31.10.05

Raunveruleika sjónvarp?
Ég man vel eftir því, enn þann dag í dag, þegar ég sá örbylgjupopp "in action" í fyrsta skipti. Ég og bróðir minn vorum í pössun hjá Sigrúnu, systur hennar mömmu. Það fannst okkur gaman. Elva frænka, sem er jafn gömul bróður mínum, var þá með í leikjunum og því fleiri, því betra! Ingibjör systir hennar, sem er 3 árum yngri en ég, var bara ponsa og því ekki farin að slást í hópinn.

Engu að síður, fórum við með Sigrúnu frænku að sækja Ingibjörgu til dagmömmunnar. Dagmamman átti örbylgjuofn, sem var alls ekkert algengt í þá daga. Á meðan að kellingarnar voru að spjalla, henti hún örbylgjupoppi í örbylgjuofninn. Ég, Daði bróðir og Elva frænka vorum öll límd við græjuna frá upphafi til enda og horfðum spennt á pokann þenjast út. VÁ!! Sögðum við, í hvert skipti sem pokinn stækkaði meira eða það komu mörg popphljóð í röð. *poppoppopppopp*.

Einhverstaðar á leiðinni hef ég týnt undrun minni og skemmtun yfir örbylgjupoppi. Eftir að hafa rifjað þetta upp, þá er ekki úr veigi að reyna að endurupplifa þessa stemmningu næst þegar ég poppa.....

Engin ummæli: