30.4.05

Hún Lauga er 24 ára í dag (sem þýðir að hún sé '81 árg. sem er sérstaklega góður árgangur!) og hún kom með 2 kökur í skólann. Það er gott að borða köku í morgunmat. Ég vildi óska að Lauga ætti ALLTAF afmæli..

29.4.05

Mötuneytið hlýtur að hafa frétt að ég var að pirra mig eitthvað á því hérna í gær, því að í dag fékk ég hið fínasta nautafillet, bakaða kartöflu og salat fyrir 690 kall.

Borgar sig að tuða.
Ég sit uppi í skóla og er að hlusta á einn af þessum 7 slökunardiskum með Friðriki Karlssyni sem tónlist.is ákvað að gefa mér. Í takt borða ég niðurskornar paprikur, sellerí, gulrætur og gúrkur og drekk vatn með.

Váh.. bráðum yfirgef ég forritunarumhverfið mitt og fer út að knúsa tré :oP

Rífið hér? Who are they kidding?

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

28.4.05

*Quote*
"Ég þarf ekki að ríghalda í budduna þarna úti"

Nei. Ég er ekki dóni að túlka þetta dónalega...
Núna geri ég mér fyllilega grein fyrir því að starfsmenn Subway hafa í gegnum tíðina verið þekktir fyrir margt annað en að vera ferskir og fljótlegir. Í dag hitti ég þó grænmetisásetningakvendi sem gjörsamlega stal kökunum frá öllum hinum.

Einar kom með þá kenningu að hún væri grænmeti og þessvegna væri hún að vinna á þessum stað á færibandinu og væri svona afskaplega lengi og vandaði sig svo mikið við ásetninguna á vinum sínum. Svo vænt þykir henni um grænmetið að hún skar ekki einu sinni bátinn minn í tvennt að ótta við að skaða þá. Ég þurfti að skera hann sjálf inni í matsal með bréfahnífunum sem þeir bjóða upp á með over prized mötuneytismatnum sínum. It wasn't pretty.

Merkilegt nokk, þá var söbbinn minn orðinn kaldur þegar ég loksins fékk hann í hendurnar. Hinar subwaygerðarpussurnar voru heldur ekkert að aðstoða hana neitt. Önnur stóð sem fastast kjöt-megin, þó að hún hafi afgreitt alla sem komust fyrir við borðið og hin stóð við afgreiðslukassann, þó hún hefði rukkað alla sem hún mögulega gat.

Þetta system er ekki alveg að virka. Það verður að stoppa það. Hér með sendi ég út neyðarkall til gjafvaxta manna og kvenna um að knésétja subwayásetningakerfið í eitt skipti fyrir öll.

LYFI BILTINGIN!

27.4.05

Hor er svo friggin' heimskt að það skilur ekki þyngdarlögmálið. Ef ég stend eða sit, ætti það augljóslega að leka niður.

Fáviti..

Ah.. by the way, þá fékk ég java.lang.OutOfMemoryError fyrst þegar ég reyndi að pósta þessu. Vú..húúúúh

Sólin mín.. Sykurlaus, c vítamínbættur sleikjó sem er góður fyrir tennurnar.. *slurp*

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Við fengum nýja og mikilu stærri ruslatunnu og ég var fyrst til að henda rusli í hana.

That is all.

Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem gera það spennandi...
Af hverju stíflaðir þú nefið mitt, you fucked up crazy ass weirdo beaver!??

Ég hef alveg ekki húmor fyrir þessu kvefi. Ég var búin að skjóta helvíti fast á Einar í gær, þegar hann kom með comebackið: "Ósk, segðu 'n'".

Aagrh.. Ekkert hægt að segja við þessu!

26.4.05

Einu sinni fór ég til læknis. Fékk einhverjar pillur sem ég átti að taka svo ég yrði ekki lengur lasinn (NEEEI.. ekki hausalæknir!)

Læknirinn: Svo máttu ekki drekka áfengi með þessu lyfi
Ég: En má ég ennþá reykja krakk??

..Nei, ekki í alvörunni... en ég HEFÐI átt að segja það!

Prófíll

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Nei. Þetta er bara baby-cut carrot og 2 cherry tómatar.....Ekki geimskip!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

25.4.05

Ef þú horfir ekki hvert þú miðar, skýtur þú þig kannski í fótinn...
Í gamla daga, allavegana áður en ég fæddist, byrjaði að myndast ný málvenja. Orðið strætisvagn var stytt niður í strædó.. og orð eins og bíó byjuðu að heyrast æ oftar. Það var þessu "ó-i" sem var skeytt aftan á allan skrambann. Ó er líka fallegur stafur. Hann er eins og gapandi munnur með nebba fyrir ofan. Nafn margra góðra manna og kvenna byrja á Ó.

Ekki voru allir jafn sáttir við þessa þróun mála. Einn af helstu andstæðingum þessara breytinga var hann séra Leó. Séra Leó skrifaði langa og ítarlega grein um þetta annars hvimleiða mál í Morgunblaðið og sparaði ekki stóryrðin. Greinin endaði á setningunni; "Engin íslensk nafnorð enda á bókstafnum ó".

Eftir þetta var hann alltaf kallaður séra Le.

24.4.05

MC "gotta get a coupon to buy a" Hammer.

Pabbi gaf mér hálsmen, eyrnalokka og armband úr geðveikt fínum turkish steinum. Bláir og glaðir. Þeir erum með svörtum æðum í sér, sem eru chaotic good og munstrið mynnir mig svolítið á ís með súkkulaðisósu

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

22.4.05

Ég póskaði þetta kl. 1337
Stundum gerir forritun mig dapra. Allir þessir grátandi kallar í endanum á næstum því hverri línu

);

21.4.05

Það er svo ógeðslega rómantískt þegar krakkarnir þarna í auglýsingunni hætta að kyssast til að fá sér drykkjarjógúrt...

..nei bíddu... Það er það EKKI!

By the way.. Það er svona mikið af blóði í einni manneskju..

20.4.05

Pabbi minn er í Egyptalandi að viðskiptast eitthvað. Ég var að sjá myndirnar sem hann sendi mömmu í gegnum skype áðan, af Sphynxinum, pýramíndum, kameldýrum og allskonar fíneríi. Ég er svo afbríðissöm að ég gæti ælt.

Annars hafði hann bara rétt klukkutíma frían til þess að skoða, svo að ég er líka svekkt fyrir hans hönd.

Svekkt og afbríðissöm. Magnað ;o)
Kúsalagúbagúbb. Mig langar að kunna svo mikið sem ég nenni ekki að læra. Eins og steppdans, frönsku, köfun og að sauma föt.

Í hvurslags fucked up heimi búum við í, þegar ég get ekki downloadað þessari þekkingu af netinu og inn í heilann á mér?

19.4.05


Ég fann einhverja svona grímu inni í ísskáp. Augun á mér eru ágætlega sátt við hana. Ég tek mig líka út eins og ofurhetja með hana, svo ég prílaði upp á borðstofuborðið og þóttist vera í eftirlitsflugi.

Ofur-Ósk snýr aftur...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ég er með harðsperrur í augunum. Já. Það er víst hægt. Allavega er ég rosalega, rosalega þreytt í þeim (ekki syfjuð sko). Eiginlega bara illt. Öðru hvoru tek ég vatnsflöskuna mína og held henni upp að aumingja sjáurunum...

18.4.05


Mynd tekin frá vinstri nösinni á mér...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Þegar ég var tvítug, þá var ég "at the top of my game" í trivial. Trivial spyr nefnilega bara úr stúdnetsprófsefni og sjónvarpsþáttum. Eftir að hafa ný lokið því að fara í sögu próf úr efni 3ja ára og menningafræði próf úr efni 2ja ára, þá var ég bara nokkuð ósigrandi (tja.. nema helvítis bróðir minn hefur alltaf unnið mig. Þetta eru svo góð gen..).

Nú er af sem áður var...
...Síðan þá, hefur heilinn í mér verið markvisst að skrifa yfir allt þetta efni með tölvunarfræðiþekkingu og nú er svo komið að ég vinn bara í Trivial, ég niðurlægi ekki *egó*.

Þetta gæti barasta verið að breytast aftur. Ég allavega veit ekki hvaða önnur temmilega heilbrigð manneskja veit að járnbrautir voru fundnar upp árið 1815, flugvélar árið 1903, útvarp árið 1905, sími árið 1926, bílar árið 1885, sjónvörp árið 1926 og tölvur árið 1943. Jááh.. Svo uppgvötvaði hann Christian Oersted víst rafsegulbylgjur árið 1820. (Finnst engum öðrum fyndið að ég sé að læra þetta í kúrsinum "ný tækni"?).

Ef einhver ætlar að halda því fram að ég hafi rangt fyrir mér, þá mun ég skera á hásinarnar á viðkomandi og binda þær við FM hnakka á leið heim til einhvers af dreifaraplásshnakkastöðunum...

17.4.05

Ég vil þakka Natta fyrir að senda mér ÞESSA mynd með hjálp nútíma tækni (no fanks to síminn).
Gleymdi að segja...

í prófinu í forðufaginu stóð fyrir ofan spurningar "vinsamlega hafið svörin knöpp, 2-3 blaðsíður fyrir hvert svar"

Aha.
Áðan, eftir matinn, tók ég innvolsið úr 2 maiskornum og setti hýðið af þeim utan um framtennurnar á mér. Ég var skömmuð, úthrópuð sem ógeð og meira að segja lamin einu sinni í öxlina.

Ég er misskilin...
Í gær hringdi Palli litli pú í mig og færði mér þær fréttir að hann væri að fara í sund, svo að ég gæti ekki hringt í hann næsta einn og hálfa klukkutímann eða svo. Þegar að Palli steig upp úr lauginni var hann með 24 missed calls frá okkur Einari.
He's not the boss of me! ;o)

Ég kom að þessum lopapeysuklædda fugli inni í herberginu hjá mér, þar sem hann lét ansi ófriðlega. Hann virtist vera í chicken við gluggann (ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni).

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

16.4.05


Óneiii.. Það varð hroðalegt slys.... Eða... MORÐ?

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

14.4.05

Á eftir því að labba berfætt í snjó til Húsavíkur, þykir mér fátt minna heillandi en próf. Núna á ég nefnilega svo erfitt með að einbeita mér. Komin með daginn-fyrir-próf veikina. Þegar ég byrja að reikna, dett ég út og get ekki hætt að hugsa um hvernig fólk öskrar á táknmáli.

*dæs*

Death does have it's upsides you know. It's easy to do lying down and have you concidered the save in rent, food and so forth?

13.4.05


Ég er svo smart að það hálfa væri nóg *hóst*. Fólk á alltaf að líta sem best út, líka þegar það er eitt heima að læra fyrir próf í línulegri algebru...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
All I ask is that you treat me no differently than you would the Queen.
...enda er ég drottningin.

Stundum pirra ég sjálfa mig. Ég pirra mig þegar ég leyfi mér að láta fólk fara í taugarnar á mér. Hvernig ætli kona baktali annars fólk á opinberum miðli? Er það hægt? Líklega ekki.
Fork. Ég þarf að verða mér út um VIP zone, þar sem ég get sagt ljóta og dónalega hluti án þess að hinn almenni net-notandi sé nokkurs vísari...

12.4.05

Það á afmæli í dag
Það á afmæli í dag
Það á afmæli, það póóóósk
Það á afmæli í dag

Það er 3 ára í dag
Það er 3 ára í dag
Það er 3 ára, það póóóósk
Það er 3 ára í dag

11.4.05

Mér finnst eitthvað fyndið við það að einhver frá althingi.is hafi komið inn á síðuna mína í gegnum google fyrirspurninga "lítil píka".
Yup. Við erum plebbar upp til hópa
Úfff.. Froðan alveg lekur út úr eyrunum á mér. Froðufag. Ég var sem sagt að klára (vonandi) þriðja síðasta prófið sem ég fer í, áður en ég verð tölvunarfræðingur. Ég er með sinaskeiðabólgu og mér er illt í hendinni. Ég vissi ekki að fólk skrifaði lengur 8 smekkfullar, handskrifaðar blaðsíður í prófi... Vitlaus ég.

10.4.05

My reality check is in the mail
Fyrir mörgum árum, vann ég í búð. Ég þurfti að vinna með allskonar fólki og það veit heilög hamingjan að þetta starf hélt mér í framhaldsskóla...

Samstarfskona: Oh. Ég er á túr!
Ég: uhh.. æjæj
Samstarfskona: Ég hélt ég væri búin, en svo þegar ég var að koma úr sturtu sá ég að ég var ekkert búin.
Ég: ...
Samstarfskona: Allavegana, þá átti ég engin dömubindi, svo að ég er í bleyju af barninu mínu!
Ég: *skelfingu lostin* Eh.. það eru dömubindi og túrtappar og svona uppi á klósetti
Samstarfskona: Neinei, þetta er allt í lagi ég fer örugglega að verða búin

Svona fyrir ykkur kvenfólk í barneign þarna úti.
1. Kaupið ykkur álfabikarinn svo þið lendið ekki í svona aðstöðu
2. Ef svona nokkuð kemur upp á og þá sérstaklega ef þið vinnið í búð, notið klósettpappír eða eitthvað rétt á meðan og fjárfestið svo þegar þangað er komið í einhverju brúkanlegra..
3. Ef að þið getið með engu móti komist hjá því að nota bleyju af barninu ykkar í svona tilfelli, í guðana bænum, ekki segja mér frá því!
Kenning..
Presturinn: ..og hvað á barnið svo að heita?
Hr. Galí: Bútros
Frú Galí nokkrum sekúntubrotum seinna: Bútros.

Presturinn: Ég skíri þig Bútrosbútros

...og þau bjuggu í Diskworld, þar sem að nafnið sem presturinn segir á viðeigandi tíma, er nafnið sem fesist..

9.4.05

Eftir 3 daga (þriðjudaginn 12. apríl) á ég 3ja ára póskafmæli. Bara svona að láta ykkur vita svo þið getið farið að kaupa gjöf og svona.

Án gríns. Mér finnst að þið ættuð að gefa mér eitthvað...
MSN nöfn
Ósk - byte[ ] me
Einar Bænarí - Heap, heap, array!
Palli - 127.0.0.1 sweet 127.0.0.1

Hmmm... Stundum bara gerir kona sér grein fyrir því að það er ekki allt í lagi með hana og þá sem næst henni standa......

Breytti nafninu mínu allavega í;
Ósk - I shoot and kill animals because I know they are guilty, svona til að dempa þetta aðeins

Namm.. Þetta var gott

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nágrannaómyndirnar hafa frétt að reiði múgurinn er í skíðaferð í Aspen og ákveðið að nýta sér tækifærið. Í gærnótt hleyptu þeir reiða unglinginum út úr bílskúrnum og hann hélt partý með fullt af ímyndunarfylleríissmápíkum sem fara í sama gaggó og hann. Þetta seinkaði fegrunarsvefni drottningarinnar svo mjög, að hún er bara ekkert frýnileg í dag.

Til þess að bæta gráu ofan á svart, þá gisti loftvarnalúðurinn hann frændi minn hérna í nótt, en í fáum heyrist eins mikið eins og 3ja ára krökkum á sykurtrippi kl. 8. á laugardagsmorgunum.

7.4.05

Á heilanum..
I wanna love you but I better not touch...
I wanna hold you, but my senses tell me to stop,
I wanna kiss you but I want it too much...
I wanna taste you but your lips are venomous poison

6.4.05

Ég held að norðanmenn hafi verið right on the money þegar þeir sögðu að í hel væri kalt...

5.4.05

Mér finnst þetta ógeðslega fyndið..
Það er fátt eins scary og að vera í tannlæknastólum, þegar að tannsinn og aðstoðakvendið hans byrja að ræða um að hann ætli að fara að kaupa sér nýjan bíl...

...Ég sá þúsundkallana hrúgast á tannsareikninginn minn, þangað til að það kom upp að hann ætlaði að kaupa sér kiu. Þá andaði ég léttar. Tja. Eða eins létt og ég gat á meðan að hálfur fulluorðinn maður var uppi í munninum á mér..

Annars fattaði ég loksins af hverju sumir hata tannlækna. Á fyrsta skipti æfi minnar þurfti að bora. Ái.. Það er óvart alveg fuck vont. Ég fékk ekki einu sinni dót eftir þetta eins og þegar ég var lítil..

Híhí.. Ég er að bíða eftir tannsa..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Dramatískt

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

4.4.05

what a way to go..
Megas er búinn að popp sig svolítið upp og kominn með fastann þátt á Cartoon Network...
Stundum langar mig ekki til þess að fara að sofa, vegna þess að þá þarf ég að vakna... Alltaf þegar ég man eftir því að ég var hamingjusömust þegar ég var á leikskóla aldrinum, þá velti ég því fyrir mér af hverju ég er að standa í þessu. Ég veit líka alveg að ég passa inn í leikskóla. Þið vitið.. á stólana og svona. Ég var nefnilega að vinna á svoleiðis stofnun eitt sumarið þegar ég var táningur og ég hef nú ekkert stækkað síðan þá. Allavega ekki hækkað.

Stundum langar mig líka rosalega að höndla mig eins og ég gerði þegar ég var á leikskóla aldrinum og átti bágt. Henda mér í jörðina, öskra "Ég get ekki meir!", grenja og neita að halda áfram.

Svo reyni ég að horfa á þetta frá gáfulegu sjónarhorni og segja eitthvað eins og;
Einn og hálfur mánuður er bara c.a. 0.5% af lífi mínu hingað til.... Það er nú ekkert svo mikið. Ég er búin að vera undir svipuðu álagi helmingi lengur það sem af er þessu ári! Ég ætti að ráða við þetta..... og lokaprófin í næstu viku... og síðustu törnina í lokaverkefninu... og......
18 einingar með BSc verkefni var kannski ekkert góð hugmynd eftir allt saman..

...Fuck it! Ég tek smá af námslánunum fyrirfram og fer í nudd..
Það sem er sorglegast.... er að fyrst ég er búin að vera að vinna í þessu þjöppunarforriti alla helgina, þá vissi ég nokkra stafi í ascii kóðanum þarna..


My computer savviness is greater than 87% of all people in the world! How do you compare? Click here to find out!


But there you have it.. Ég var 92% nörd, svo að 5% af nördinu í mér snýr ekki að tölvunarfræðinni...
Finnst annars merkilegt að ég hafi fengið svona hátt, fyrst ég var ekkert að lofa linux og Linus eller noget..

3.4.05

Ég fékk mér smá hádegismat með mömmu og pabba. Formúlan var í gangi. Finnst engum öðrum en mér vanta "checkpoint" skilti á brautirnar?

2.4.05

Munið þið eftir keðjubréfunum sem voru í tísku þegar kona var lítil? Hmm. Okay.. þegar ÉG var lítil. *ræskj* Þegar ég var ung...

Jæja. YNGRI þá..

Þetta var náttúrulega fyrir gullöld internetsins og essemmessa. Núna fáum við eins keðjubréf í formi Emils, nema með loforðum um að einasta ástin banki upp á með buxurnar á hælunum, blóm í hendinni og grasið í skónum einhvern tímann innan næstu 2ja mánuða. Annarstaðar í tölvupóstinum stendur að ef þetta sé ekki sent áfram innan 2ja daga muni maður aldrei fá að ríða aftur það sem eftir er og útlimir munu detta af og ég veit ekki hvað og hvað... (ðeeeeven daaaayyyyððð)

Í gamladaga fékk ég stundum svona kvikyndi í pósti (fræðiheiti: snail mail). Ég man t.d. eftir sokkakeðjubréfi og ópalkeðjubréfi.

Hugmyndin á bak við þetta var svona: Listi yfir 8 manneskjur og heimilisföng þeirra var að finna neðst í bréfinu. Ég átti að senda eitthvað ákveðið item til manneskjunnar sem var efst á listanum og svo afrit af keðjubréfinu áfram til svona 8 vina og vandamanna (sem blótuðu mér svo í sand og ösku fyrir að blanda þeim í þennan skramba), eftir að hafa poppað manneskjunni efst á staflanum, sem ég sendi góssið til og bætt mínu nafni við neðst. Nokkrum vikum síðar myndi ég svo græða 8^2 items.. sem er.. *crarry the two*... shit load of items!

Jább. Virkar "in theory". Kommúnismi og Landsins snjallasti virkuðu örugglega líka "in theory". Já.. og támjóir ógeiðsskór. Nei annars....

Loforð um 64 falda ávöxtun á ópali tældu marga eins og skjólgóð kelling í fleygnum bol... Fullorðna fólkið bjó meira að segja sjálft til sína útgáfu af þessum skramba. Þá átti að senda peninga á efsta nafnið og bíða svo í nokkra mánuði eftir flóðbylgju seðla í pósti. ALLIR myndu græða ef fólk passaði sig aðeins á því að halda keðjunni við (minnir svona eftir á á herbalife loforðin).
Sjálf reyndi ég í eitt einasta sinn að taka þátt. Súkkulaðikeðjubréfið!

Með stjörnur í augunum og ímyndað bragði 64 úttlastykkja í munninum handskrifaði ég 8 ný bréf með nýju upplýsingunum. Með tárin í augunum sendi ég glóandi, ilmandi kitkat súkkulaði í pósti til einhverrar drullukuntuhóru sem bjó á Eskifirði. Svo beið ég. Svo beið ég meira. Ég fékk aldrei nein 64 súkkulaði. Ég fékk reyndar ekki eitt einasta súkkulaði í pósti. Ever. Annað hvort lofuðu starfsmenn þáverandi Pósts og síma súkkulaðikeðjubréfið mitt á hverjum degi og borðuðu þetta í kaffitímanum sínum... eða þá að allar mínar keðjur hafi slitnað. Það versta er náttúrulega óvissan. Maður veit ekki. Maður veit ekki....
Síðan þá hef ég aldrei sent áfram keðjubréf, sokka, ástar, vina eða önnur. Scared me for life :o)

Eitt keðjubréf hef ég þó fengið sem fór ekki beint í ruslið hjá mér eftir þetta áfall. Það var reyndar ekki alvöru (vona ég). Það hét "lífrænaáburðakeðjubréfið". Þá átti að fara og kúka á garðinn hjá þeim sem var efstur á listanum og svo 60 dögum seinna myndi koma heill hópur af fólki og kúka á þína lóð.
Knowing my luck þá er ég samt nokkuð viss um að einhver thinkingly-challanged myndi mæta á staðinn og kúka í garðinn minn, þó ekkert hafi komið súkkulaðið, svo ég sendi það ekkert áfram. (note to self: Aldrei að tala um nr.2 og súkkulaði aftur í sömu setningu)
Fannst þetta vera aðeins betri leið til að sýna ykkur það sem ég hefði annars kvótað í... Heyrist kannski ekki alveg nógu vel, en fólk sem þekkir til veit hvað ég meina.... :o)


#

oskimon
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Æjæjæj.. Litlu greyjin

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Helvítis þjöppunarforrit! I'm gonna code you so hard, you're gonna be leaking memory!!
Sorrí píböls.. Þegar ég eyði öllum mínum tíma í að skrifa ritgerð um staðbundnar þjónustur og hvernig megi nota þær í leiki.. eða forrita þjöppunarforrit (í C# for fucks sake! Ég actually hélt að það væri sniðug ákvörðun, því að venjulega þarf bara að ýta á takkann "generate program" til að búa til forrit í C#, nema hvað að bit-level stuff í C# er óvart bara ekkert svo skemmtilegt.. Endalaust skítamix), þá er þetta það eina sem kemst að.. ;o)
Óli frændi sat við eldhúsborðið með box frá salatbar Hagkaupa, lítinn burger king hamborgara, franskar, shake, bakaríis pizzusneið, bland í poka, trópí fernu og djús í glasi, búið að narta eða súpa smá af öllu.

Óli: Mig langar í túnfisk.

Ahh.. Nammidagur er gloríöss!