30.11.05

Vúhú. Mamma mín er komin í heimsókn. Hún kom með splenda, PAM sprey, 4 hálfslítra kókflöskur, jólaöl, lakkrísrúllur og jóladagatal fyrir Óskina sína.
The generation of random numbers is too important to leave to chance.

road runner vs. road runner

29.11.05

Græjan mín segir að ég hafi labbað 7.3 km í dag. 9.3 ef ég legg við þetta þessa rúmlega 2 km sem hún svindlaði af mér á hlaupabrettinu í morgun (tel ekki elliptical græjuna með, það eru víst ekki skref). Ég veit ekki alveg hvað það segir mér. Hugsanlega segir það mér að ég eigi ekki bíl, en það vissi ég nú fyrir. Benni, drottningarvagnin, er núna orðin celeb-kaggi og er í góðu yfirlæti hjá rithöfundarkonunni sem keypti hann á landi elds og ýsu.

Þetta segir mér kannski líka að ég hafi verið að læra á bókasafninu í dag og labbað í nördamötuneytið sem er úti í rassgati í hádeginu og svo aftur til baka. Eða að uppáhaldsbúðin mín sé þessi í 15 mín. göngufjarlægð, en ekki þessi hinu megin við götuna eða þessar í 5 mín. fjarlægð.

Hugsanlega segir þetta mér nákvæmlega ekki neitt, þar sem að ég hef engin viðmið. Já. Ég held það bara.
Ég fékk budget í gær til að kaupa mér skrefmæli. Hann kostaði 30 krónur. Reyndar kostaði hann 29.95, en á dönsku eru það einmitt 30 kr, því að þeir rúna upp. Þetta er töluvert grófara en þegar hlutir kosta 299 á Íslandinu, því þá fær kona allavega krónuna til baka. Hún kemur sér vel. Ég hef heyrt það í lagi og ég efast um að það sé lygi. Allir vita að "lying through song" er "the worst way of lying", svo þeir færu ekki að ljúga.. Haldið þið það?

Skrefmælirinn (pedometer upp á enskuna. Jább, það er actually til orð yfir þetta apparat) er lítill, sætur, með úri, skrefafjölda, km mæli, kaloríumæli og kom með dönskum leiðbeiningum. Ég gat lesið þær, því ég skil útlensku. Ég prufaði hann í gær og sá að ég labbaði c.a. 3 km í rölti mínu á milli búða. Það meikaði sense.

Í morgun skellti ég honum á mig, rölti út á strætóstoppustöð, frá stoppustöðinni upp í skóla og í ræktina, hljóp 3.09 km á hlaupabrettinu og tók 20 mín á glidernum. Eftir þetta vildi skrefmælirinn meina að ég hafi ferðast 1.9 km. Það var ekki alveg rétt. Ég held að það sé mér að kenna. Ég gerði of miklar kröfur til hans. Hann er labbimælir, en ekki hlaupamælir. Vonandi fyrirgefur litla skinnið mér.

28.11.05

Ætli eiturslöngur geti framið sjálfsmorð með því að bíta sig í tunguna..?
Tók mig til og bakaði litla skammta af tveim sortum, báðar temmilega ekki-óhollar. Piparkökur og kókoskökur. Þær eru alveg prýðilegar á bragðið. Ég held að það sé sterkur leikur að baka ekki mikið í einu. Ég hef heyrt að það skipti engu máli hvað kona bakar mikið, þetta er allt étið. Betra að borða minna en meira I suppose, þó þessar komi nú bara frá úthverfum bumbuborgar, en ekki down town. Það er bara eitthvað svo helvíti jarðtengjandi við að fikta í deigi með höndunum og það er svo helvíti jóló þegar íbúðin lyktar eins og smákökur.

Pabbi minn, hann pabbi, kemur líka í heimsókn á morgun og mamma mín, hún mamma, á miðvikudaginn og þau verða fram á föstudag. Kannski þau geta hjálpað til við smákökuneysluna. Eitthvað segir mér að minn einasti Einar verði líka trooper. Super trooper! License and registration meow.

Annars eiga sér stað undur og stórmerki á þessari stundu. Ég, stúlkan sem drekkur hvorki kakó, te né kaffi, er að pína í sig detoxifying te. Það er lakkrísbragð af því. Af hverju ætti ég að treysta einhverju með lakkrísbragði sem er ekki lakkrís? Beats me! Ég er bara í miðjum Kínakaflanum í Cartoon History of the Universe: Vol II og það stóð á tepakkanum að í það væru notaðar jurtir og krydd sem Kínverjar hafa brúkað síðustu árhundruð við að afeitra sig. Tengingin sko! Já og svo var yogastelling utan á pakkanum og mig hefur alltaf langað til að stunda yoga.

Það að "afeitra" sig hljómar líka eins og eitthvað sem kona ætti að gera reglulega. Það getur ekki verið gott að vera eitruð. Nema þú sért slanga, þá er það kannski gott. Tja.. nema þú bítir þig í tunguna, þá er það kannski vont.
Extrím borðtennis..
Ég hef ákveðið að gerast strumpur. Ég hef aldrei verið ásökuð um að vera hávaxin og ofan á það er ég búin að vera næstum helblá af kulda síðustu daga. Ég ákvað að kóróna þetta allt saman með því að kaupa mér strumpa skó (sokka?). Þeir eru hvítir og púffí og ég verslaði þá í rúmfatalagernum, sem heitir einhverra hluta vegna Jysk hér í Kóngsins Lyngby (aha.. Lyngby heitir nefnilega Kongens Lyngby, eða Kgs. Lyngby... en EKKI Kaupmannahöfn, þetta er allt einn stór misskilningur. Legg til að þið hættið að tala um kóngsins Köbenhavn núna eftir að drottningin hefur leiðrétt ykkur).

Strumpaskórnir mínir eru svipaðir og þessir sem eru á þessari síðu undir nafninu "dúnsokkar", að undanskildum litnum. Glæsilegir. Núna verð ég kannski ekki blá á tásunum lengur, þegar ég þramma um í Danmerkur útibúi kastalans.
Ætli litlir hundar, sem eru alltaf í fötum, fyllist skömm ef þeir fara út úr húsi "naktir"..?

26.11.05

Gerviklám..

Hahahah.. besta hárgreiðslustofu nafn í heimi.
I lock the door and lock my head and dream of butterflies instead. The beauty of their colored wings, the trees and grass and pretty things, imagination fills the void of my existence.
Palli: Nýtt trend sem sameinar það tvennt besta frá Japan .. Bukkakariokí
Það er fátt eins velmegunarlegt og fílakarmella. Kannski finnst mér það bara vegna þess að þær kosta 15 kr. stk. í sjoppunum heima sem gerir kílóverð hátt upp í.. ég veit ekki... milljón?

Alltaf þegar ég fer í candy megastore, kaupi ég svona 4 fílakarmellur. Ekki því mér finnst þær bestar í heimi, heldur því að mér líður eins og ég sé að borða gull á kostakjörum.

25.11.05

Við skelltum okkur á Mugison tónleikana sem voru haldnir niðri í bæ. Fyrir einhverjum vikum, þegar íslenski almúginn í Danmörku var að spreða 350 krónum á Sálina, pöntuðum við okkur miða á Mugison á netinu fyrir 150 krónur. Ég held að það sé ágætis regla að eyða ekki pening í að sjá tónleika með hljómsveit/listamanni sem þú myndir ekki eyða peningum í að sjá á Íslandinu heldur. Þó svo að almúginn hafi kannski ekki verið þarna á staðnum, þá voru þeir sem mættu eiginlega bara Íslendingar. Það var hálf skrítið að heyra móðurmálið talað ALLSTAÐAR í kringum sig aftur.

Mugison var geðveikt fínn. Ég var rosalega sátt við þessa tónleika. Ég reyndar dó næstum því úr troðning og sígarettureyk, en lykilorðin hér eru "næstum því". Ég lifði af til að mæta í næsta troðna, reykmettaða sal sem "tickles my fancy".
Það snjóar. Úti eru 2°C, en samkvæmt menu-bar veðurfréttunum er "feels like" niðri í -4.7°C. Það er friggin' kalt. Reyndar snjóar bara litlum flygsum, sem bráðna strax á jörðinni, svo jörðin lítur bara út eins og það sé rigning.

Ég sit uppi í sófa, undir teppi en er samt hálf kalt. Sérstaklega á tásunum. Ég held að mig vanti inniskó. Svona hlýja og mjúka, til þess að nota við svona tilefni. Annað hvort inniskó, eða svona arinelds-DVD, til að fá allavega hlýrri stemmningu..
Íslendingar eru kex. Hvar annar staðar gæti eftirfarandi scenario átt sér stað?

Persóna 1: Awww.. þetta barn er ALGJÖRT rassgat..
Persóna 2: Sorry, I don't speak Icelandic..
Persóna 1: Oh, I was just saying that your baby is a TOTAL asshole

24.11.05

Hahahah.. djö.. Það ættu ALLIR að horfa á rósarathöfnina í Bachelornum sem var í kvöld, hvort sem að viðkomandi horfi almennt á þennan þátt eða ekki!
Hey! Gerum test..
Ég tók "Super IQ test" og fékk (þetta er úrdráttur.. peistaði ekki öllu):

Osk, your Super IQ score is 141
The way you think about things makes you a Complex Intellectual. This means you are highly intelligent and have extraordinarily strong verbal and math skills. Compared to others you are a highly conceptual and complex thinker and are able to understand information in an abstract form. You also show great attention to detail. In fact, it's hard to find something you're not good at.

Only 6 out of 1,000 people have this rare combination of abilities.

Hér er sem sagt mitt test á þetta test. Takiði "super IQ test" og sjáið hvort það vilji svo skemmtilega til að þið séuð LÍKA 6/1000!
Skora alltaf sem gaur í svona prófum... Kynja-alhæfingar eru hallærislegar...
Your Brain is 40.00% Female, 60.00% Male
You have a total boy brain
Logical and detailed, you tend to look at the facts
And while your emotions do sway you sometimes...
You never like to get feelings too involved
What Gender Is Your Brain?
Ég man eftir því þegar ég var að kaupa diskinn sem ég talaði um í færslunni hér fyrir neðan. Það var í einhverri leet búð í JúEssEj fyrir c.a. 5 árum. Gaurinn í afgreiðslunni var spes. Hann leit svolítið út eins og Comic book guy í Simpsons. Þegar ég hafði hlaðið nógu mikið af næstum-því-ókeypis-á-íslenskan-mælikvarða-geisladiskum á mig, labbaði ég að kassanum og hugðist borga með monnís sem hafa víst flest allir kókaínleyfar á sér samkvæmt einhverri rannsókn.

Comic book guy var á þeim tímapunkti að skammast í einhverju stelpugreyji fyrir að vera að kaupa blöðrupoppsdisk með einhverri blöðrunni sem hefur sprungið síðan þá. Þegar stelpan fékk að komast í burtu með diskinn sinn, tók hann við bunkanum mínum. Hann fór í gegnum það sem ég hafði hugsað mér að fjárfesta í og lýsti yfir áliti sínu á hverjum og einum disk, án þess að vera sérstaklega beðinn um það.

Þegar hann sá Throwing Copper varð hann glaður eins og Jói Fel í speglahúsi. Hann var reyndar sáttur við alla diskana sem ég keypti mér, nema einn. Þegar hann kom að honum kom þvílíka romsan yfir hvað þetta væri nú ekki merkileg nýting á plássi og söngkonan væri svo hvítt rusl að hún hefði örugglega verið þvegin með spes ultra-white þvottaefni á meðan hún var að stuðla að því að það myndu áfram finnast téðar kókaínleyfar á dollaraseðlunum. Jább.. Það var einmitt diskurinn Celebrity Skin, með hljómsveitinni Hole. Þar í fararbroddi er Courtney "Yoko Uno" Love.

Ég leifi mér enn þann dag í dag að vera að hluta til ósammála þessum úrskurði sölumannsins. Vissulega er pjásan ekki merkilegur pappír og vissulega er diskurinn í heild ekkert spes, en þarna leynist engu að síður eitt af mínum uppáhalds lögum, með svalari texta en flest önnur...
Ég ætla nú ekki að fara að gerast svo hrokafull að halda því fram að diskurinn (böggar mig þegar fólk talar um plötur.. Þetta er ekki friggin' plata. Þetta er geisladiskur. Ég veit það, því ég keypti hann með mínum eigin peningum og rippaði hann með mínum eigin höndum og minni eigin Emmu. Það var aldrei neitt helvítis vínil á staðnum ) Throwing Copper með Live sé besti diskur í öllum heiminum... Neeii. Í staðinn mun ég halda því fram að hann er besti diskur sem ég persónulega hef nokkurntímann hlustað á út í gegn. Ever.

Drottningin, aldrei hrokafull!
Maybe this isn't as bad as it looks..

23.11.05

Það er svo erfitt að byrja. Það er fátt eins ógnandi og hvítt blað, hreinn strigi, tómt LaTeX skjal eða before mynd. Ég held að REM hafi ekki alveg haft rétt fyrir sér í laginu Saturn Return með textanum "easy to take of, harder to fly". Virkilega töff settning, en fyrir mér er þetta akkúrat á hinn veginn. Ekkert mál að fljúga eins og fuglar, superman og svín (en samkvæmt kennaranum í "Hönnun og smíði hugbúnaðar" kúrsinum sem ég tók 2003, þá geta svín flogið ef þú kastar þeim nógu fast. Það er bara erfitt að stjórna því hvar þau lenda) eftir að kona hefur bara hafið sig til flugs. Helvítis flugtakið er hinsvegar meira mál.
MMM-mmm..MM! Nýja uppáhaldið mitt er "tuna-wrap". Það er tortilla með hollu túnfisksalati, gúrku, papriku og salati. Crazy gott. Tuna-wrap fyrir Ósk, burrito fyrir Einar. Allir sáttir.

22.11.05

Hvernig gera má leiðinlegan hamstur áhugaverðari...

Já.. og hvernig má gera eitthvað hreint "óhreint"
Ohhh.. ég NENNI ekki að fara að hitta stelpurnar sem geta ekki talað almennilega ensku, geta ekki hugsað út fyrir kassann, vita ekki hver forskurinn Kermit er og eyða tíma mínum í að láta mig útskýra fyrir þeim af hverju einföldustu og augljósustu hlutir eru eins og þeir eru. Eins og það sé ekki nógu slæmt, heldur er ég með samviskubit yfir því að nenna ekki að hitta þær, þar sem að þær eru rosalega yndælar, duglegar og meina mjög vel, þrátt fyrir að þær séu sjaldnast að gera réttu hlutina.

Ég NENNI ekki að hitta strákana sem vissulega kunna ensku, geta hugsað út fyrir kassann og gera réttu hlutina þegar þeir taka sig til.. en eru svo latir að þeir gætu ælt á sig. Annar strákurinn meira að segja fór sem skiptinemi hingað þegar hann var að taka BSc. Hann og 2 aðrir strákar frá skólanum hans fóru á sama tíma. Þeir skráðu sig allir í 3 próflaus fög, eitt sem hver hafði áhuga á, svo þeir þyrftu ekki að gera verkefni og læra nema í einum áfanga hver. Ég hef minna samviskubit yfir að nenna ekki að hitta þá.

Og lexían sem á þessu má læra er: Gerðu sem flest verkefni með Íslendingum og Dönum!
Brainslug?
Here, I got you this official Bender hat..

Á HR póstinum mínum núna er töluvert magn af ruslpósti með brainslug taktík. Þarna er einn sem er frá info[at]bjornsbakari[.]is, titlaður "registration" (mhmm.. ég var að skrá mig hjá Björnsbakaríi). Bréfaklemmað við, er eitthvað dodgy skjal. Ég féll nú ekki fyrir þessum pósti.. eða póstinum frá admin[at]sjova.is með sama fylgiskjali. postman[at]icelandic.is reyndi að senda mér lykilorð í pósti, en lykilorðið var merkilegt nokk, vistað í skjali með sama nafni og skáningin mín hjá Björnsbakaríi.

Brainslugið hefur séð að þetta var ekki að virka, svo ég fékk póst frá fbi.gov, þar sem að þeir sögðu að IP talan mín (sem er breytileg by the way) hafi verið logguð á meira en 30 ólöglegum síðum á netinu og ég ætti vinsamlegast að svara spurningunum í fylgiskjalinu. Fylgiskjalið hafði nákvæmlega sama nafn og þetta frá Sjóvá og Björnsbakarí.

Það verður spennandi að sjá hvað litla gaurnum dettur í hug næst!

21.11.05

Henry Jones Jr. - Extreme archeology.
Vá..
Aldursfordómar..
Hópurinn sem ég er í, í einu faginu mínu var á vikulegum fundi með prófessornum í kúrsinum. Hann var að tala um eitthvað verkefnisdót, horfði á mig, stoppaði og sagði allt í einu: "You are very beautiful, do you know that? You are like the Mona Lisa". Ég náði einhvern veginn að stama út úr mér: "Thank you" og varð eins rauð í framan eins og ég hefði fengið mér bjór. Hann sá hvað ég varð vandræðaleg og baðst afsökunar á að hafa látið mig fara hjá mér. Allir í herberginu sprungu úr hlátri og ég roðnaði ennþá meira.

Á meðan að hann var að leita aftur að þræðinum, sagði hann: "Thats it, no more Mona Lisas in my class!".

Þetta er eitthvað sem fólk getur leyft sér þegar það er orðið nógu gamalt. Ef þessi gaur væri einhverjum áratugum yngri, þá efast ég um að fólk hefði hlegið mikið...
Úff hvað portishead er góð hljómsveit.. ÚFF..

20.11.05

Hann: Ég hef áhyggjur af þér. Þú ert svo mikið í þessari helvítis þraut þinni að þú ert hætt að nenna að póska.

19.11.05

Ég ætla víst á nýjust Harry Potter myndina í kvöld. Hlakka fullt til. Ég held að hún verði fín. IMDB gefur henni 8 eins og er. Það lækkar yfirleitt eftir fyrstu vikurnar, en það lofar samt helvíti góðu.

17.11.05

Ah.. Já. Ég er drottningin! The queen of my own domain.... and muffins
I said brrrrrrrr.. it's cold in here. There must be some Óskin in the atmosphere
Úff. Danmörkin er loksins búin að ná Íslandinu og það er orðið skítkalt. Það var meira að segja frost á bílrúðunum í morgun, þegar ég vaknaði til að rækta mig. Það tísti í mér. Ég þarf ekkert að skafa eins og back in the days. Ég er með bílstjóra, hann strætó hressa! Samgöngukerfið hérna er svo æðislegt. Við búum rosalega nálægt lestarstöðinni og það koma lestir á 5 mín fresti sem fara niður í miðbæ (15 mín ferð). Strætóar sem fara í skólann okkar (tekur 8 mín ferðin) koma á svona 10 mín fresti.

Eh.. já.. Anywho. Kalt! Ég setti á mig húfu og skellti mér í kindina, baddana og böngsurnar í morgun.

Kindin
Kindin er medium-pimpin brúnn mokkajakki með stórum, brúnum gæruskinskraga og fóðraður með meme. Foreldrar mínir gáfu mér hana í jólagjöf þegar ég var í 9. bekk. Hún heitir kindin, því að einu sinni notaði ég mikið síðan leðurjakka (þegar ég var að taka upp matrix sko.. Atriðin mín voru víst klippt út) sem ég kallaði nautið. Ég hef ekki notað kindina í mörg ár, en hún kemur sér mjög vel hérna úti í kuldanum, sökum þess hvað ég labba mikið. Annað en að hlaupa bara út í og út úr bíl I'll have you know.

Baddarnir
Baddarnir eru svartar lúffur sem ég keypti mér í Fötex um daginn. Þær eru loðnar, hlýjar og mjúkar, og gerðar úr svínaskinni. Þessvegna heita þær sem sagt Baddarnir. Ég elska baddana mína!

Böngsurnar
Böngsurnar eru kuldaskórnir mínir. Þá keypti ég í Bilka fyrir 90 krónur. Þeir eru ekkert ósvipaðir þessum hérna sem ég dáðist af í hagkaupum í fyrra. Þeir kallast böngsurnar, því að þeir eru svo mjúkir innan í að þeir eru bangsaskór. Þetta er bland af bangsar og bommsur.

Í réttri múderingu get ég sko tekið kuldabola á ypponinu!

16.11.05

Ég þakka Elvari kærlega fyrir að sýna mér þetta!
Áhugavert. Lokaritgerðin mín í Data Security verður um öryggi í "intellectual homes".. :o)

15.11.05

Sko, ég held að danskar stelpur séu kex. Allavega þónokkrar af þeim. Ég hef orðið vitni af þremur stelpum sem samkjafta ekki við sjálfa sig. Tvær þeirra rakst ég á í búningsklefanum í ræktinni. Þegar ég lenti í þessari fyrri spurði ég hana ringluð hvort hún væri að tala við mig, en hún sagði: "Ha?? Nei?" og hélt svo áfram..
- Ái, stóra táin á mér..
- Hvað gerði ég nú við sjampóflöskuna mína?
- Djöfull er ég þreytt. Þetta var geðveik æfing...
- o.s.frv.

Þegar þessi seinni byrjaði, svona viku seinna, þá hafði ég vit á að halda kjafti og hækka í iPodinum. Ég sagði Einari frá þessu eftir að seinni stelpan hafði orðið á vegi mínum. Stuttu eftir það urðum við vör við þegar einhver pjása missti af lest. Þá stóð hún og blótaði lestinni í sand og ösku og sagði svo: Jæja.. hvenær kemur svo næsta lest? Ég tek þá bara þessa.

Hvað er eiginlega málið? Hafa þessar stúlkur misst hæfileikann til að hugsa með sjálfri sér. Djöfull myndi ég ekki vilja vera nálægt þeim þegar þær eru að lesa.
Vodda...fork?
Í gær, þegar við komum heim úr skólanum voru 2 pakkar fyrir utan hurðina hjá okkur. Annar pakkinn var frá amazon (sería 2 af Arrested development og Cartoon History of the Universe: Vol II) og hinn var frá apple (græja til að tengja myndavél við iPod photo og fjarstýring á iPod). Þess má geta að það þarf ekki að nota lykil til að komast inn á stigaganginn okkar, bara til þess að komast inn í íbúðirnar.

Núna áðan, þegar við komum úr búðarferð, beið okkar hinsvegar miði um að pósturinn hefði kíkt við og við hefðum ekki verið heima. Því gætum við sótt sendinguna á pósthúsið á morgun. Hér var um að ræða 2 kassa af próteinstöngum.

....meikar sense.

14.11.05

Multimedia message

En skrýtið. Öll þessi ár sem ég hef verið ég, hefur alveg farið framhjá mér að með stór sólgleraugu, bundið fyrir hárið og á hliðarprófíl á tiltölulega óskýrri mynd er jafnvel hægt að segja að mér svipi til Gretu Garbo..
Powered by Hexia

Mig langar svo voðalega í Pocket PC. Ég myndi knúsa hann og setja hann í litla tösku og taka hann með mér hvert sem ég færi. Svo myndi ég búa til sniðug forrit fyrir hann og leika mér í honum þegar barbapabbi er að tala um dóttur sína eða ferðir sínar víða um jörðina.

13.11.05

Ég send alltaf fyrir gömlu fókli í strætó, ef því vantar sæti. Líka þegar ég er þreytt.
Ég læt afgreiðslufólk vita ef það gefur mér of mikið til baka.
Ég vorkenni flugum með bara 5 fætur.
Ég er með of mikið empathy....
Ég var að henda dóti í brauðvélina, þar á meðal geri. Ger er krípí. Þegar ég var svona 5 ára sagði pabbi mér að ger væri lifandi. Það væri í dvala þangað til að því væri blandað við volgt vatn. Ég sagði engum frá því, en ég var skíthrædd við ger lengi á eftir.

12.11.05

Stúlkna sveitin Nylon gefur út smáskífu í Bretlandi, þar sem cover af Rolling Stones laginu Have You Seen Your Mother Baby mun vera í aðalhlutverki.

Að því tilefni sagði Einar Bárða: "Það er gamall draumur minn að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis, vonandi rætist hann nú".
Ef bara ég hefði meiri orku... eða minni metnað!
Mig langar alveg asnalega mikið að liggja uppi í sófa í dag og horfa á Futurama.

11.11.05

Ég geng með regnhlíf á mér hvert sem ég fer. Hún er blá og það fer mjög lítið fyrir henni samanbrotinni. Hún er hinsvegar temmilega vígaleg þegar hún er uppspennt. Ég hef hana í skólatöskunni og ef ég er að fara eitthvað bara með nightmare töskuna mína, færi ég hana yfir. Það sem er kannski undarlegast við þetta mál, er að ég hef bara notað hana svona tvisvar. Þegar það kemur rigning, finnst mér gott að láta dropana skella á andlitinu. Það er hressandi og kona vaknar við það.

Í kringum mig eru allir með regnhlífarnar á lofti. Stórar, personal space regnhlífar sem stinga augun úr hverjum sem hættir sér of nálægt....
The moral of this story is..... never try
Í morgun vaknaði ég extra snemma. Planið var að taka brennsluna mína og ná að teygja almennilega áður en spandexbuxnaspóaleggjamaðurinn byrjaði á exebissjonismanum við hliðina á mér. Ég var komin upp í skóla kl. 6:25. Ég labbaði inn í aðalbygginguna, en ræktin var lokuð og læst. Svo virtist vera að húsvörðurinn hafi sofið yfir sig. Ég hlammaði mér því með rassinn á vegginn við aðra hurðina og beið.

Þarna var líka einhver gaur sem vissi ekki alveg hvað hann ætti að gera af sér, augljóslega að bíða eftir íþróttaaðstöðunni. Eftir því sem tíminn leið, bættust fleiri gaurar í hópinn. Þeir töluðu hátt og hlógu eins og Gilitrutt. Danir eru háværari en Íslendingar. Sérstaklega á morgnanna og í marenteringu. Kvennlegt innsægi mitt (og það að þeir voru margir og að einn var með fótbolta) sagði mér að þeir væru á leiðinni í boltasparksalinn.

Á meðal háværu mannanna var asíubúi með Einstein hár. Hann byrjaði að hamast á hurðunum eins og geðbilaður chi hua hua hundur. Eftir að Einstein hafði gengið úr skugga um að þær væru indeed læstar og okkur þætti ekki bara gaman að standa, fannst ekkert eðlilegra undir þessum kringumstæðum en að reyna að pikka upp eina hurðina. Einstein virtist vita ýmislegt um innbrot. Hann allavega dróg fram einhver tól sem hann taldi líkleg til árangurs. Plastkort, bréfaklemmu, blaðablokk (ekki spyrja mig.. ég veit ekkert um hurða-crack) og eitthvað meira. Svo hjakkaðist hann á hurðinni með mismunandi samsettningu af þessum hlutum. Eftir einhvern tíma játaði Einstein sig sigraðan og dæsti.

Svo leið og beið og á endanum lét húsvörðurinn sjá sig. Hann opnaði og ég þaut niður í einn búningsklefann til þess að skipta um skó og henda dótinu mínu frá mér. Munaði litlu að ég hafi ljóstrað upp um "secret identityið" mitt og tekist á flug. Á sama hraða hljóp ég upp stigana, vopnuð DTU Idrætten kortinu mínu. Klukkan vildi nefnilega meina að ég gæti allavega verið komin á seinni brennslugræjuna áður en spóinn tæki sér stöðu á eliptical græjunni, með Jay Alexander hnykkjum.

Helvítis kortalesigræjan bípti og sagði að það væri ekki búið að opna. Ohh.. húsvörðurinn þurfti sem sagt að opna ræktarpartinn sér. Þegar ég var loksins byrjuð að hlaupa, var klukkan 10 mínútum seinni en venjulega. Ég fékk að vissu leiti það sem ég óskaði mér, þar sem að spóinn hafði klárað gluggakistuteygjurnar og yfirgefið aðstöðuna þegar stigavélinn (svipað og stigamaður, nema vél..?) pípti vinalega og tilkynnti mér að ég væri góð stelpa. Á móti kom að ég hafði engann tíma til þess að teygja sjálf. Tíminn minn átti að byrja eftir 25 mínútur og það tekur góðar 10 mín að labba í húsið sem fyrirlesturinn er haldinn í.....

Þetta reyndist þó vera óþarfi, því að eftir sturtuna rak ég augun í SMS frá skólanetinu okkar. Það sagði að Barbapabbi, kennarinn okkar, væri lasinn og því væri enginn fyrirlestur.

Allri þessari bið og þessu panikki hefði verið hægt að komast hjá hefði ég bara sofið eins lengi og venjulega í morgun...

10.11.05

Og eftir standa 3 stúlkur með sítt, dökkt hár. Kemur ekki bara í ljós að bachelorinn er alveg eins shallow og stelpurnar í þættinum... Ég er annars mikið að spá í að finna þessa sem var send heim í þessum þætti og biðja hana um að vera vinkona mín. Ég held að hún sé rosalega skemmtileg.
Flash með boðskap
Sérþarfir?
Ég eldaði soðnar kartöflur, ofnbakaða kjúklingabringu með rosa góðri kryddblöndu og örbylgjusoðið broccoli og blómkál fyrir mig. Fyrir hr. Mon eldaði ég burrito pitu (niðursneiddri, steiktri kjúklingabringu með chilly, hrísgrjónum með mexíkósku kryddi, rifnum osti og salsasósu blandað saman og troðið í mexíkósk pítubrauð sem hafa verið inni í ofni).

Æiii.. ég er bara ekkert svo hrifin af mexíkóskum mat, en Einar er algjör nutter í þetta. Þetta var svo langur dagur að við áttum bæði skilið að fá eitthvað sem okkur þótti gott að borða..
Today is an excellent day for putting slinkies on an escalator.
Varúð: Næringa- og fitnesspósk
Ahhh.. helvíti fínt. Í dag er fyrsti dagurinn í vikunni sem ég mæti ekki í ræktina kl. eldsnemma og tolli svo í skólanum fram eftir degi. Ég þarf ekki að mæta fyrr en kl. 13 í skólann, svo ég ákvað að taka fyrir-hádegi-heima-dag. Að því tilefni fékk ég mér hafragraut (2/3 bolli), eggjahræru (4 eggjahvítur, 1 heilt egg) og eina plómu í morgunmatinn. Mmmm.. Djö hvað ég er södd núna. Allt annað mál en að stelast til að borða EAS próteinbarið mitt inni á bókasafni í morgunmat.

Ég er sem sagt byrjuð að hlusta aðeins á Tom Vento (fyrir lengra komna) meira en Bill Phillips (samt guðinn). Tom er aðeins óvægari. Gefur ekki eins marga sénsa og vill að maður gangi töluvert lengra í þessu en Bill segir. Eðlilega. Bill greyjið er að mótivera almenninginn. Tom kemur með endalaust af leiðum sem eiga að virka vísindalega og gefur upp bestu mögulegu formúlurnar án þess að skafa neitt af þeim.

Tom mælir með því að konur eigi að borða 5 máltíðir á dag, en ekki 6. Hence aðeins stærri máltíðir til að koma fyrir öllum kaloríunum.

9.11.05

Surrealist jokes just aren't my cup of fur
Það er betra veður á toolbarnum á gnome-inum mínum heldur en veðrið úti. Toolbarinn vill meina að það sé sól og algjörlega heiðskýrt. Glugginn vill meina að það sé alskýjað. Kjánatoolbar!

Annars er ég rosalega mikil sucker fyrir sniðugu toolbar dóti. Ég er nýlega búin að útrýma öllu nema 1 toolbar á desktopnum mínum til þess að fá meira skjápláss, svo að ég þurfti að henda út Wöndu, fortune telling fish. Ég sakna Wöndu. Hún sagði sniðuga hluti eins og
"It was all different before everything changed",

You're currently going through a difficult transition period called "Life."

eða

"A classic is something that everyone wants to have read and nobody wants to read."

Sem sagt.. Ekki beint fortune telling.. Meira kvót eða sniðugar línur. Ég kunni samt ágætlega við hana. Annars fær manneskjan sem veit hvaðan síðata kvótið er stig og bolta.... ef hún googlar ekki
Um helgina áskakaði Einar mig um að vera vélasjúka. Andlit mitt ljómaði og ég hljóp til hans með tilboðsbækling og benti honum á pastagerðavél fyrir aðeins 99 krónur. Þá var þessu slengt framan í mig.

Össs.. þó svo ég hafi keypt blandara (nota hann reglulega), ísvél (gerði t.d. súkkulaði myoplex-lite ís með blönduðum berjum í gær.. myoplexið var útbúið í fyrrnefndum blandara), brauðvél (hún er að baka speltbrauð með oregano, basil og hvítlauk as I type) saumavél (hlakka svo til að sauma mér fleeze pils. Það verður merkasta uppgvötvunin mín!) og matarvog (það er nú bara nauðsyn.. segir sig sjálft), þá fannst mér þetta ansi gróft. Ég meina... með pastavél í vopnabúrinu gæti EKKERT stöðvað mig! Ekki einu sinni kryptonite eða nýrnabaunir.

Annars er þetta helvíti gáfuleg aðkoma hjá piltinum. Ég næ mjálma út heimilistæki, finnst eins og ég hafi fengið stóra og fína gjöf og hann uppsker auðvitað hið glæsilegasta möntsj og mat.

7.11.05

Vá. Ég laggði mig og ég vaknaði ekki með hausverk. Þetta er magnað! Ég hef einhverja dularfulla tendensa til að fá alltaf hausverk og vera tussulegri og þreyttari eftir að ég legg mig heldur en áður. Það er náttúrulega afskaplega ósanngjarnt.

Multimedia message

...ég gefst upp
Powered by Hexia

5.11.05

I shall call it - Planet Ósk!
Fyrir ykkur sem notið windows, þá vil ég að þið gerið ykkur grein fyrir því að ég á osk.exe file hjá ykkur öllum! Muahahahw. c:\\winnt\\system32\\osk.exe

Þetta er samt bara byrjunin. Ég er hægt og rólega að taka yfir heiminn. Ég á aðdáendaklúbba út um allt, fólk heldur rosalegar sýningar mér til heiðurs og ég hef einnig markaðsett ýmsar vörur þar sem að ég er svo mikið business gúrú..

Já! Passið ykkur bara
Ég gafst upp og klippti neglurnar mínar niður í strákastærð. Kiknaði undan álaginu.

Annars er frídagur í dag. Ég er kát eins og kýrnar á vorin. Það versta er að ég veit ekkert hvernig ég á að höndla mig og hvað ég eigi að gera af mér..

4.11.05

Multimedia message

Bannað að vera hauslaus draugahundur með dindil í lestunum
Powered by Hexia

Multimedia message

Thíhí.. Ég er ekkert orðin kona! Èg var beðin um skilríki inn á staðinn sem við erum á. Það er 18 ára inn.. :oD Ég sagði við dyravörðinn: "You just made my day". Honum fannst það fyndið.
Powered by Hexia

Multimedia message

Haust.. Samt ekki rok og rigning
Powered by Hexia

3.11.05

Ohhh.. Mér finnst vanta alveg rosalega í íslenska bachelornum að heyra stelpurnar sem fengu ekki rós væla í limmanum á leiðinni heim.

Multimedia message

Ahh.. Partur af hótelherberginu okkar í vínarborg
Powered by Hexia

Multimedia message

Fáninn sem var settur á borðið á veitingastaðnum sem við fórum á þegar ég átti afmæli..
Powered by Hexia

Multimedia message

Hér er sko umrætt sár..
Powered by Hexia

Ég er með stórt og ljótt sár á hnénu. Það er búið að sitja þar sem fastast í rúmlega viku. Hvað get ég sagt? Ég bara datt! (heheh.. einkahúmor). Ég meiði mig oft í því þegar ég beygi hnéð og svona. Líka þegar ég pota í það. Æi já. Ég pota stundum í það. Get bara ekki ráðið við mig. Það er eitthvað svo þykkt og ógeðslegt.. Svo er hrúðurslaus helvítisgjá í miðjunni, svo það er ógeðslega fyndið að strjúka yfir það. Mig langar líka svo að kroppa. Ég veit að ég má ekki kroppa en mig langar svo-hoooohooo. Það er svo kroppið. Kroppulegt. Ég stend mig stundum að því að kroppa í hnéð á mér í kringum sárið. Svona ímynda mér hvernig það væri ef ég myndi í alvörunni láta vaða. Ég held að það myndi koma svolítið blóð og svo vera svona ljósrautt og svíðandi undir.

Ég hef haldið kroppinu í mér síðustu 8 dagana. I can do this!
Jeij.. Stelpan sem ég hélt með frá byrjun vann líka í americas next top model season 4!
Hvort ætti éééég.. að fara á jóla-tuborg stredderí í skólanum með þeim sem komast fyrir á aðal-barnum í skólanum... EÐA á jóla-tuborg streddderí niðri í bæ með svona 100 íslendingum úr DTU?

2.11.05

Ef ég hugsa svona... hvað ætli "þetta fólk" hugsi um mig....?
Æi, stundum langar mig svo mikið að taka myndir af fólki sem er með mér í tímum. Ég veit að það er ljótt og ég ætti að skammast mín... Það er bara eitthvað við kínverja í samstæðum íþróttagalla úr skrjáfiefni og með alpahúfu sem er ekki beint ofan á hausnum á honum, heldur verulega á ská, sem fær mig til að vilja deila myndum með ykkur. Þetta er bara einn characterinn af mörgum.

Multimedia message

Fljúgandi furðuhlutur?
Powered by Hexia

Þegar ég er í ræktinni á morgnana, kemur alltaf spóaleggjamaður og fer á glider í nágrenni við hlaupabrettið mitt. Það truflar mig svo sem ekki að hann hafi á annað borð spóaleggi, enda er það tiltölulega algengt meðal danskra karlmanna, þó svo að þessir leggir séu kannski ofar í fuglaflokknum en flestir. Það sem turflar mig hinsvegar verulega, er að hann er alltaf í skó síðum, níþröngum spandex buxum. Ég hef reynt að leiða þetta hjá mér, en bæði í dag og á mánudaginn fór svo að við vorum að teygja á sama tíma. Ég get hugsað mér ýmislegt girnilegra en spóaleggjamann í þrrrrrrröööööööööööngum spandex buxum, sem bjóða upp á útlínur á ýmislegu, teygja sig með annan fótinn upp í gluggakistu og hinn á jörðinni..

Stundum langar mig bara ekki lengur í augun mín.

1.11.05

J-Dagur næsta föstudag. Þá kemur Jule-Tuborg bjórinn í búðir og allir pöbbar eru víst stútfullir. Spennó :o)