14.10.05

Sjálfstraustið var í botni. Ekki nóg með að hún hafi nýlega tapað 5 kílóum á vodka- og appelsínukúrnum, heldur sagði stjörnuspáin hennar að í dag væri dagurinn sem að hann myndi loksins safna kjarki til þess að tala við hana. Stjörnuspáin hafði einnig sagt að hún myndi fá óvænt símtal og rétt í þessu var hún að skella á gallup. Hún bjóst ekki við því að heyra frá þeim aftur eftir að hún hafi nú þegar komið sér hjá spurningum þeirra tvisvar í vikunni. Ó, en rómantískt. Þetta var skrifað í stjörnurnar!

Þetta kallaði á almennilega viðhöfn. Hún notaði papaya sjampóið, því að Cosmo hafði sagt að strákar væru 10% líklegri til þess að finnast góð lykt af hárinu á stelpu sem notaði papaya sjampó. Eftir að hafa málað sig almenniega, valdi hún veiðigallann. Hún rétt náði að troða fótunum í gegnum skálmarnar á nýþröngu gallabuxunum sínum. Vissulega hafði hún í fortíðinni hlegið að plebbalega fólkinu sem var í innvíðum gallabuxum, en það var ÁÐUR en þær komust aftur í tísku....................

Engin ummæli: