12.10.05

Við kíktum til Gúnda í pool sem leystist upp í fúsball og svo borðtennis. Borðtennis er skemmtileg íþrótt. Ég er næstum því betri borðtennis en skvassi, which is saying....... a little. Ég er líka næstum því betri í fúsball en að juggla 20 steikarpönnum á meðan ég stend á haus ofan á stórum bolta og spila á munnhörpu með rassinum og söngla með "Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði" (síðasta partinn get ég reyndar alveg fullkomlega, merkilegt nokk. Þá meina ég að segja setninguna, ekki spila á munnhörpu með rassinum).

Annars langar mig að deila með ykkur gífurlegum kröftum sjálfsdáleiðslu! Í gærnótt og í morgun fannst mér eins og ég væri að fara að fá hálsbólgu. Ég tók mig því til, áður en ég fór að sofa, áður en ég fór á fætur, í strætónum á leiðinni í ræktina og svo þegar ég var að teygja og notaði immunte system boosterinn hans Paul McKenna. Held það hafi virkað eins og svín. Þau eiga víst að virka rosalega vel. Allavega vill máltækið meina það. Það gæti verið eitthvað til í því. Svín virka t.d. á grillið og sem vaski grísinn Baddi. Eh. Það sem ég er að reyna að segja er að ég finn sem sagt ekki fyrir neinum pirringi í hálsinum lengur.

Ég ákvað samt, til að vera öruggari (kona er víst aldrei 100% örugg) fyrir slátturmanninum slinga, að grípa til einhvers kukls. Núna er ég að drekka rótsterkan (enda úr rót. duh) safann af soðinni engiferrót og hvítlauk með smá hunangi. Þetta á víst að senda alla hálsbólguvaldandi sýkla í burtu með hraði. Þeir láta sko ekki bjóða sér svona óbjóð!

Lifi nútíma læknavísindi! Sjálfsdáleiðsla og engiferrætur! Oh.. ég er svo nýaldar eitthvað..

Engin ummæli: