hér og þar... út á hafragrautinn minn, í prótein vöfflurnar mínar...

Ætli ég eigi eftir að breytast í ógeðslegt skrímsli...

20.7.05

Myndablogg


- "I'm crushing your head, I'm crushing your head"

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Haldið þið að ég gæti gerst Sith lord? Darth Mon?

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Úúúúff. Á góðviðrisdögum sem þessum, tek ég mig stundum til og sleppi brjóstahaldara. Ég er ennþá ung, svo allt helst ennþá á réttum stað... og svo er ég líka ekki það búbölissjöss að ég þurfi stanslausan stuðning. Ah. Frelsi.

Þetta gerði ég einmitt í dag, þar sem að veðrið var skýnandi glatt og lítil hætta á að ég fengi hroll... Flying under the radar sko. Gleymdi að gera ráð fyrir hrollköldu kæliskápunum í Krónunni. Djö hvað það var vandræðalegt. Ég hefði næstum því geta kennt hinum viðskiptavinum búðarinnar um labb í trjám for fucks sake (einkahúmor)!

Hvað er annars málið með að slátra heilu kjúklingabúi og setja það allt saman í einar vakúmpakkaðar neitendaumbúðir, með nokkra milljóna króna verðmiða? Hvað ef mig langar í eina eða tvær kjúklingabringur. Ha? HA?? Hvað ef ég er ekki gift með 2 börn, sem éta kjúklingabringur í hvert mál?
Djö. Ég hata orðið Herra Ótrúlegan. Hann er gasblaðra sem frændi minn fékk þann 17. júní og hefur af einhverjum ástæðum hreiðrað um sig heima hjá okkur. Herra Ótrúlegur er orðin svolítið slappur. Lappirnar á honum eru orðnar töluvert horaðar, og búkurinn má svo sem líka muna fífil sinn fegri. Herra Ótrúlegur hefur hægt og rólega flogið inn í máliherbergið mitt, sem er við hliðina á lúlliherberginu mínu og þar flýtur hann um og bíður dauðans.

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hef oft næstum dáið úr hjartaáfalli síðustu daga, þegar ég er þrammandi nakin frá klósettinu um miðja nótt, aftur á leiðinni í bælið og sé svo einhvern standa inni í rökkrinu í máliherberginu mínu með hendur á mjöðm!

Ókay. Ég skal segja ykkur það. TVISVAR!!
Ætli ég sé eina manneskjan í öllum heiminum sem finnst bara mjög gaman að elda ofan í sjálfa sig? Mér finnst nú almennt skemmtilegt að elda og ekki er það verra að borða í góðum félagsskap. Hinsvegar, ef ég er sú eina sem kjammsa í mig afraksturinn, þá get ég líka eldað matinn algjörlega eins og ég vill hafa hann. Ég t.d. nenni almennt ekki að gera meðlæti sem bara mér þykir gott, en engum öðrum ef fleiri eru í mat.

Í gær bjó ég mér til ofnsteikta kartöflubáta með ferskri steinselju, gratíneraða ýsu með létt kotasælu, blómkáli, broccoly og lauk og gufusoðinn, ferskan aspas.

Mér fannst gaman að elda þetta og mér fannst líka gaman að borða þetta.
Oh.. mig langar geðveikt að fara í Murder Mystery party eða How to host a murder áður en við förum út. Spurning um að reyna að halda það sjálf núna, svo ég þurfi ekki vera glenniflyðrucharacter í glenniflyðrufötum.

Foreldrarnir eiga 2 Murder Mystery sem ég hef aldrei spilað [1] [2]. Spennó! :o)

19.7.05

Ég veit ekki hvort ég eigi við geðræn vandamál að stríða, en núna þykir mér fátt skemmtilegra en að eff-fimma spam möppuna í nýja póstinum mínum og sjá hvernig ruslpósturinn safnast þar snyrtilega upp án þess að snerta inn-hólfið mitt.

Neikvæða hliðin á þessu öllu saman er að nú fær ég engan póst.
Það er fátt sem mér er eins illa við og geitunga, nema ef vera skildi helmingi fleiri geitungar. Ég er alltaf svo hrædd um að þeir skríði upp í eyrun á mér eða nefnið, því að einu sinni dreymdi mér það. Alltaf þegar ég sé kvikyndin, held ég fyrir eyrun og nasirnar.

Síðustu ár hafa helvítis skrímslin skellt upp herbúðum, einhverstaðar við höllina og terroræsað drottninguna. Ég hef reglulega vaknað við hávært BZZZZ þegar þeir hafa flogið inn um gluggann minn og eru í chicken við rúðuna. Þá þarf ég skjálfhent með hjartsláttinn á fullu að fanga þá í glas og fleygja þeim út, öskrandi "THE POWER OF CHRIST COMPELS YOU!!" (betra að hafa vaðið fyrir neðan sig). Í sumar hefur hins vegar ekkert bólað á þessum viðbjóð.

Ég heyrði einhverstaðar að kuldinn í vor hafi drepið þá flesta og nú væri geitungastofninn um 2% af því sem hann var í fyrra. Ég var glöð. Vinalegar, 20 kílóa hunangsflugur með tígrisdýrafeld og klaufalegar hreifingar hafa látið sjá sig í hallargarðinum, en þær eru ágætar. Þær eru svolítið svipaðar og fljúgandi kettlingar. Tja.. ekki að ég hafi séð fljúgandi kettlinga, en ég gæti ímyndað mér að þeir væru einmitt svona.

Á sunnudaginn, þegar ég trimmaði niður í geymslu til að sækja eins og eina ferðatösku mættu mér hinsvegar nokkrir geitungar í stiganum. Djöfulsins ógeð. Þegar ég kom inn í geymsluna sá ég ennþá fleiri. Allt í einu tók ég eftir geitungabúi INNI, alveg við hurðina og allstaðar voru geitungar sveimandi. Þeir voru að búa til nýtt fjölbýlishús við hliðina á þessu eldra, því að það virtist ekki rúma þá alla lengur. OJ bara.. ég dó næstum því úr geitungum (kálfum?).

Í nótt kom svo fyrsti geitungur sumarsins inn í drottningadyngjuna. Þeir voru allan tímann í under-ground herbúðum sínum að PLOTTA! Helvítis undirförlu, ógeðslegu skrýmsli! Þeir munu sko fá að borga fyrir þetta. (tja.. reyndar munu foreldrarnir fá að borga meindýraeyðinum fyrir þetta... en það hljómar ekki eins flott).
Leiðindapósk um föt og svoleiðis..
Ég er í pæjuleik í dag. Ákvað að mæta í bleikum bol og öðrum armani jakkanum mínum í vinnuna (nú og pilsi auðvitað líka. Ekkert bara á skvísunni. Vúhúh). Hann er geðveikt fínn. Ég keypti einmitt báða jakkana saman á $22 í Bandaríkjunum.

Ég útskrifaðist líka í CK kjól úr 100% silki. Hann kostaði reyndar töluvert meira, en samt alveg gefins miðað við hérna heima.

Nú hef ég alltaf verið miklu hrifnari bara af fötum sem mér finnst flott og í budget, heldur en rándýrri merkjavöru....... En ódýr merkjavara er hinsvegar ALVEG málið. Djö, ég er farin að skilja af hverju þetta eru svona vinsæl merki. Ég keypti eiginlega ekkert nema svona fancy dót og það er æðislegt..

Mig langar í bandarísk outlet á Íslandið NÚNA! Nei.. bíddu.. Í Danmörkuna.. NÚNA!
Ég veit, ég veit.. Ömurlegt að vera þið ;o)

(x) smoked a cigarette //*skömmustuleg*
(x) smoked a cigar //*Líka skömmustuleg*
() smoked a joint //Ég er svo...
() took a bong rip //...góð stelpa
() crashed a friend's car
() stolen a car
(x) been in love //Bara núnanúnanúna
(x) been dumped/ cheated on //Össs
(x) shoplifted //Úfff.. við stelpurnar í grunnskólanum tókum einnota tattú í Kringlunni þegar við vorum 11 ára
() been fired //Aldrei hitt hr. Trump
() been in a fist fight //Nema kannski í kick-boxi
(x) snuck out of the house
(x) had feelings for someone who didn't have them back //Hafa ekki allir lent í því?
() been arrested
(x) got a free ride from a cop //thíhíh
(x) made out with a stranger(s) //Tilhvers að standa í því að vera 15 annars?
() gone on a blind date
(x) lied to a friend //Bara hvítar
(x) had a crush on a teacher //Ekki mínum kennara samt sko
(x) been to Europe //Duuuhh.
(x) skipped school
(x) seen someone die // :o(
() been to Canada
() been to Mexico
(x) been on a plane //oft oft oft
(x) seen the Rocky Horror Picture Show //bara bíjóvmyndina
(x) thrown up in a bar //Ef klósettið telst með
() purposely set a part of myself on fire //HA?
(x) eaten sushi //Namminamm
(x) been snowboarding //Meiddi mig í rassinum
(x) met someone in person from the internet //Vinir eiga vini
(x) been moshing at a concert //heheh.. auðvitað
(x) been to a loud ass concert //Háværir rassa tónleikar
() been in an abusive relationship
(x) taken painkillers //Bara ef ég meiði mig fuuuuullt
(x) laid on your back and watched cloud shapes go by
(x) made a snow angel
() had a tea party
(x) flown a kite
(x) built a sand castle
(x) gone puddle jumping //Ekkert eins og að hoppa í pollum
(x) played dress up
(x) jumped into a pile of leaves-
(x) gone sledding
(x) cheated while playing a game // Sem ponsa sko
(x) been lonely
() fallen asleep at work/school //oft verið nálægt því
(x) used a fake id //Til hvers að vera 18 ára annars?
(x) watched the sun set
(x) felt an earthquake
(x) touched a snake //Hann var vinur minn
() slept beneath the stars //Ekki nema í tjaldi
(x) been tickled //híhíhí
(x) been robbed //T.d. jakkinn minn á Hressó
(x) been misunderstood //Ítrekað
(x) petted a reindeer/goat //Hreindýr EÐA geit? Fyndið
(x) won a contest //Oftoftoft
(x) ran a red light //Óvartóvartóvart
() been suspended from school
() been expelled from a school
(x) been in a car accident
() had braces
(x) felt like an outcast
() eaten a whole pint of ice cream in one night
(x) had deja vu
() been to a strip club
(x) danced in the moonlight
(x) hated the way you look
(x) witnessed a crime //Oft
() pole danced
() been obsessed with post-it notes //Ha?
(x) squished barefoot through the mud //frábær tilfinning
(x) been lost //and found..
(x) been to the opposite side of the country //Akureyri?
(x) swam in the ocean //Salt
(x) felt like dying
() thought you were dead
(x) cried yourself to sleep
(x) played cops and robbers
(x) recently colored with crayons/colored pencils/markers //híhíh
(x) Sung karaoke
() paid for a meal with only coins //Mjög erfitt á Íslandi
(x) done something you told yourself you wouldn't
(x) made prank phone calls //sem ponsa
(x) laughed until some kind of beverage came out of your nose //oj.. mjólk
(x) caught a snowflake on your tongue //Ekkert spes á bragðið
(x) danced in the rain
(x) written a letter to Santa Claus //Fékk svar og allt
() been kissed under the mistletoe //Amerískt
(x) watched the sun rise/set with someone you care about
(x) blown bubbles //bubblesbubblesbubblesbubbles.. MY bubbles
() made a bonfire on the beach
() crashed a party
(x) gone rollerskating
(x) had a wish come true
() humped a monkey // HA?
() worn pearls
(x) jumped off a bridge //og ofan í vatn
() screamed PENIS in public
() screamed VAGINA in public
() ate dog/cat food //Oj
(x) kissed a mirror //Með varalit. Það þótti pæjulegt að vera með varalitaför á speglinum sínum þegar ég var ung
(x) sang in the shower
(x) have a little black dress //Hvaða kvenmaður á ekki slíkan?
(x) had a dream that you married someone
() glued your hand to something //Ha? :o)
() got your tongue stuck to a flag pole //Hahhaha
() kissed a fish //Vúdd?
(x) worn the opposite sex's clothes //Örugglega. Hvað eru strákaföt annars?
() been a cheerleader //Laaaaaaaame
(x) sat on a roof top //og farið í sólbað þar og margt fleira
(x) screamed at the top of your lungs //What's going on? And I say heeeeeeeeeyyyaaaaayyyaaaa-aaaayy
(x) done a one-handed cartwheel //Auðvitað. Var í fimleikum
() talked on the phone for more than 6 hours //Sæll.
(x) stayed up all night //Ítrekað
() didn't take a shower for a week
(x) picked and ate an apple right off the tree //*kjamms*
(x) climbed a tree
() had a tree house
() are scared to watch scary movies
(x) believe in ghosts
() have more than 30 pairs of shoes //Öh.. NEI
() worn a really ugly outfit to school just to see what others say
() gone streaking
() played ding-dong-ditch //Played what?
(x) played chicken //Eeeþoooooririggi?
(x) pushed into a pool/lake with all your clothes on
(x) been told you're beautiful by a complete stranger
(x) broken a bone //Vont
(x) been easily amused //Alltaf..
(x) caught a fish then ate it //Ekki hráan samt
(x) caught a butterfly
(x) laughed so hard you cried //Oft
(x) cried so hard you laughed //Einu sinni
(x) mooned someone //Örugglega í æsku
(x) had someone moon/flash you
() cheated on a test
() have a Britney Spears CD
(x) forgotten someone's name //Íííítrekað
(x) slept naked //Alltaf
() French braided someone's hair //Ehm. nei
() grown a beard //EHM.. NEI
(x) grown some kind of facial hair //Augnabrúnir
(x) rule at life
(x) wanted to rule the world //Ohhhh yeah

18.7.05

Vá hvað mér líður vel. Það var ekkert smá góð ákvörðun hjá mér að kaupa ljósakort í ræktinni minni. Ég gat ekki vaknað í morgun, svo ég fór eftir vinnu og tók killer brennslu með metalinn í eyrunum. Ég var ekkert lítið búin. Strax á eftir, skellti ég mér í ljós og breytti yfir í slökunartónlist. Núna líður mér eins og allt blóðið sé á flegiferð í líkamanum. Alveg rosalega afslöppuð. Ég reyni að gera slökun eða stunda hugleiðslu á hverju kvöldi, áður en ég fer að sofa.. en þetta er svo allt öðruvísi. Mér líður eins og ég hafi farið í rosalega gott nudd eða eitthvað. Mmmm..
Eitt h getur fært mér svo mikla hamingju
Allt í einu fannst mér það ógeðslega góð hugmynd að býtta öllum "save" tökkum út fyrir "shave" takka.
Vá. Ég fer bara að taka þessu persónulega. Það sitja 2 strákar.. eh.. menn (hvenær verða strákar menn?).. í holinu mínu. Skrifborðin okkar eru svona hlið við hlið.

Ég held að þeir séu að forðast mig. Annar stakk allavega af fyrir helgi og fregnir herma að hann hafi gift sig án þess að láta nokkurn mann vita. Tja.. fyrir utan nýju eiginkonuna auðvitað. Annað hefði verið hálf vandræðalegt. Hann sagði víst líka þeim sem mættu í veisluna, enda fréttum við þetta í gegnum einn veislugesta.

Hinn lét vita af sér núna rétt í þessu, þar sem hann var staddur á slysó, eftir að hafa handabrotið sig.

Er það ekki svooolítið of langt gengið að gifta sig og handabrjóta sig til þess að þurfa ekki að umgangast mig?

(Yup. Everything is about me).
Þið takið örugglega ekki eftir því, en ég er loksins komin með ALVÖRU lén! Vúhú (sem sagt hýsingu annarstaðar en HR, svo að þetta er ekki lengur rammi utan um skólasíðuna). Sjáum hvort að nýtt kerfi og look komi í kjölfarið... varla
Let me hear you say... MÁNUDAGUR

17.7.05

Djöfull átti ég vondan nammidag í gær. Borðaði eiginlega ekkert og það sem ég borðaði var ekkert sérstaklega óhollt. Það var enginn til þess að vera meðvikur með mér og Benni var í Vesturbænum meirihluta dansins (hann breyttist samt ekki í KRing. Phew). Einar lét nefnilega draga úr sér 3 jaxla. Nei! Ekki hafa áhyggjur, hann lenti ekki í handrukkurum. Honum gengur fínt að fjármagna oreos neyslu sína.. Tannlækninum hans vantaði bara að eiga fyrir næstu afborgun af skútunni sinni eða whatnot, svo hann ákvað að rífa úr honum tennur.

Mér finnst ég eigi eitthvað inni.. Ef ég borða svona lítinn sykur á laugardögum, verð ég ekkert sæt alla næstu viku..

Myndablogg


Palli, er þetta satt?

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ómægodómægod.. Ég þurfti að henda í flýti í eina ferðatösku, því að mamma og pabbi föttuðu á síðustu stundu að þau gætu alveg tekið með eitthvað handa mér til Danmerkunnar.. Ekkert lítið skrítið að pakka heitum jakka, heitum pilsum, þykkum peysum, trebbum, húfum og vetlingum ofan í tösku í júlí.

Í dag er einmitt einn mánuður þangað til að við flytum.


Úúúúíííí
Pottasvamlandi nágrannarnir hafa aðeins stækkað pottapartíið sitt. Ákveðið að gifta heimasætuna í bakgarðinum með tilheyrandi djammi og diskóteki..

"If you need me, call me, no matter where you are"...

Vá hvað dansitónlist er ekki eins skemmtileg ef kona er hvorki í djammgalla né glasi. Há tónlist líka sko. Há eins og vaði! Það versta er að ég sá reiða múginn læðast í veisluna í dansskónum sínum fyrr í kvöld.. Heygafflarnir liggja á bílskúrsgólfinu og kyndlarnir í vaskinum... Þeir elta víst ekki brúðhjónin upp í yfirgefna myllu í kvöld.

Djö

16.7.05

Myndablogg


Ég er að fara í þrítugsafmæli. Gerði heiðarlega tilraun til þess að gera mig boðlega í mannfögnuð, en ég held að það eina sem gæti reddað mér væri 3 klst blundur eða 10 kg af meiki undir augun. Eftir USA má ég bara ekki við fleiri aukakílóum..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Alltaf að græða..
Ég keypti mér The Nightmare Before Christmas hliðartösku og tvær bækur. Dragonlance bók og The Melancholy Death of Oyster boy and other stories. Borgaði með gullinu. Djöfullsins snilld.. Ég hef grætt alveg nokkra ferða punkta á þessu..

Yup. Afneitun er yndisleg..

15.7.05

Hún: úff á ég að opna codebrown situation

Giskiði nú! Er hún FBI agent eða er hún mamma?? ;o)
I'm a firestarter...
Þegar við vorum úti í Bandaríkunum, ákvað ég að fjárfesta í svona crest white-strips, enda eru þær með þá gæðavottun að a.m.k. 50% af fallega parinu notar þær reglulega og hefur hann Hákon minn aldrei verið þekktur fyrir annað en glansandi pearly whites!

Þegar ég bar þessa fjárfestingu upp við helminginn, vildi hann endilega vera memm í tannhvítunarferlinu.

2 dögum seinna, þegar við lágum uppi í sófa með whitestrip á tönnunum og 30 mínútur á countdown timernum kom kærasta bróður míns, hún Rúna, að okkur. Hún spurði út í hvað í andskotanum við værum að gera. Þegar við höfðum svarað henni, fannst henni þetta svona líka geipilega sniðugt og ákvað að versla sér svona til einkanota.

Þegar Rúna var svo í búðinni að munda white-strips pakkninguna, fór bróðir minn að velta því fyrir sér hvaða undarlega vara þetta væri. Eftir að Rúna hafði sagt honum það, vildi hann endilega fá að vera með og hoppaði upp á tannhvítuvagninn.

Nokkrum dögum eftir það, fór móðir mín að forvitnast hversvegna helmingur ferðalanganna var skyndilega kominn með svona glæsilega hvítar tennur. Þegar ég tjáði henni það, ákvað hún að skella sér á svona eins og eina pakkningu. Seinna sá ég fyrir tilviljun glitta í whitestrip í munnvikunum á pabba.

Einhverra hluta vegna var sérstaklega mikið um colgate bros á myndunum sem voru teknar í útskriftaveislunni minni, daginn eftir að við komum heim frá whitestrips landinu..
Muh?
..Komið öll sömul! Hlaupum niður í Nauthólsvík og gerum föstudagsdansinn!!!
..Oh.. ég veit að hann er ekki til, en við getum BÚIÐ til föstudagsdans.
..Nei, ég er ekkert að djóka.
..FINE! Verið þá bara í vinnunni ykkar. Mig langaði hvort eð er ekkert að gera þennan ASNALEGA föstdagsdans..

14.7.05

Myndablogg


Mmm.. Það er góð lykt af nýbakaðri hollustu..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Í nótt, í draumnum mínum var ég að monnta mig rosalega af öllum skrambanum. Úff.

Segið mér, því ég veit að ég er auðvitað líka í ykkar draumum... Er ég líka svona mikið egó þar ;o)
Hefur ykkur einhverntímann langað til að rífa af ykkur hausinn, bara svo þið getið klórað ykkur innan í hálsinum?

Bara að spá hvort ég væri ein um þetta..
Komin uppskrift á muffins!
Sko.. ekki það að ég leggi í vana minn að horfa á Þak yfir höfuðið, enda í engum íbúðarkaupshugleiðingum, en hafið þið tekið eftir......

úúúú. Spennt? Híhíh.. Nú eruð þið orðin ógeðslega forvitin yfir því hverju þið eigið að hafa tekið eftir.

Já. Hafið þið tekið eftir því að maðurinn fer aldrei inn í ógeðslegu herbergin. Hann sendur frammi á gangi og bendir;
"Svo er eldhús með miklum möguleikum *ÞARNA*."

Á fasteignasölumáli þýðir "með miklum möguleikum" að þú þurfir að rífa allt út og byrja upp á nýtt.

13.7.05

Myndablogg


Súkkulaði muffins, mixaðar í blandara. 1 stk = 67 kaloríur. Sykurlausar og næstum fitulausar. Mynnið mig á að henda inn uppskrift.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Við vorum að keyra á sunnudaginn á leiðinni að gefa öndunum brauð.

Ég (mjög hugsi): Hmm... Ætli kanínur geti öskrað..?
Einar: HAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHAHHAH

Note to self: Stundum finnst fólki pælingarnar mínar ekkert eðlilegar.
Madagascar smadagascar. Sá hana fyrir like.. rúmlega mánuði síðan... í ÚTLÖNDUM! En já.. sjáið hana samt. Hún er yndi! Yyyyndi..

I like to.

MOVE IT.
Í gær ákvað ég að ég væri slíkt ofur-kvendi að ég myndi aldrei vera veik tvo daga í röð. Ég tók mig því til og chartaði upp næstu 5 vikur af líkamsrækt (eftir 5 vikur og 1 dag flyt ég til údlandah sko), bjó til dagatal þar sem fram kemur hvaða vöðvar verða þjálfaðir á hvaða degi, hve mörg reps, hve mörg sett og hversu löng hvíld á milli setta í hverri viku, ásamt c.a. fjölda gæða kaloría sem neytt verður 6 daga vikunnar í hverri viku (breytilegur eftir vikum. Bara 6 daga vikunnar, því það er nammidagur á laugardögum). Þetta glæsilega excel föndur hengdi ég svo upp á hurðina í herberginu mínu.

Ég settist líka niður og skipulagði æfinguna sem átti að fara fram í morgun. Tvíhöfði, þríhöfði og axlir. Ákvað hvaða æfingar ég ætlaði að gera (3x2x15 tvíhöfði stokkað saman við 3x2x15 þríhöfði, enda á 2x2x15 axlir og svo 20 mín brennsla á helvítis brennslupúls).

Heillandi finnst ykkur ekki? ;o) Grunaði það :oÞ

Það sem ég er að reyna að koma frá mér er að ég var svo auðvitað ennþá að drepast í hálsinum í morgun. Engin æfing. Ömurlegt, ömurlegt, ömurlegt.

Í dag, til að reyna að vinna á þessu helvíti, tók ég með mér haframjöl, rúsínur og létt kotasælu í vinnuna og bjó til örbylgjuhafragraut í morgunmat. Svo drakk ég með 2 C-vítamín gostöflur og reyndi að kyngja sjálfsvorkuninni í leiðinni.

Bah. Lítum á jákvæðu hliðarnar! Ég er allavegana ekki gíraffi!

12.7.05

10 + 10 = 100
Stuttu eftir að Landsbankakvendið sem veiddi mig yfir í þá stofnun meðal annars með því að veifa framan í mig ókeypis visa gullkorti (með 15.000 punkta inneign. Safna einhverjum smá ferðapunktum og fæ miklu hærri ferðatryggingar o.s.frv.), sem er einmitt með minimum 350.000 kr. heimild á mánuði, spurði hún mig hvað ég vildi mikinn yfirdrátt á gull-debitkortið mitt. Þegar ég tjáði henni að ég vildi engan slíkan varð hún eitt stórt spurningamerki í framan.

Hún: Ha?? Engan!
Ég: Já.. eða þú veist.. 0 krónur
Hún: 0 krónur??
Ég: Bergmááááál

Er þetta normið? Eruð þið öll með 350.000 króna heimild á kreditkortinu ykkar og feitan yfirdrátt tvö stígvél?
I feel like shift
Hver fær kvef og throbbing, rakvélablaðakyngjandi hálsbólgu í júlí?? Ég skal segja ykkur hver! ÉG!

Já. Aumingja ég sem var einmitt að eignast nýja líkamsræktarbiblíu. Eða... ég allavega hélt það þangað til að hún mælti með því að gera brennslu á fitubrennslupúls. Pffff. Djöfull. Það er svo leiðinlegt. Þarf líka að færa kaloríupælingar og næringafræði nokkrum hæðum ofar en hann Bill hélt þeim.

On the upside þá náði ég að horfa á the contender í gær. Djöfull elska ég þegar þeir koma inn í hringinn, með hettuna á hausnum, hoppandi um eins og litlir drúidar. Já! Og með ekki minni menn að fylgjast með en Walker Texas ranger...

Bí..jú..tíföl

11.7.05

Hún Guðrún Lára, sem var með mér í lokaverkefni, og maðurinn hennar hann Jón, voru að eignast erfingja. VEIIII. Ótrúlega vel tímasett hjá stelpunni. Ég held að þetta verði tölvunörd. Þú getur ekki kúlast í gegnum heilt BSc verkefni í tölvunarfræði án þess að eitthvað sýgist inn!
Ég lét undan hópþrýstingi og keypti mér ljósakort. Það voru allar raddirnar í hausnum á mér, nema þessi skynsama sem mætlu með þessari fjárfestingu, svo ég lét til leiðast. Núna er ég einum ljósatíma brúnni en áður, og ég er meira að segja komin með fínustu freknur á trýnið.
Það bilaði eitthvað á mér vaknarinn í morgun. Kannski að það sé vegna þess að það er komið haust. Í júlí. Oh.. cruel fate!

10.7.05

Myndablogg


Hver segir að það sé ekki hægt að kaupa sér vini..?

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Pool borðin í keiluhöllinni eru örugglega sponseruð af Eurocard

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Oh.. Þegar ég verð stór, þá er ég að spá í að gerast einkasæjari eins og Hercule Poirot. Þá gæti ég safnað saman gestum og íbúum sveitasetursins saman og sagt við þá á yfirlætislegan hátt:

"It was Colonel Mustard in the library with the candlestick!"

Svo myndi fólkið grípa andann á lofti, þar sem að Colonel Mustard var með pottþétta fjarvistasönnun. Þá mynd ég útskýra nákvæmlega hvernig hann hefði riggað þetta með tannbursta og koparvír og þannig látið Mrs. Peecock halda að hún væri að sjá draug mannsins síns sem dó í dularfullu lestarslysi 10 árum áður.

Já... annars finnst mér það ótrúlega mis í Cluedo að þjónninn sé ekki meðal grunaðra. The butler ALWAYS does it.
Úfff.. mér finnst ennþá ógeðslega fyndið þegar ég fattaði á laugardaginn að soda stream tækið inni í eldhúsi í partýinu liti alveg eins út eins og lítill teleportation klefi. Mér finnst ennþá fyndnara þegar við settum viskastykki og freska myntu (við stálum einni frá Laugu sem kom með hreiður af þeim fyrir ágæta geðveikisdrykkinn sinn) inn í tækið í einu og ýttum á takkann og fórum að velta því fyrir okkur hvernig þau myndu blandast saman þegar þau birtust í öðru soda-stream tæki, eftir teleportation.

Ah.. eins og gefur að skilja á frásögn minni hér fyrir ofan, fór meiri hluti laugardagsins í að briðja alka-seltzer eins og popp. Tja.. og éta þess á milli nammi, pizzu og KFC (óje. Nammidagur). Við náðum samt að spila roleplay um kvöldið og Raven fékk að spreyta sig. Hún var reyndar ansi hætt komin í smástund þegar friggin Minotaurinn fumblaði í rottuslættri með great-sword og hjó hana næstum í tvennt. 1. lvls characterar eru svo friggin' viðkvæmir.

9.7.05

Myndablogg


Djöfull fannst okkur það góð hugmynd eftir dinner og rauðvínsflösku að taka með 2 kyppur af bjór og litla rauðvín í partýið... Jesús Guðmundur Kristur! Það var það EKKI. Allavega finnst mér það ekki í dag...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

8.7.05

Það er enginn smá föstudagur í mér. Ég er orðin ógeðslega eirðarlaus. Spurning um að beilísa fyrir fjögur. Ég á einhvern tíma inni :oP Mæti alltaf 7:50 eða 7:45 eða eitthvað á morgana.. Safnast saman ;o)
Ég skellti mér á Sin City í gær. Hún var bloody brilliant. Með þessu meina ég að hún hafi verið sérstaklega blóðug og sérstaklega brilliant.

*úff* hvað ég er góð í orðaleikjum.

Ég mæli sérstaklega með þessari mynd fyrir fólk með stutt athyglisspan. HA? Hvað er þetta? Banani?

7.7.05

Awwww hvað við erum sæt.

*pása*

Neeeehhh

((C) Lauga)
Aaah.. Ég fór svo snemma að sofa í gær, að í dag er ég lipur eins og gnýr á fengitíma. Tja. Ef gnýrinn væri með harðsperrur í framan- og aftanverðum lærunum, rassinum og smá í upphandleggjunum! Æi. Gnýir eru víst ekki með upphandleggi. Samlíkingin mín dó eins og áhugi fólks á New kids on the block eftir að það... eh. hætti að vera geðveikt.

6.7.05

Ætli það sé ekki miðvikudagur í dag! Jú svei mér þá. Stundum veit ég ekki hvaða dagur er, fyrr en kl. 14, þegar ég fæ pilluámynninguna mína. Það eru næstum því allir dagar eins á sumrin. Svo líða þeir líka svo hratt að kona þarf bara að halda sér í skrifborðsstólinn til að detta ekki.
Eyrun á mér biðja að heilsa. "Íííííííííííííííííííííííííííííííííí" segja þau.

Flottir tónleikar. Fannst skemmtilegast að sjá Foo Fighters aftur. Svo Mínus. QOTSA (æi.. þeir bjóða upp á þetta þessi grey með svona löngu nafni) voru svo sem ágætir líka :o)

Stundum rákust sveittir strákar sem ættu ekki að vera, en voru engu að síður, berir að ofan utan í mig. Komu oft alveg 4 í halarófu eða eitthvað. Mér finnst ógeðslegt þegar hálf nakið fólk sem ég þekki ekki kemur við mig. Kannski þessvegna sem ég fúnkera ekki í sundi eftir vinnu á OF miklum góðvirðisdögum.

Það er líka ein ástæðan fyrir því að ég saknaði Laugardalshallarinnar þar sem ég hefði geta sitið í góðu yfirlæti uppi í stúku og séð sviðið. Stundum sá ég bara hausa. Ekki það að hausar séu neitt slæmir. Hefði líka geta verið verra. Ég hefði geta verið í B.
Hakuna matata..

5.7.05

Myndablogg


Handleggurinn minn ákvað að gerast prestur fyrir tónleikana..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg

Neeei.. Ég bara GET ekki verið sammála öllum þessum quart-buxum með íþróttasokkum. Hefði hengt mynd við ef ég væri verri mannskja. Af meira en nógu að taka.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Í animal kingdom í Flórída, þar sem kona er fingrafaraskönnuð áður en inn í garðinn kemur:

Lítil stelpa í röðinni fyrir framan okkur í eitt "ride-ið": I WOVE YOU MOMMY!!
Mamma hennar: I love YOU!
Lítil stelpa: I wove YOU!!
Mamma hennar: I love YOU!!!
Lítil stelpa: I WOVE YOU!!!!
Einar: Mig langar til að gubba.
Ef ég væri búin til úr súkkulaði... og ég myndi borða smá part af maganum á mér, myndi súkkulaðið enda aftur þar?
Ég er að fara á Foo Figthers, Queens of the Stoneage og Mínus í kvöld. VEIIIII... Ég verð á A svæði. VEIIIIII! Það kostar bara 5.900, en ekki 9.900. VEIIIIIIIIIII
Ég er skráð á Orkut. Þar er ég merkt sem committed, en einhverra hluta vegna er alltaf nóg um erlenda karlmenn í grænum sokkum þarna engu að síður. Eftir svolítinn tíma ákvað ég að smella ekki lengur á "no" við friend requests ókunnugra, heldur sjá hvað ég gæti safnað mörgum gaurum sem ég þekkti ekki shift á "Waiting your approval" listann minn. Nú er svo komið að ég þarf að scrolla í góðan hálftíma áður en ég kemst niður að profile-num mínum. Þar er gjarnan að finna tilkynningu um ný skilaboð, sem eru allt frá hroðalega illa þýddri íslensku-í-gegnum-on-line-translator og yfir í "Ég keypti suðurhafseyju bara handa þér og mér..".

Ég hálfpartinn vorkenni útlenskum gaurum yfir því hvað er lítið af íslenskum fljóðum. Ætli þetta sé eitthvað stöðutákn t.d. í Brasilíu? Benz, rolex og íslenskur kvenmaður..

4.7.05

Einhverntímann ætla ég að gerast einkaþjálfari í líkamsræktarstöðvarmerktum bol, bara svo ég geti labbað um og sagt fólki til í ræktinni án þess að það verði móðgað (reyndar veit ég ekkert hvort það yrði móðgað núna, hef ekki þorað að prufa).

Við stelpuna á "stigvélinni":
Lækkaðu hraðann og slepptu höndunum alveg af græjunni. Þú brennir miklu minna á að hanga svona fram á helvítis vélina kona!

Við miðaldra manninn með þungu bicep-curl lóðin: Lækkaðu þyngdina og gerðu þetta rétt maður! Þú rústar á þér bakinu með þessum rosalegu rykkjum og æfir bicepana ekkert betur. Prufaðu líka einhverntímann að þjálfa AÐRA vöðva.
(Gæti samt enn ekki sagt: Fáðu þér líka nýjar stuttbuxur. Það vill enginn sjá útlínur af 50 ára gömlu slátri í gegnum hjólabuxur. Gæti heldur ekkert sagt við fröken "búin að missa 10 kíló og er þessvegna í hjólabuxum og topp, þó ég eigi ennþá laaaangt í land").

Við pæjuna með handlóðin:
Hvað HELDUR þú að þú sért að græða á því að nota 1 kílóa lóð? Þú getur alveg eins verið heima hjá þér að lyfta fjarstýringunni.

Við Bold and the beautiful klíkuna
Ladies, ladies, ladies.. Hvað eruð þið að furða ykkur á að þið grennist ekkert þegar þið komið 3x í viku í ræktina og labbið á 5 km hraða yfir einum Bold and the beautiful þætti? LEGGIÐ SMÁ PÚÐUR Í ÞETTA!!

Við 20 ára strákinn í bekkpressunni:
Það skiptir ekki shit máli hvað þú getur tekið í bekkpressu EINU SINNI. Andskotinn ef þú heldur að þú verðir miklu meira buff á því að hlaða á stöngina, ná að lyfta henni einu sinni og skíta næstum því í brækurnar og bíða svo í 20 mínútúr þangað til að þú ert hættur að sjá stjörnur til að endurtaka leikinn. Lækka þyngdina og taka fleiri reps!!

Við allskonar fólk:
Það er ekki nóg að vera í klukkutíma í ræktinni ef þú gerir ekki neitt allan tímann, annað en að labba um og horfa á klukkuna! Þá væri miklu betra að vera bara í hálftíma og taka almennilega á.AAAAAhhhhhhh....
Ég gerði afskaplega lítið um helgina. Alveg afskaplega. Jú! Ég bauð helmingnum út að borða á föstudaginn. Það er eitthvað svo voðalega velmegunarlegt að kaupa rauðvínsflösku sem kostar jafn mikið og þríréttuð máltíð. Meira að segja sérstaklega velmegunarleg máltíð to boot! Humarsúpa, piparsteik (tja.. eða lambalundir for that matter) og eplakaka með ís og ávöxtum.

Ahhh.. Ég elska þriggja rétta, 3900 króna matseðilinn á Rauðará!

Við kíktum svo á tónleikana í Hljómskálagarði. Komum aðeins eftir að það hafði verið tilkynnt að Mínus hefði forfallast (hmm.. þegar ég var í grunnskóla var orðið "forfalluð" notað þegar stelpur voru á túr og komust ekki í leikfimi. Í menntó var enginn slíkur munaður!), svo við stóðum hríðskjálfandi fram eftir öllu að bíða eftir þeim. Svo kom gaurinn og tilkynnti síðustu hljómsveitina sem var óvart ekkert mínus. Helvítis.

3.7.05

Vúhú. Ég er loksins búin að fá ættleydda barnið mitt til baka. Elsku Emma mín. Hún er að verða 3ja ára í haust. Hvað tíminn líður!

Hún er voðalega sæt svona með linuxinn sinn. Kom meira að segja með allskonar skemmtielga leiki með sér. KBounce er yndi.

1.7.05

Ógeðslega mistækt að segjast vilja vera "necrophiliac", jafnvel þó að viðkomandi sé að rugla því saman við "necromancer".
Í dag er föstudagur. Það er gott.
Í dag er líka útborgunardagur. Það er líka gott.

Vildi ÓSKa að ég væri að fara eitthvað út úr bænum um helgina, en planið er víst aðeins öðruvísi. Ég ætla að versla bremsuklossa og skipta þessum gömlu út á aumingja Benna (nema í þetta sinnið er ég að spá í að fara í tollskoðunarhanska áður en ég fer að fikta í honum. Finnst viðbjóður að fá svona svart sem fer ekki af á hendurnar), setja í hann ný stöðuljós og annað framljósið, sjá hvort ég geti ekki lagað vinstra afturljósið hans, þrýfa hann kannski og bletta ef ég finn rétta litinn.

Þarf að fara að þræla honum í gegnum skoðun og á bílasölu áður en ég yfirgef landið.

Oh pölíííís! Ekki vera svona hissa. Ef ég get skrúfað í sundur laptop og sett saman aftur, þá get ég augljóslega skipt um bremsuklossa líka. Og JÁ! Ég hef gert það áður *unnah*
Það kom upp í saumó á miðvikudaginn að það væri víst eitt brúðkaupið í brúðkaupsþættinum Já (seriously. Brúðkaupsþátturinn Nei! Write it down) með "Lord of the rings" þema. What. The. FucK?

Ætli nöfnin inni í hringunum sjáist ekki nema þeim sé kastað í eld?

Þetta hefði reyndar geta verið miklu verra. Star Wars og Startrek brúðkaup eru t.d. algeng í útlöndunum. Ég held að það sé ekkert smá rómó þegar brúðarmeyjarnar þramma á eftir brúðinni í stormtrooper outfits.

Lazergun weddings..?

Myndablogg


Þetta er Raven. Hjónin sem ráku munaðarleysingjahælið kölluðu hana reyndar Dönu, en fyrst að fólk sem þekkti hana ekki taldi sig geta gefið henni nafn, hlaut hún að geta það líka sjálf. Hún hataði líka fólkið. Hún hataði allar óteljand og ströngu reglurnar þeirra og refsingarnar og höggin sem fylgdu ef hún fór ekki eftir þeim. Hún hataði erfiðisvinnuna sem hún þurfti að vinna á hverjum degi og að þetta væri eina lífið sem hún hafði kynnst.

Þessvegna drap hún þau í svefni þegar hún var 10 ára. Síðan eru liðin 8 ár. Hún hefur þvælst um með strák af sama munaðarleysingjahæli og þrátt fyrir að hann hagi sér oft undarlega hefur þeim komið ágætlega saman. Henni er ennþá illa við reglur og fólk sem sér um að þeim sé framfleitt. Henni er líka ennþá illa við að vera sagt fyrir verkum. Raven finnist auðvelt og þægilegt að læðast óséð meðfram veggjum og best að vera látin í friði, en fólk sem talar við hana er þó almennt jákvætt í hennar garð.

Ég var að kynnast henni í dag og ég er það. Það verður gaman að sjá hvaða ævintýrum við lendum í!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone