29.6.05

Ég keypti fyrir mistök í Ameríkunni einhver þau svaðalegustu nærklæði sem ég hef á æfi minni... eh.. klæðst.

Ég var stödd í Wal-Mart, þar sem allt fæst á kostakjörum. Þeir virðast þó selja mun færri nærbuxur en brjóstahaldara, þannig að ég ákvað að velja mér nokkra í íhaldssömum litum, svo að ég gæti keypt nærbuxur í stíl annarstaðar.

Þegar ég hafði slitið mig frá dáleiðandi áhrifum þriggja ganga af brjóstahöldurum í öllum stærðum og gerðum (og beeelíííív mí. ÖLLUM stærðum. Það hefði verið hægt að halda stórafmæli í sumum), tók ég eftir því að bestatsa vini mínum og kærasta þótti venjulega-nærfata-skoð miður skemmtileg iðja (sagði reyndar ekkert, en ég sá það á vonleysis svipnum á honum). Ég reyndi því að kippa með mér nokkrum boobie-traps í flýti. Ég skannaði ganginn eftir boðlegum eintökum og fann eina týpu sem mér leist á. Í hendingskasti leitaði ég að sömu tegund í sömu stærð nema í öðrum litum.

Ég labbaði út með einn bleikan, einn hvítan og einn svartan brjóstahaldara.

Þegar í flennistóra húsið kom, ákvað ég að skella mér í einn sérstaklega pæjulegan, svartan bol sem ég hafði keypt mér daginn áður. Af því tilefni tók ég upp nýja, svarta brjóstahaldarann. Eitthvað var skrítið við hann, þar sem að krækjan var ekki aftan á eins og hún var á hinum, heldur framan á. Ég fýla það ekkert voðalega vel, en skellti mér í hann engu að síður.

Svo einkennilega vildi til að bolurinn, sem hafði smellpassað daginn áður var allt í einu orðinn helst til þröngur. Ég leit niður og ég sá ekki tærnar á mér lengur. Það eina sem ég sá voru brjóst. Sama hvert ég leit, upp, niður eða til hliðanna - allstaðar voru brjóst. Ég þakkaði bara fyrir að ég væri í þessu rosalega húsi, þar sem að í minni hýbýlum hefði skort pláss.

Ég prufaði að pota í þennan tröllaukna barm. Áferðin var merkilega lík svampi. Mér leið eins og ég væri að káfa á puppet-versioninu af Pamelu Anderson.

Í hendingskasti snaraði ég mér úr múderingunni aftur og starði á þennan ótrúlega brjóstahaldara. Hann leit nógu sakleysislega út svona brjóstalaus. Einhvern veginn, tekst honum að fela þessa rosalegu púða nema ef farið væri í hann. Í útliti er hann næstum því alveg eins og hinir tveir sem eru algjörlega púðalausir. Í actioni er hann hinsvegar eitthvað allt annað og meira. Relic bra!

Þessi kaup voru nú ekki algjörlega tilgangslaus, þar sem að við Einar skemmtum okkur í góðar 2 mínútúr við það að setja skálarnar á hausinn á hvoru öðru og lemja ofan á með krepptum hnefanum án þess að finna nokkuð fyrir því. 100% höggdeifing. (100% Hunts. 100% Íslandsbanki).
Hún: ..og ein vinkona mín er með master í stjórnun...
Hann: ...aumingja kærastinn hennar
^

Og AF HVERJU er það eitthvað verra að kalla þetta tákn "kisueyra" heldur en "svona gogg upp"?

^_^
o_o
Varúð: Nördapósk
- If it moves, compile it!

Ég ákvað að vera voðalega dugleg og setja bara linuxinn minn upp sjálf. Ákvað að ég myndi læra mest á því. Ég prentaði út leiðbeiningar, bootaði upp á disknum sem Palli lét mig fá, bjó til partitionin, mountaði, downloadaði, af-taraði.. you name it. Svo þegar það kom að því að compile-a kjarnan komu einhver undarleg villuboð. Eftir að hafa spjallað við Bænarí í síma og hann átti erfitt með að staðsetja vandamálið þannig, lokaði ég augunum og byrjaði upp á nýtt. Á sama stað kom sama vandamál. Ekkert smá anti-climatic.

Þegar ég var farin að panikka og halda að ég væri ekki nógu mikið alpha nörd til að vera hleypt inn í klúbbinn, kemur í ljós að ég var með disk frá því fyrir frönsku byltinguna og leiðbeiningarnar sem ég var að nota áttu bara ekki aaaalveg við hann. Einar minn kom til bjargar eins og oft áður og það eru allar líkur á að ég fái loksins Emmu með gentoo og 80G hörðum disk í kvöld.

Note to self: Muna samt eftir því að mæta í saumaklúbb.
Í gær sá ég smá part af Íslandi í dag. Þar var hún Andrea Róberts!! (lagaði) að spranga um niðri í bæ og spurði svona fólk á förnum vegi í leiðinni um hvað þeim þætti um fréttafluttning DV og Hér & nú síðustu daga.

Öllum þótti fréttamennska þessara snepla ómerkileg í meira lagi. Svo þegar þessi fyrrverandi fegurðardrottning (heh. Hljómar eins og hún sé ljót núna, er það ekki?) spurði sama fólk hvort það læsi þessi blöð, þá voru alveg nokkrir sem sögðu já.

Eh. Það er einmitt ástæðan fyrir því að svona sori er birtur! Fólk eins og ÞIÐ sem kaupið og lesið þetta you wankers!

Sjálfri þykir mér þetta vera komið út í vitleysu, þegar ritstjóri Séð & Heyrt fordæmir (í Fréttablaðinu í gær) sorpblaðamennskuna og tekur fram að honum þyki það virkilega leitt að Séð & Heyrt sé sett í flokk með "þessum blöðum". Þetta er svo mikill sori að Séð & Heyrt vill ekki hanga með þeim!

Munurinn er reyndar sá, að á 10 ára ferli hefur Séð og Heyrt aldrei verið kært. Þar á bæ hringja líka stórstjörnur eins og Fjölnir beint í ritstjóran og tilkynna að nú séu komnar hænur á sveitabæinn þeirra.

28.6.05

Í gær, þegar öldurnar af drasli skullu á mér inni í herberginu mínu, greip mig einhver geðveiki. Í staðinn fyrir að rífa mig á fætur og róa, þá virðast sírenurnar sem fela sig í fötunum á gólfinu hafa ákveðið að tæla mig til drukknunnar. Ég reif allt út úr skápnum mínum og hóf fanatíska sorteringu.

eiga - gefa - eiga - eiga - gefa.

Öll föt, sama hversu glæsileg þau eru, skulu lenda í gefi hrúgunni ef ég hef ekki klæðst þeim síðasta árið. Þau fínustu fara inn í skáp í listaherberginu mínu, þar sem að kvenmönnum mér tengdum mun gefast kostur á að eignast þau áður en þau fara í fatagáminn hjá Sorpu.

Eins og er (og ég er ekki hálfnuð), þá er ég komin með 17 pils aftur inn í skáp. Jámm. 17 pils sem ég klæðist reglulega. Sjís. Og ég er alltaf í bara einu í einu!

Mér til mikillar furðu, þá hef ég einnig rekist á 4 portkonu-kjóla sem hafa falið sig í einhverju horninu í skápnum í gegnum síðustu fatasorteringar. Þið vitið, þessir ósiðsamlega stuttu og þröngu sem ég skemmti mér í sem barn (16 - 17 ára). 3 fóru beint í gefi-pokann (ekki gefi-skápinn) og einn fór í lingerie skúffuna mína og flokkast nú sem erótísk undirföt sé hann sameinaður með læraháum nælonsokkum eða sokkaböndum. Hvernig ég gat sprangað um í þessu á skemmtistöðum er mér algjörlega fyrirmunað að skilja. Tja. Ég var að vísu mjó og 16! I'll give me that!
Hvar er réttlætið? Af hverju er ég miklu fljótari að fitna, heldur en ég er að ná þessu af mér aftur? Helvítis Bandaríkin. Bandarísk fita er örugglega með spes rotvarnarefnum og svona til að koma í veg fyrir að hún eyðileggist..
Ég horfði á the contender í gær. Ég hef svona ykkur að segja horft á the contender í 3 síðustu skiptin. Mér finnst þetta magnaður þáttur.

Eitt sem ég get þó ekki komist yfir. Mér finnst það svo rangt þegar auglýsingarnar segja með nákvæmlega sama ómi í röddinni "Næst á the contendeeer" og "næst á the bachelor". Gátu þeir ekki reddað einhverjum sem talar inn á movie-trailera í þetta?

Oooone maaaan...
Veivei. Diskurinn kom svo í gær! Góði maðurinn í @tt sendi mér sms um leið og hann kom í hús, svo ég náði honum fyrir lokun. Ég var búin að skrúfa alla Emmu í sundur og blása úr henni allt rykið (auðvitað keypti ég líka loft í brúsa. AUÐVITAÐ. It's the little things in life) og ekki ennþá búin að finna hvar diskurinn ætti að vera. Ég endaði á að hringja í Palla og spyrja hann hvort hann hefði skipt um disk í lappa og hann kom keyrandi á fullu spani, beint úr reikniritaprófi mér til aðstoðar. Við Palli snérum Emmu á alla kanta í leit að diska-slotinu og eftir svona korter þá fann hann það á hliðinni. Þurfti að spenna part upp með skrúfjárni og allt til að ná til hans.

Auðvitað var Palli rétti maðurinn til að hringja í. Ekki bara fann hann út úr þessu diskaveseni fyrir mig, heldur er hann líka eini gaurinn sem ég þekki sem er með Gentoo disk á sér að staðaldri. Þetta er reyndar ekki alveg búið, en Einar ætlar að hjálpa mér með uppsetninguna í kvöld.

27.6.05

Ég hélt ég myndi fá harða diskinn minn á miðvikudaginn.
Svo hélt ég að ég myndi fá harða diskinn minn á fimmtudaginn.
Svo hélt ég að ég myndi fá harða diskinn minn á föstudaginn.
Svo var mér sagt að ég myndi fá harða diskinn minn í dag, svo ég hélt að ég myndi fá hann í dag.
Svo var mér sagt að hann kæmi að öllum líkindum á morgun.

*sjúg upp í nef* Mér líður eins og ég sé í hernum. Það eigi að brjóta mig algjörlega niður andlega áður en ég er byggð upp aftur.

Þetta er eins og að það sé kominn 24. desmúsber og mér sé sagt að jólunum hafi verið frestað þangað til á morgun eða hinn...
Maddlú bauð mér í mat í gær. Hann grillaði ofan í mig göldrótt nauta-grillspjót. Þau litu svo afskaplega sakleysislega út þarna á pinnanum sínum, en svo þegar ég hafði af-pinnað eitt, þá komst ég að því að þau voru svona eins og the horn of plenty. Endalaus. Ég náði ekki einu sinni að klára þetta eina stykki. Þrym fannst það ágætt held ég.

26.6.05

Í gær...
...var nammidagur svo ég borðaði nammi, pizzu og hádegistilboð hjá Indókína
...hitti ég Hákon minn almennilega í fyrsta skipti í laaaaangan tíma
...hitti ég Völu mína almennilega í fyrsta skipti í laaaaangan tíma
...stunduðum við Andri Freyr dog-spotting í einni bókinni hans
...sá ég hvítaruslsþætti á Sirkus
...gat ég ekki haldið mér vakandi mikið fram yfir miðnætti
...lúllaði ég í síðasta skipti í Efstasundinu, en hann Einar flytur í dag
Ég er búin að velta því mikið fyrir mér upp á síðkastið hvað það væri sniðugt að fara að ganga með sokkabrúðu á sér að staðaldri. Sokkabrúðan yrði að sjálfsögðu að hafa skrækari rödd heldur en þú, svo að greina mætti hvor ykkar væri að tala. Brúðan tæki svo að sér að segja allt það dónalega og rætna sem þér dettur í hug, en kannt ekki við að láta frá þér. Þá yrðu alltaf allir rosalega pissed út í sokkabrúðuna, en þú myndir sleppa!

Helvítis drullukuntubeljurnar ykkar!

HVað.. þetta var ekki ég! Þetta var sokkabrúðan.....

24.6.05

Myndablogg


Búúúú... Èg er draugur!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Skar mig á skyr.is. Meiddið lítur vinalegra út eftir að ég bætti við augum..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ég á ógeðslega fína, nýja tösku. Þið vitið.. svona stelputösku sem sumt fólk kallar veski. Þetta er samt ekkert veski. Veski eru lítil og geyma peninga, kredit kort og sundklippikort.

Taskan sem ég nota mest er orðin svo voðalega þreytt greyjið að það er alveg kominn tími til að leggja hana til hvíldar.

Vandamálið er að nýja taskan mín er minni en þessi gamla. Hér vandast málið. Mér er það gersamlega fyrirmunað hvernig ég gæti mögulega lifað án þess að hafa gsm síma, seðlaveski, lykla, iPod mini, iPod mini hlaupaól, minnislykil, 1/2 vatnsflösku, pillurnar mínar, penna, box með CLA og öðrum fæðubótaefnum, gleraugun mín og neyðarmálningadót á mér at all times (þetta eru þó bót í máli frá því að ég komst ekki heldur út úr húsi án þess að hafa stressbolta, lítinn gorm og sápukúlur á mér). Þess ber að geta að það sem ég taldi upp eru þeir hlutir úr töskunni minni sem mér finnst mega missa sín. Ég minntist ekkert á hælsærisplástra, neyðar-próteinbar og allt hitt. Ekki nema von að Einar kalli töskuna mína "bag of holding".

Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að raða þessu öllu í nýju, fínu töskuna, en það var enginn tengingur. Einhverjar hugmyndir??

23.6.05

Myndablogg


Ég er með 6. skilningavitið þegar það kemur að versli. Ég VISSI að það hefði verið góð hugmynd að kaupa bleika sokka í Danmörku, síðasta haust...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


...þeir tónera nefnilega fullkomlega við bleiku skyrtuna sem ég keypti úti í Flórída!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Það er hægt að nota stafina úr nafninu mínu í að búa til stelpu með tagl.

so
.k
Súmmeríng
Þegar ég byrjaði að Óskímonast, þá voru
- 98% heimsókna frá windows stýrikerfi og
- 95% með IE browser.

Síðustu mánuði hafa að meðaltali
- 92% gesta verið með stýrikerfi frá windows (þar á meðal 3% með 98, sem er eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af) og.. *trommusóló*
- 59% með IE browser!

Eftir að gamli naggurinn dó (fyrir svona 2 - 3 árum) fækkaði heimsóknum til mín um svona 50 á dag, en hefur haldist nokkuð stöðugur síðan þá.

Nú kommentar náttúrulega mjög lítill hluti af þeim sem heimsækja mig, svo ég er að velta því fyrir mér hvort að hægt og rólega hafi "eðlilegt fólk" að vera að detta út og nördar komið í staðinn fyrir það, eða hvort að eðlilega fólkið sé að stórum hluta farið að nota aðra browsera.

22.6.05

Have you ever danced with the devil in pale moonlight?
Tja.. ekki Batman..
Við Palli skelltum okkur í sund, fengum okkur semi-ekki-óhollan ís og fórum svo á Batman Begins í bíó.

Nú gæti ég verið rosalega neikvæð og sagt eitthvað eins og "Á hverju/hverjum/hverri var sá sem valdi nýju 12 ára vælukjóa kærustuna hans Tom Cruse í hlutverk Hotty McSaksóknara?", en síðustu færslur hafa verið nokkuð bitrar, svo ég held aftur að mér.

Mér finnst þessi Batman AWSOME (With out me, it's just awso). Gamli Batman er orðinn einhver sem berst við rauðhærða gaura í grænum hjólasamfestingum útötuðum í spurningamerkjum. Oh wait. Hann var það alltaf, svo hann er ennþá awsome. Með litlum stöfum samt til að skipta þessu eitthvað upp.

Tók enginn annar eftir mun á öllu "morði foreldra hans" dæminu á milli mynda? *Bang* Furðulegt.

Þessi mynd gaf mér eitthvað kikk. Fá loksins að halda með verunni í myrkrinu. Hvernig væri ef einhver gerði reverse hryllingsmynd, þar sem að maður fylgdist allan tímann með uppvakningnum? Tja.. sure.. hann væri kannski ekki maður margra orða, en það sem hann skortir í gáfum og liðleika myndi hann algjörlega bæta upp fyrir með góðu viðhorfi. Gefst aldrei upp! Það er lexía þar sem læra má! Yup.

Það eina sem þyrfti að passa upp á, væri að láta ekki sama crew og tók upp Hulk sjá um gerð myndarinnar, þar sem þeir eyddu sínum fókus í að einblýna á innri baráttu græna skrýmsisins. Hvað er það?? Hvernig er hægt að klúðra mynd um grænan, stökkbreyttan mann sem er ógeðslega reiður og hefur átt comic book í mörg ár? HVERNIG? Ég skal segja ykkur það! SVONA!

*ræskj* Já.. ekki bitur færsla sagði ég.

Hvolpar, regnbogar, sóleyjar og 80 gígabæta harðirdiskar fyrir laptoppa. Svona. Lagaði þetta. Ég hef aftur náð balance!
100% Hunts. Okay. Og 100% Íslandsbanki líka? Er þetta eitthvað svipað og í klappstýrumyndinni þarna þegar einhver gaur kenndi öllum liðunum sama dansinn?? Einhver auglýsingamógúllinn að raka inn slagorðapening!
Hérna... bankar?

HÆTTIÐI AÐ HRINGJA Í MIG!! Þetta er orðið alveg ágætt sko. Ekkert smá áreiti sem nýsteiktir háskólastúdentar þurfa að þola. Svo virkar heldur ekkert að segja nei takk við þá. Þeir bara tala og tala og tala.

*gripið inn í mitt samtal*

Ég: ...en ég er með viðbóta lífeyrissparnað...
Hann: Já, en viltu ekki vera með viðbóta lífeyrissparnað hjá OKKUR? Við erum með munn og nef og olnboga og tær og blablablablablablabla....

*Korteri síðar*

Ég: Ég var að hætta viðskiptum við ykkur í gær. Ég var ekki sátt þar. Ég vil ekki skipta aftur til baka.
Hann: ...og eyru og hné og lifur og kálfa og blablablablablablabla....

*Seinna...*

Ég: ..en.. en.. ég er að fara í meira nám til útlanda í haust. Það verður hvort eð er enginn peningur til að leggja inn.
Hann: ...og milta og fingur og nafla og rass og blablablablablablabla...

*Ennþá seinna..*

Ég: *Hugs >> Hmm.. Ætli hann myndi taka eftir því ef ég legði símann frá mér..?

*Miklu seinna...*

Ég: *Hugs >> 10 grænar flöskur... hangand'uppá vegg. 10 grænar flöskur.. Hangand'uppá vegg og ef að EIN græn flaska.. dettur niðrá gólf þá eru 9 grænar flöskur.. hangand'uppá vegg...*

*Svo mikið seinna að það er orðið fyrr!*

Ég: *gríp fram í* Heyrðu! Þú gætir kannski frekar selt mér líf- og sjúkdóma tryggningu.
Hann: Ha? Nei. Við seljum ekki svoleiðis.
Ég: Ó. Ég held nefnilega að ég sé að fá heilaæxli.


Nei. Reyndar ekki. En ég HEFÐI átt að segja þetta.
Þeir selja skóflur, garðdverga, borvélar, trampolín, allskonar nammi og snakk, frosnar pizzur, peysur, óteljandi tegundir af kökum... Vá. Það er hreinlega allt til í Europris. - Or is there?

Ég skrapp þangað núna í hádeginu til þess að kaupa mér 1/2 gróft brauð og kjúklingaskinku. Þetta er friggin' huge búð, svo ég leitaði hátt og látt en fann þetta hvergi. Ég fann hinsvegar allt annað (og get nú gefið ykkur upp nákvæma staðsetningu Emilíu Arehart). Þegar ég hafði leitað frá mér allt vit, spurði ég kassadömuna hvar venjulegt brauð (voru til allskonar aðrar týpur) og álegg væri að finna. Svarið kom:

"Við seljum ekki þannig".

Ó. Kay.

Europris selur sem sagt ALLT nema brauð og kjúklingaskinku. Meikar sense.
Er eitthvað vinalegt hardware nörd þarna úti sem væri til í að skrúfa í sundur Emmu og setja í hana nýjan disk (sem ég myndi kaupa.. obviously)?
Hahhahah... djö. Amazon mælir með fyrir mig:

- Terry Pratchett bókum
- Linux og php bókum
- Roleplay bókum
- Body sculpting og Lóðalyftifyrirkvenmenn bókum

og... Get this! Bók um hvernig ég geti eignast vini (Eitthvað Dale Carnegie dæmi). Líklega rökrétt niðurstaða út frá hinum bókunum....

Ég þarf augljóslega að fara að skoða eitthvað svalara þarna ;o)
Hvað er málið með grunnskólastelpur í g-string og foxy fötum? Þegar ég var í gaggó voru stelpurnar í víðum dickies buxum, hettupeysu og í annari hettulausri yfir þegar þær höfuðu sig til. Svo voru líka til strákar! Núna eru bara til stelpur í grunnskóla.

Það er ekki gáfuleg tíska fyrir grunnskóla stráka að vera með sítt hár.... Ég er alltaf að rekast á unisex krakka. Þeir yrðu ekkert smá glaðir ef ég tæki Jón Gnarr á þetta.. "Ertu strákur eða stelpa?"

Er ég orðin svona helvíti gömul? Damn :o)

21.6.05

Tíminn líður rosalega hratt í vinnunni þegar konar er að vinna við skemmtilega hluti...

20.6.05

Einu sinni var strákur sem hitti niðurleitan, gamlan mann sem sat á bekk við tjörnina. Strákurinn spurði gamla manninn varlega hvort að eitthvað væri að. Maðurinn horfði á hann með döprum, en vinalegum augum, eins og að hann væri þakklátur fyrir athyglina. Gamli maðurinn svaraði ekki spurningunni, en dróg þess í stað upp lítið skrín úr vasa sínum. Út úr skríninu kom fallegur silfurþráður og maðurinn sagði stráknum að ef tosað væri í þráðinn, myndi tíminn líða. Hann rétti piltinum skrínið og brosti daufu brosi. Því næst staulaðist hann á fætur og haltraði á braut.

Strákurinn tosaði fyrst í þráðinn í einum af leiðinlegu stærðfræðitímunum í skólanum sem virtust aldrei ætla að enda. Viti menn! Skrínið virkaði. Hann þurfti aldrei aftur að láta sér leiðast í skólanum!

Í eitt af skiptunum, þegar pilturinn var reiður yfir því að enginn hlustaði á hann vegna þess að hann væri bara lítill strákur, tosaði virkilega fast í þráðinn. Allt í einu var hann orðinn fullorðinn, giftur fallegri konu og átti myndarlega fjölskyldu. Þegar börnin grétu á nóttinni eða það var erfitt að ná endum saman, tosaði hann mis-fast í þráðinn og vandamálin hurfu á braut.

Einn daginn rankaði strákurinn við sér. Hann var ekki lengur strákur, heldur gamall, hrumur maður sem sat á bekk við tjörnina og syrgði konuna sína. Hann gerði það sem hann gat til þess að ýta þræðinum aftur inn í skrínið, en allt kom fyrir ekki.


Alltaf þegar mér leiðist, eins og í 8 klst flugi eða á langdreginni útskrifarathöfn, sitjandi undir sömu ljósum og hita Sahara, þakka ég Alberti kóalabirni fyrir að eiga ekki svona skrín.......
Djö. Ég missti af djúpu-laugunni á föstudaginn. Skjár einn náðist ekki uppi í bústað, sem kemur víst ekkert voðalega að óvart fyrst HR verður að sjá Bifröst fyrir þessari stöð með aðstoð "internetsins" (fræðiorð í gæsalöppum, ekki satt?).

Ég get reyndar ekki sagt að ég leggi það í vana minn að horfa á þennan þátt, á föstudagskvöldum kl. 22, en þessi var öðruvísi. Vinkona okkar String-Emil, hún Lauga var að taka þátt í þetta sinnið og eftir því sem ég best sé var hún ekki bara valin, heldur fékk hún líka fríkeypis ferð á U2 tónleika í útlöndum. Magnað!

Ég fór allavega á heimasíðu skjás eins og ætlaði að horfa á þetta á "internetinu" (færðiorð. Aftur), nema hvað að ljóta fólkið þar er ekkert hot fyrir að setja inn nýja þætti á vefinn hjá sér. Sem betur fer er þessi sjónvarpsstöð hins vegar mjög hrifin af endursýningum, svo ég get fylgst með þessu í kvöld í staðinn. Samt frekar súrt að vita hver endirinn er (kannski ég hefni mín á ykkur og segi ykkur hver Kayser Söse er!! Samfélagið hefur gert mig svona). Ég er engu að síður mjög ánægð og drulluabbó fyrir hennar hönd.

Vild' að ÉG fengi ókeypis ferðir á tónleika í London..
Ég reyndi að vara ykkur við teletubbies kynslóðinni! Ég reyndi.. en þið hlustuðuð ekki! Núna, eru heilu árgangar ponsna labbandi um, gerandi "the mark of the beast" eða merki dýrsins með höndunum, jarmandi "spædehhmehhh".

Hvað þetta óhelga orð þýðir, veit ég ekki, en víst er að vandi er á höndum! Allavega þessum litlu höndum sem eru að gera merki dýrsins, svo mikið er víst..

19.6.05

Ég er að spá í að kaupa mér nýjan disk fyrir Emmu og setja bara Linux upp á hana. Hoppa út í djúpulaugina með engan kút. Held einhvern veginn að ég væri alltaf að boota upp í windows ef ég hefði dual og myndi ekkert læra almennilega á þetta.

Var líka eitthvað að íhuga að fikta í php í einhverju pet project. Linux og php? Össss!! Einhverstaðar liggur .NET í fósturstellingunni og grætur.

Myndablogg


Ég að vaska upp í bikiníi..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

18.6.05

Myndablogg


Þetta er bókin sem ég er að lesa. Hún er sniðug.
"Should I wear black or red? Do I go with winged monkeys or ninja warriors? Just where will I put the evil lair?"
Questions like these trouble any self-respecting villan. Now, for the first time ever, there is a handy guide to resolving these and other puandaries. HOW TO BE A VILLAN includes:
How to do an evil laugh. The evil henchmen guide. Fashion for the evil-doer. The evil plan generator....

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

17.6.05

Myndablogg


Það er óvart rosa fínn veitingastaður í miðri sveitinni. Mmmm humar.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

16.6.05

Myndablogg


Væri heimurinn ekki ógeðslega fyndinn ef það væru svona miðar á ÖLLU.
Þetta er pósk.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Hvítvín til tilbreytingar (til til. Hahaha. Good one). Þetta er víst eitthvað voða fínt, en ég kann aldrei að meta hvítvín eins og þau eiga skilið..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
I am going on a.. summer holiday. Doing things I always... wanted to.. everybody has a summer holiday, to make their dreaaaams come truuuuuuue... somethingsometh.. me and you!

Ég er að fara í Sumar-Gústaf eftir vinnu. Við erum búin að versla allt sem versla þarf (nema nammi. Treysti mér ekki í að kaupa svoleiðis fyrst ég má ekki borða það fyrr en á laugardaginn. Þarf að fara að lyfta viljastyrks-lóðunum) og ég er búin að pakka.

Það er eitthvað svo fallega gert af frídegi að lenda ekki á fimmtudegi eins og þeir virðast almennt gera helvítin á þeim. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti frídögum, en með fimmtudagsfrídögum eru 2 sunnudagar í einni viku (reyndar 2 föstudagar líka, sem er ágætt). Mér finnst sunnudagar ekkert spes.
Nono. Nononono. Nononono. Nono there's no limit.

Þeir semja ekki textana eins og þeir gerðu í gamla daga... Fank god.

15.6.05

Úúúúúúfff og oj.
Ég setti loksins upp sæta krílið mitt, hann iPod mini og bjó til möppu á hann sem heitir "Gym Music". Í þessa möppu setti ég bara metal tja.. og Guano Apes.

Í morgun, vaknaði ég svo fersk og fín (*hóst* Reyndar ekki, ég vil bara frekar passa í fötin mín heldur en að sofa einum og hálfum tíma lengur á morgnana), hélt í ræktina, klifraði á eina brennslugerðar vélina og hóf klukkutíma tilraun til sjálfsmorðs. Með metalinn í eyrunum puðraði ég mér svo mikið áfram, að ég var farin að fara ískiggilega oft yfir hámarkspúls. Helvítis pípið í púlsmælinum truflaði metalinn, svo ég slökkti bara á úrinu (rökrétt..? hehe) og hélt áfram á sama full throttle og áður, en nú án þess að pípt væri á mig þegar ég var að fara yfir tvöhundruðin.

Eftir þessar aðfarir var ég svo rennandi, að ég var eins og ég hefði farið aftur í vatnsrússíbanann í Sea World. Hmm. Ég get gert betur en þetta. Leifið mér að reyna aftur!

Eftir þessar aðfarir var ég svo rennandi, að ég var eins og middle class húsmóðir á Barry Manilow tónleikum. Ég náði samt einhvernveginn að synda inn í búningsherbergi, strippa og labba að sturtunum.

JÁJÁ!! Frábært að hafa EKKERT kalt vatn í sturtum á svona augnabliki. Hefði skort heita vatnið hefði ég bara látið mig hafa það, en ÁI! Ég get alveg sagt ykkur það, að það var yndislegt að klæða sig aftur í rennandisveittan íþróttagallann og keyra heim til sín í sturtu á svona augnabliki.

14.6.05

Myndablogg


Einn var að lúlla, en ekki ein...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Grasið er ekki grænna hinu megin við atlandshafið, en það er þykkara. Svo þykkt að það lítur út fyrir að vera CG

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Þetta var á veggnum í herberginu okkar *gubb* Þjóðarstoltið þarna úti er slík að fólki finnst það mikil virðing að vera í nærbuxum úr fánanum sínum, sem okkur þætti miður smart.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Við Einar bjuggum svona fínt til á stóra ísskápinn sem átti hlut í að fita mig. Hann segir að þetta aftasta sé R. Ég er ekki alveg sammála..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Bubba-Gump shrimp. Báturinn sko. Hann á heima fyrir utan planet hollywood í flórída.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Hvaaaaar er Óskin?
Það settist fluga á skjáinn hjá mér, svo ég tvíklikkaði á hana. Hún fór ekki. Spurning um að de-bugga.
Aaaalveg rétt. Svona var kl. 6 á morgnana á bragðið! Eins og sviti!

13.6.05

Dear Raymond Guterriezz,
I must say, I was a little surprised when I got your e-mail, in particularly because you referred to me as a sir, when I am most definitely a queen. I mean madam. Not like the ones from the old west though, that hung out at the pigeon ranch.

Ah.. hung! That brings me to my point. You wrote to me that you are selling magic pills that are garneted to add 2 full inches to my penis. All though, like I said before, I am the penis-less type of queen, I find this very interesting.

Seeing we are both smart people (I gather because half of your letter was written in some new mixture of 1337, strange, new English and kid-Latin. You must be pretty smart to invent a new language!), we'll agree that 2 inches on top of 0 must indeed be 2 inches (except for some really large values of 2!).

This brings me to my question. Although I am not interested in having a 2 inch penis myself, I think it might catch on among serial-club-going females. You see, the queue to the female restrooms can get very long and I am sure that many would welcome the opportunity to have a choice between the male and the female restroom.

Before I order a large quantity of pills to sell to that particular group, I would like you to answer this question;

Would you refer to a person with both male and female gentiles as an "It"? I find clowns very scary, ever since I saw the movie "It" at a very young age and I’m afraid that would prevent my purchase.

With best regards, and in hope of a quick response,

Ósk Ólafsdóttir,
Queen, Computer Scientist, Super hero and a Coulrophobic
Ég hljóp 7 km í morgun. Það væri töluvert meira impressive hefði það ekki tekið einn klukkutíma. Ég heyrði einhverntímann að besta leiðin til að auka þol að væri ekki að hlaupa, heldur að skokka. Sjáum hvort það sé eitthvað að marka það.

Ég fékk hælsæri. Urrr. Sárhæluð.

Keypti mér fullt af skóm úti í útlöndum sem ég á eftir að ganga til. Henti þessum þægilegu í Amerískt rusl. Núna virðist vera alveg sama í hvaða skó ég fer, ég fæ alltaf slas á hælinn.

Ömurlegtömurlegtömurlegt.

Myndablogg


Ég keypti mér úr í útlöndum. Það er stórt og mér finnst það fínt. Ég keypti mér líka iPod mini til að spjalla við mig í ræktinni. Gumminn góður hvað ég þarf að eyða miklum tíma þar næstu mánuði. *fitn* Gott mataræði aftur gangsett og tekið til í musterinu. Until next time... Good bike..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

12.6.05

Æææ.. Emma mín dó í gær. Diskurinn hennar er farinn. Sem betur fer var ég glæný búin að taka backup af henni. Dramatískur dagur sem hún valdi sér. Kannski þetta hafi verið einhverskonar statement.

10.6.05

Ég skrapp út í hallargarðinn og sló hann. Leiftursnöggt. Í grasið. Rakaði svo og sópaði. Og það allt saman í buxum. Dugleg ég.

Mamma mín var svo heppin að það beið eftir henni nýr bíll þegar við komum heim. Hann heitir Benz. Mercedes Benz. Hann er 2005 árgerðin. Eða 2006. Eða whatever sem er nýjast núna. Stupid árgerðir. Þetta er bara sá flottasti bíll sem ég hef á æfi minni séð. Ég keyrði hann smá áðan á meðan ég hlustaði á nýjasta coldplay diskinn sem er fínn. Ég er alveg búin að sætta mig við að lexusinn hafi verið seldur núna. Yup. I'm easy.
Ég er komin heim í heiðardalinn með slitna skó - og þó! Henti eina slitna aumingjans parinu úti í Ameríkunni. Kannski eru krókódílarnir komnir í þau núna. Eiga það líklega inni hjá okkur elsku skinnin.. fyrir öll.. skinnin þið vitið!

Það er margt gott í Bandaríkjunum. Þar má t.d. beygja til hægri á rauðu ljósi, þar eru pappírshlífar á hverju almenningsklósetti (placebo. Eins og þetta af-sýkli þau eitthvað), þar er hægt að fylla bíl af bensíni fyrir 1500 kall og svo ég tali nú ekki um undrin og stórmerkin sem Walmart er. Í Walmart má t.d. kaupa bubblewrapper í rúllum á spottprís. Herregud. Uppskrift af undursamlegu laugardagskvöldi.

Ég var annars ekkert að djóka þegar ég sagðist hafa keypt fullt. Blind, hauga, rúllandi fullt! Kona er gífurlega rík í outletum í brandararíkjunum þegar dollarinn er í sextíuogeitthvað.

En já.. Þið eruð flest orðin vel þroskuð... eins og... ostar og ég ætla ekki að hlífa ykkur um of. Það eru líka vondir hlutir í Ameríkunni. Þar sem ég var, töluðu til dæmis allir upp til hópa spænsku, sem ég hef aldrei lært. Þegar við vorum í Sea World að horfa á sýninguna hans Shamu, þá var tekin frá smá partur í byrjun sýningar þar sem fólk klappaði og öskraði fyrir hetjum landsins, hermönnunum. Við klöppuðum ekki, þar sem að eh.. við erum hrokafullir Íslendingar. Kallinn fyrir aftan blótaði okkur í sand og ösku fyrir að sýna ekki þakklæti (hélt reyndar líklega að við værum bandarísk, helvítið). Það gerði okkur viss í þeirri sök að þetta væri rétt ákvörðun. Annað sem er ekkert sérstaklega gott eru þessar klukkutíma biðraðir í að fá að gegnumlýsa farangurinn sinn á flugvöllunum.

En já. Anywho. Segi meira einhverntímann seinna, þegar ég hef ekki vakað í sólahring.

5.6.05

Myndablogg


"all you ugly people are nice, but you gotta go"
Elska þessa fáránlega sætu og bitru kanínu. Keypti 2 mismunandi boli...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg


Ég elska að panta bjór á veitingastöðum hérna. Ég er alltaf beðin um skilríki af þjónunum, sem gapa svo yfir ökuskírteininu mínu, eins og að það sé síðasti leiðarvísirinn on the path of ilumination. Eftir smá hik, biðja þeir mig svo um hjálp við að afkóða þetta. Einn spurði mig meira að segja hvort þetta þýddi að ég væri 22ja. Ég ota alltaf drullugum puttum að dagsetningunni og segi "day, month, year". Þá ljóma þjónarnir og þeim finnst veröldin aftur meika sense.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Myndablogg

Did you miss me? Þetta network þarna næst ekki þar sem ég er einna helst. Við erum búin að hafa það voða gott. Húsið, sem er svooo stórt (aldrei séð svona huge hús á einni hæð), er með sundlaug í garðinum, svo þar er hægt að kæla sig. Ég er búin að versla mér til óbóta, klappa krókódílum, spjalla við tígrisdýr og borða óhollt.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone