27.10.05

Mmmmm hvað ég eldaði góðan mat í kvöld! Íslenskt lambafillet takk fyrir. Reyndar keyptum við 1/2 hrygg sem ég svo úrbeinaði (og vil ég hérmeð þakka 3 ára starfsferli í kjöt- og fiskborði Nýkaupa í Garðabæ með menntaskólanum. Ég get úrbeinað, flakað, roðflett og eldað! Lærði meira þarna en í Verzló. Hahaha... nei, kannski ekki). Ef þeir selja ekki fillet þá bý ég það bara til andskotinn hafi það! Það merkilega við þetta allt saman er að við kaupum yfirleitt ekki lambakjöt vegna þess að það er svo dýrt miðað við annað hérna. Í dag fattaði ég hinsvegar að það er ódýrara að kaupa íslenskt lambakjöt í Danmörku, en á Íslandi.

Með þessu líka dýrindis filleti drukkum við rauðvín, borið fram í karöflu. Áður en rauðvínið kom í karöfluna hafði það búið í hillbilly fernu. Þið vitið.. svona mjólkurfernu! Það kostaði bara 25 kall líterinn svo við ákváðum að prufa að gamni. Þetta reyndist hinn ágætasti drykkur. Hvern hefði órað fyrir því að fernuvín væri boðlegt?

Engin ummæli: