3.10.05

Oh.. hann Dell!
Hann Dell er soddans kjáni. Fyrst lét hann okkur fá vitlausa harðadiska, svo að hann gaf okkur lazer prentara og tvo 60 GB diska fríkeypis fyrir misskilninginn. Síðasta mánudag kom prentarinn og...... annar 80 GB diskurinn! Hinn virðist hafa týnst á leiðinni hjá fluttningafyrirtækinu. Þegar við hringdum í Dell daginn eftir, ákvað hann að reyna að hafa upp á disknum og við urðum bara að gjöra svo vel og bíða. Dell mjálmaði ámátlega við rökin að okkur væri drullusama hvort að fluttningafyrirtækið eða hann hefði týnt honum, það hafi verið hans að koma honum í okkar hendur, svo að hann ætti að redda nýjum.

Nokkrum símtölum og allskonar veseni seinna, ákvað hann Dell loksins í dag að úrskurða hinn diskinn týndan og panta annan í hans stað frá Ameríkunni. Þessi prósess mun taka aðra 7 - 10 virka daga. Þegar diskurinn mætir á staðinn, eigum við að díla um frekari bætur. Hvað ætli við fáum næst..?

Það versta er auðvitað að við eigum svo helvíti mikið af dóti. Ætli honum Dell finnist það of mikið að gefa mér lófatölvu..?

Engin ummæli: