28.2.05

Í dag fattaði ég loksins hvers vegna ég skrifa ekki eins oft á heimasíðuna mína og áður. Svarið skall á mig eins og 2ja hæða strædó í London, skall á bróður minn forðum. Ég er orðin leiðinleg á sama hátt og fólk sem hefur nýlega eignast börn. Líf þeirra snýst að öllu leiti um litlu krílin og þau verða allt sem kemst að í samtölum hjá þeim, á meðan að flestir aðrir hafa aðeins takmarkaðiri áhuga...

...Ég hinsvegar geri ekkert annað en að læra og vera í skólanum. Þetta er það eina sem kemst að í hausnum á mér um það bil það eina sem ég tala um.

Gaaaawd mig vantar iPod shuffle til að gera líf mitt skemmtilegt að nýju!

27.2.05


Hlöðver, uppáhalds handklæðið mitt...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Við Einar skelltum okkur út að borða í gær (bara á TGI's. Þar sem hamborgararnir eru þyngdar sinnar virði í gulli. Ég ætlaði að borða 2 forrétti og 2 eftirrétti af því að það var nammidagur... en ég datt ofan í meðalmennskuna) og fórum svo heim til hans og horfðum á smá part af Alice in chanes og heila Nine inch nailes tónleika á dvd og drukkum rauðvín.

Ah.. rómantík.

26.2.05

Ég er að forrita og skrifaði óvart pubic í staðinn fyrir public. Ég hló.
Ég trúi ekki að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hef lent í þessu!

25.2.05


Svona lít ég þá út þegar ég er að læra..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Á morgun, kl. 9, fer ég í lokapróf í stærðfræðilegum reikniritum (37% próf). Á laugardegi! Ó mig auma.
Ég hef ekki haft neinn tíma til þess að læra fyrir þennan skramba fyrr en í dag. Já, í dag hefur öll mín orka farið í að reyna að koma kynköldum stefnuafleiðum, rakningaformúlum og félögum þeirra eitthvað til, svo við getum í sameiningu tekið prófið á morgun. Þar sem að ég hef aldrei verið þekkt fyrir neitt annað en að vera bjart-svín, þá verð ég að segja að rúsínan í létt AB mjólkinni er að ég þarf aldrei (7,9,13) að taka próf í þessu fagi aftur. Afgangurinn af einkunninni er bara verkefna-basískur (smá efnafræði húmor þarna..).

*Hér dreg ég djúft andan og sting mér ofan í tauganet eins og Jóakim Aðalönd (ætli hann þekki Aðalbjörn. Hann kenndi mér dæmatíma í stærðfræðigreiningu í fyrra. Aðal-dýrin hanga kannski saman) ofan í 5000 kall í klinki.
I'm too sexy for my pósk *söngl*

24.2.05

Mér tókst loksins að brenna meira en 1000 kaloríum í einni brennslutörn.

Það væri meira impressive ef ég hefði ekki verið á 80% púls og þetta hefði ekki tekið klukkutíma.
Ég veit, ég veit... en svona er þetta. Erfitt að vera þið!

1. Hvað er klukkan?
17:30

2. Hvaða nafn er á fæðingavottorðinu þínu?
Ég veit það ekki, ég hef aldrei séð það. Vona að það sé Ósk, því að annars þurfa foreldrar mínir að útskýra ýmislegt!

3. Hvað ertu kölluð/kallaður?
Ósk, Óskímon, Mrs. Einstein, call me what you like, as long as you call me time and again, feel the presence of the aura of the man. Ah.. '93 var gott ár til að vera 12 ára!

4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni?
Tvö trúðakerti. Stóð 2 á öðru og 3 á hinu. Svo var smartís og bangsahlaup.

5. Afmælisdagur:
22. október. Eina ástæðan fyrir því að ég vil ekki bara sleppa þessum mánuði úr árinu. Ljóta haust. Mánudagur ársins!

6. Húðflúr:
Já, ég er með eitt lítið, einlitað og íhaldssamt á öklanum. Fékk mér það þegar ég var 18 ára. Mig langar rosalega í annað, en ég vil ekki vera með tvö, svo ég ætla að halda aftur af mér

7. Hár:
Sítt. Ljóst, nema músalitað í rótinni. Very fancy.

8. Göt:
Ég ætla að hundsa augljósan 5 aura brandara og svara þessu út frá um piercings.
Ég er með eitt í hvorum eyrnasnepli og eitt í brjóskinu á hægra eyranu. Var með 4 göt í hægra eyranu þegar ég var gelgja. Mér finnst pírsíngs annarstaðar en í eyrum mjöööög ósexy.
Já. Líka í naflanum, það er afskaplega hallærislegt

10. Hvad býrðu?
Ártúnsholti. TÚNSHOLTI! Ekki bæ! (rasskinn, ekki rassgati)

11. Uppáhalds matur:
Spaghetti er uppáhalds venjulegi maturinn minn. Uppáhalds fíni maturinn minn er örugglega.. nautalundir eða jólamaturinn góði

12. Hefur þú komið til Afríku?
Neibbs. Öh.. hefur ÞÚ komið til Afríku? Hmmha?

13. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta?
Nei, ekki í alvöru, enda finnst mér tár og ást ekkert endilega fara saman

14. Hefur þú lent í bílslysi?
Já, en ég slasaðist ekkert!

15. Gulrót eda beikonbitar?
Gulrót, því ég hef þróað með mér einhverja beikonklýgju á síðustu árum

16. Uppáhaldsvikudagur:
Nú... laugardagur, því að þá "má" ég borða óhollt og sofa út. Oftast.

17. Uppáhaldsveitingastaður:
Ég á engan uppáhalds

18. Uppáhaldsblóm:
Túnfíflar. Þeir eru fínastir. Þeir eru gulir og glaðir. Ég er rosalega heppin að uppáhalds blómið mitt sé út um allt á sumrin.

19. Uppáhalds íþróttir?
Auðvitað karate og squash, annars væri ég varla að standa í þessu. Mér finnst ekkert svo gaman að horfa á íþróttir í sjónvarpinu, nema kannski fimleika og dýfingar og svoleiðis.

20. Uppáhalds drykkur?
Ég drekk a.m.k. 3 lítra af vatni á dag, svo að það er líklega uppáhalds.. en svo finnst mér gott rauðvín alveg æðislegt, en það er meira spari ;o)

21. Hvada ís finnst þér bestur?
Súkkulaði ís með margföldum súkkulaðibitum og súkkulaði sósu og... súkkulaði sprinkles!

22. Disney eða warner brothers?
Warner Brothers eru miklu betri en gömlu Mikka og Andrés teiknimyndirnar, en í dag er Disney skemmtilegra.

23. Uppáhalds skyndibitastaður:
Beygluhúsið í Kringlunni og mellufrír-Söbbvejj

24. Hvernig eru veggirnir í herberginu þínu á litinn?
Bláir, því að það er fínasti liturinn. Annars held ég að svefnherbergi megi almennt bara vera hvít. Þetta var bara eina herbergið sem ég mátti mála, svo ég varð aðeins að setja character í það ;o)

25. Hvað féllstu oft á ökuprófinu?
Náði því í fyrsta og prófdómarinn minn sagði að hann gæti ekki sett út á neitt hjá mér. Já.. ég þurfti líka að bakka í stæði! I'm ready for my penis now!

26. Hver var síðastur til ad senda þér tölvupóst?
Bíddu.. (F5) Viska, stúndentafélag Háskólans í Reykjavík! Póstur um árshátíðina

27. Í hvaða búð mundir þú velja ad botna heimildina:
Ég myndi aldrei botna heimildina í einni búð. Ég er svo cheap ;o)

28. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist?
Fer í freyðibað með Andrés Andar Syrpu

29. Hvaða spurning fer mest í taugarnar á þér?
Hvaða spurning fer mest í taugarnar á þér? (hahahah)

30. Hvenær ferdu ad sofa?
Ég reyni að fara að sofa í kringum 23 á virkum dögum, því ég vakna svo afskaplega snemma til þess að rækta mig

31. Hver verdur fyrstur til ad svara þér þessum pósti?
Enginn, því ég ætla ekki að senda hann út

32. Hver af þeim sem þú sendir þennan póst er líklegastur til ad svara þér ekki?
Sjá spurningu 31.

33. Uppáhaldssjónvarps þáttur/þættir:
Family Guy, Futurama, Arrested development, Monk..

34. Med hverjum fórstu síðast út ad borða:
Mömmu og pabba :o)

35. Ford eða Chevy:
Nei.

36. Hvað varst lengi ad klára að svara þessum pósti?
8 mín

23.2.05

Mig langar svo í eitthvað möntsj. Eitthvað fitandi og naughty. Einhvern.. megabita. NEI! Gígabita!

En ansans ári. Það má víst ekki svona í miðri viku. Hún er svo miður sín að það er miðvikudagur! Hann er svo helvíti miðsvæðis.
| /
Híhíhí. Hann datt
Hérna. Gaur....
..Þessi tími er ekki ætlaður fyrir þig til að eyða tíma okkar og kennarans í leiðnlegt chit-chat og útúrsnúninga...

USS for forks sake!

21.2.05

Samkvæmt auglýsingunum, þá eru bara mega-fit bikiníklæddar stúlkur sem láta sjá sig í sólarlöndunum.
Best ég fari ekki. Best ég fari á einhvern annan stað, þar sem ég lít vel út í samanburði þegar ég spranga um í mínu bikíní. Svona eins og... Flórída! Ah.. wait a minute! Ég ER að fara til Flórída í sumar.

Vú...hú!
Ég er með svo mikla túrverki, að ef ég væri fótboltakvennsa myndu krossböndin á mér slitna.

*hóst*

Já. Þetta var kannski svolítið langsótt djók. Reynum aftur.

Ég er með svo mikla túrverki að útskriftamyndin mín var loftmynd.

Hmm.. þessi fyrri var betri eftir allt saman.

19.2.05


Hahaha.. Greinilega ekki mjög merkileg verðlaun ef það er ekki einu sinni hægt að eyða tíma í að fletta upp nafninu á bænum..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Hahahahhaha.. Bold and the Beautiful er SVO mikil snilld. Svo virðist vera að kærasti einhverrar gellunnar hafi sofið hjá 19 ára og mun glæsilegri stúlku. Eftir að hafa séð að halda því fram að hann hafi verið svo fullur að hann mundi ekki neitt var ekki að virka sagði hann:

Look, I didn't make love to her, it was SEX!

HAHAHAHAH

Wankers.
Ussss.. það er ömurlegt að vakna á laugardagsmorgni og gera sér grein fyrir því að það sé ekkert óhollt til í höllinni..

16.2.05

Ég gleymdi að segja eitt áðan..

Open your eyes, open your mind
proud like a god don't pretend to be blind
trapped in yourself, break out instead
beat the machine that works in your head
Ég held að marglitturnar á desktop bakgrunninum mínum séu að hlægja að mér helvískar.
Ég er að reyna að æfa mig fyrir powerpoint kynningu á morgun (how un-computernerdish of me) og hlusta á Guano Apes í leiðinni.

I had no illusions, that I'd ever find a glimpse of summer's heat-waves in your eyes

Ég dett alltaf út öðru hvoru og fer að syngja með. How could I not? Með þessu áframhaldi á ég eftir að vera að tala um framvinduskýrslu þegar ég allt í einu byrja að syngja "white bearded man, sucks out your soul. Are you afraid, when I am strong? Far's my mind, just my body that's here. You better run my darling...."

Það væri nú ekki fallegt.

Annars bjó ég til mynd í paint í stærðfræðitíma í dag. Venjulega krota ég í stílabækur, en ég var ekki með eina með mér núna.
Paint er vanmetið.

15.2.05


It's a banana in my pocket. Sorry

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Í gær líkti Einar því að draga mig á eyrunum að skrifstofu hjá einum kennara til þess að ég myndi biðja um meðmælabréf, við það þegar ég tók hann með mér í fallturninn í Bakken í Danmörkunni. Eini munurinn átti víst að vera í því fólginn að ég gæti ekki DÁIÐ.

Óóóójúvíst hefði ég alveg geta dáið!
Í nótt dreymdi mig að ég hefði allt í einu fætt fjórbura. Tvær stelpur og tvo stráka.

Úff

14.2.05


The green fairy travel, absinth (70%) express. Hmmm.. Kannski seinna.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Kæra fólk....

Ef þið gefið elskunni blóm, kort eða gjafir á valentínusardaginn (þá meina ef viðkomandi elska á ekki afmæli eða eitthvað) er það allt að því 100.350 sinnum minna rómantískt en ef þið gefið sömu elsku sambærilega gjöf á hvaða öðrum degi öðrum sem er.

Hugsið um það áður en þið mjálmið um hvað þið séuð rómantísk.
Hugsið um það áður en þið hintið að makanum að hann EIGI að gera eitthvað fyrir ykkur á skildurómantíkur dögum.

Yup. Óskímon.com. Makes you think.
Það er svo mikið að gera hjá mér að ég er komin í lægð og allt er ómögulegt. Mér finnst lærin á mér meira að segja vera feitari en venjulega. Óskir þurfa svolítinn tíma fyrir sjálfar sig, svo þær geti vaxið og dafnað. Eh. Allavega dafnað, hef ekki vaxið mikið síðan ég var 12 ára eða svo.

Kannski ég medíkeiti sjálfa mig með létt AB mjólk, múslí (Mús Lee(C)) og einhverju sem ég kaupi af internetinu.

Plástur?
Ætli ég ranki einhvern daginn við mér, komin af léttustu tugunum, í blússandi samkvæmi þar sem að allir eru að syngja nýjan, kómískan texta við lagið Lax, lax, lax.
Ætli mér eigi eftir að finnast það gaman?
Ætli ég eigi eftir að ranka við mér í eina ögurstund og fatta að ég sé orðin allt sem ég hata..?

12.2.05

Ég er að læra fyrir krossapróf í mannauðsstjórnun, sem gildir 20% í lokaeinkunn og er haldið á þriðjudaginn.
Á einni glærunni, sem er einhver svona dæmaglæra um mismunandi starfsupplýsingar stendur:

Færnilýsing (competencies)
- "Er fær um að nota nýjustu forritunarmál"


Hmmm...?
HMMM...?

Jááá.. nema hvað að nýjustu forritunarmálin heita örugglega Jóhann, JavaScript++ og F og eru búin til sem hluti af verkefnum í Þýðendum í mismunandi skólum.
Eftir karate í dag, fórum við Einar á Viktor og fengum okkur köku. Eins og verða vill á stöðum sem hafa keypt sér skjávarpa, var fótboltinn í gangi. Bölvun skjávarpans. Elsku skinnin.
Ég fór á kostum. Ég var svo fyndin að ég náði varla andanum af hlátri. Þetta náði nýjum hæðum þegar ég tók eftir því að það voru actually fleiri Mörk í auglýsingahléinu heldur en í actual leiknum (Markið var að auglýsa).

En svona... seriously. Er ekki kominn tími til að endurskoða leik sem er þannig að á 29 marktækifærum sé 1 mark? Væri ágætt að byrja á því að taka helvítið sem stendur þarna fyrir markinu alltaf hreint og flengja hann... Spurning um að minnka völlinn líka og fækka leikmönnum. Myndavélin fylgir alltaf bara boltanum og þessum 3-4 sem eru að elta hann hverju sinni. Hvað eru 18-19 að gera á meðan? Spila lúdó? Útaf með þá!

11.2.05


Ég fór í vísindaferð/never ending story, fékk mér nokkra bjóra, keppti svo í vélritun fyrir hönd HR á Ofurnerði (HR vs HÍ). Ég var best í því að vera vélritunarnörd af öllum. There's a thing for my statement of purpose. Svo fékk ég mér annan bjór, svo subway, svo de-sígarettufýlu sturtu og nú er ég að fara að horfa á Eddie Izzard stand-up og borða (létt) popp og drekka (sykurlaust) appelsín. Not bad for one evening.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

10.2.05

Auglýsingin sagði: "Nú er rétti tíminn til að huga að viðhalds-framkvæmdum"
...er það þegar keypt er sílíkon í hjákonuna?
Eru allir sumarleifisstaðir orðnir alveg eins? Nota þeir kannski bara sömu myndina fyrir þá alla?
CSI: Miami. Þið vitið, rauðhærði albínóinn sem er korter að segja hverja setningu og pósar við hvert tilefni til þess að vera sexy?

ÉG HATA HANN!

Hann veit ekkert um sexy, annað en fyrrverandi strípikvendið í venjulega CSI-inu sem er með tungu sem er án efa eins og forleikur á bragðið.

CSI: Miami. Þið vitið, ljóskan sem talar með suðurríkjahreimnum og er eins vel casted í hlutverkið sitt og Denise Richards í hlutverk kjarneðliskljúfarathingamadjiggdoktorsins í The World Is Not Enough.

ÉG HATA HANA!

Hún veit ekkert um hvernig á að vera rannsóknarnörd, annað en vinalega efnafræði nördið sem vinnur á labinu í venjulega CSI.
Karatetími kvöldsins hefur inspæjrað nýjan AD&D character hjá mér. Human masocist.

Einhvern vegin byrjaði ég að horfa á semi-sorann American Idol (var lækkað úr tign niður í semi eftir að ég sá íslenskan Idol þátt). Eitthvað segir mér að það að vera dómari í þessum þáttum sé eins og hætta með 100 manns á dag...

Úúúff. Sjáið rótina. Spurning um að stofna buy Ósk a haircut foundation, fyrst buy Ósk a slinky foundation gaf svona góða raun forðum (safnaðist fyrir kaupum á 3 slinkys)

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

9.2.05

Þegar ég geri mér grein fyrir því að ég er að gera skiladæmi í línulegri algebru og stærðfræðilegum reiknaritum kl. að verða 23 á miðvikudegi, svo ég geti klárað skilaverkefni í nýrri tækni á morgun og notað afgang dagsins til þess að læra fyrir próf í mannauðsstjórnun, vegna þess að föstudagur, kannski laugardagur, sunnudagur og mánudagur eiga eftir að fara í lokaverkefnið mitt langar mig í súkkulaði...
Þó svo að það sé sérstaklega upplífgandi að vera öðruvísi en allir aðrir, getur það stundum verið erfitt. Þetta er ástæaðan fyrir því að ég stofnaði stuðningshóp fyrir einstaklinga sem eru alveg eins og ég. Á hverjum miðvikudegi kl. 13:00, hittist ég og spjalla saman. Í dag hef ég hópurinn verið að gráta það að jumbó sjávaréttalangloka með rækjum og túnfiski hafi verið tekin af markaðnum fyrir nokkrum árum síðan. Svo virðist vera að einungis hópmeðlimir hafi keypt þessa blessuðu langloku og því stóð salan ekki undir sér.

3ja ára Spiderman í tilefni dagsins.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

8.2.05

Blah.. Mér líður alls ekkert svo illa, en það lekur svo mikið úr augunum og nefinu á mér að mér finnst alveg rosalega óþægilegt að vera í tíma.
Stupid að líta spræk út þegar ég er lasin og líta út fyrir að vera sárlasin þegar mér líður miklu betur..

6.2.05

"And the National Rifle Association says that, "Guns don't kill people, people do," but I think the gun helps, you know? I think it helps. I just think just standing there going, "Bang!" That's not going to kill too many people, is it? You'd have to be really dodgy on the heart to have that…"

5.2.05

Sykur og krydd og allt sem er slæmt?
Ég gaf sjálfri mér bæjarleyfi og skrapp á eins og eitt stredderí með Hákoni mínum og Heiðdísi (ég held að þetta sé fyrsta djammið mitt í nokkra áratugi). Ef kona drekkur bara 2 og hálfan bjór fær hún bara það versta.
- Of edrú til að geta dansað við hip-hop tónlist eins og það sé gaman
- Of meðvituð til að meika drukkna gaurinn sem var að glápa á mig í lengri tíma
- Of "drukkin" til að geta keyrt heim
- Öll skilvit nógu aktív til að finna ógeðslegu sígarettufýluna af hárinu á mér, en jafnframt tillitsemin enn nógu mikið í botni til að ég kunni ekki við að fara í sturtu og vekja foreldrana...

Ætli ég verði ekki að segja eins og Danny Glover.
I'm getting too old for this shit.

Neinei.. þetta var nú fínt eins langt og það náði. Alltaf gaman að sjá gott fólk :o)

3.2.05

Í gær fann ég loksins ókost við að eiga rúm á stærð við frjálslega vaxinn bandaríkjamann.
Ég missti ákveðið gadget sem er órjúfanlegur hluti af svefnferli mínu á gólfið. Það rúllaði undir mitt rúm og ég gat ekki með nokkru móti náð því aftur. Eftir áranguslausar tilraunir til þess að reyna að teygja mig í það með íþróttaskó sem framlengingu tókst loksins að slá þessu undan rúminu með hjálp súkkulaðilaus súkkulaðidagatals sem taldi niður að jólunum með mér síðasa desmúsber. Þetta tók ekki nema svona 10 mínútur af lífi mínu, sem væri svo sem ekkert slæmt ef herbergið mitt væri ekki nokkrum rykhnoðrum frá því að vera lýst hazardus zone..
Þetta fólk er yndislegt. Ég settist í aðra röð heldur en venjulega (því að þar eru innstungur undir borðunum) og það greip um sig panikk. Hjá hóp af kvenmönnum.

Yup.

Það eru líka föst sæti.

2.2.05


How Ozzy of me...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Ljóti fasisminn að draga mig niður um 0,2 fyrir að vera með vinstra snúið hnitakerfi. Og það án dóms, laga eða viðvörunnar!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone