8.10.05

Nýja græjan er komin af stað inni í eldhúsi. Hún er svo falleg og straumlínulaga að ef það væru hjól undir henni væri hún Peugeot! Á lokinu á henni er gluggi. Ég stóð í daggóðan tíma og fylgdist með vélinni hnoða pizzudeig. Vá. Þetta getur hún! Ég þurfti að draga fram allan minn viljastyrk til þess að hætta að glápa á degið hnoðast og fara inn í stofu. Ég verð að spara einhvern horfi-tíma fyrir þegar byrjar að hefa. Hefði það ekki verið fyrir hríspokann sem var að klárst inni í stofu, væri ég örugglega ennþá límd við litla gluggann.

Engin ummæli: