20.10.05

Merkilega vond frásögn af Vínarborgarferðinni
- Sorry, ég er sybbin og skortnir metnað!

Ég er komin heim í heiðardalinn með slitna skó! Mikið rooooosalega var gaman í Vínarborg. Þvílík og önnur eins snilld! Schnilld even. Ég talaði næstum bara þýsku við innfædda. Ég vildi óska að ástæða þess væri að ég væri svo rosalega góð í þýsku. Það var víst meira út af því að vínarsnitzelin kunna ekkert í ensku. Nope. Ekki neitt! NEITT.

Vínarborg er um það bil fallegasta borg í öllum heiminum. Öll húsin í miðbænum eru svo geðveik að ég missti andlitið á jörðina og týndi því einhverstaðar á leiðinni. Kannski það sé ástæðan fyrir því hvað vínarbúar eru almennt ófríðir. Kannski þeir hafa týnt sínu bjútíi á sama máta.

Á þriðjudaginn löbbuðum við um alla borgina. Við fórum í lifandi fiðrilda safn, þar sem að við löbbuðum inn í tilbúinn regnskóg þar sem að gullfalleg billjónlita fiðrildi flögruðu um í kringum okkur. Við fórum líka í Albertina safnið, sem á meðal annars myndir eftir Michelangelo og sketchur Da Vinci. Sáum þar m.a. alveg ótrúlega frábæra og sniðuga sýningu um æfivinnu Rudolf von Alt. Hún byrjaði á myndum sem pabbi hans hafði málað og svo á sketchum sem Rudolf hafði gert og svo sýnishorn af málverkunum hans frá því að hann var strákur og fram að því að hann dó, há aldraður. Ótrúlega flottar myndir. Við fórum líka í 40 mínútna guided hestvagnaferð um borgina þar sem að okkur var sagt hvað og hvar ýmislegt væri af eina næstumþvíenskumælandi manni Vínarborgar, fyrir utan fólkið í afgreiðslunni á hótelinu okkar.

Eftir hestvagnaferðina kíktum við á rústir frá 1. öld ( sem Rómverjar byggðu víst back in the days), snæddum glæsilega köku á kaffihúsinu þar sem að leikararnir og stjórnmálamennirnir hittast og skoðuðum íbúðina sem Beethoven bjó í. Við eyddum afganginum af deginum í að rölta um borgina og skoða húsin. Um kvöldið snæddi ég dýrnidis kvöldverð með greifanum Magnouche, í tilefni afmælis hans. Með okkur var einnig ein af 5 snótunum sem komust inn í Óperunskólann í Vín þetta árið (en mörg hundruð þreyttu inntökuprófið). Einar fór á sama tíma á bestu tónleika í heimi að hans sögn. (Dream Theater. Ég fór á þá í fyrra í DK. Einar hefur greininlega meiri metnað!).

Í gær röltum við um borgina aftur. Við fórum í nýjasta hlutann af Hofburg höllinni, sem er svo geðveikt flottur að ég get bara ekki komið orðum að því. Ég sýni ykkur kannski smá ef helmingurinn uploadar einhverjum myndum. Þar fórum við á ææææææææææææðislegt safn, þar sem að brynjur og vopn Hofburg ættarinnar voru sýndar. Djöfull var þetta flott. Hitti alveg í mark hjá drottningunni sem er vopna og history nut. Það tók svona 2 tíma að rölta í gegnum þetta allt og taka allan fróðleikinn inn. Ég lærði heilan helling á þessu (t.d. um burtreiðar o.f.l.) og svo sá ég tískusveiflur í þessum brynjum og margt fleira. Ótrúlega impressive. Við skönnuðum í flýti museum of musical instruments og safn með eldgömlum styttum (það var ekki með audio-guide eins og hin söfnin og allar upplýsingar voru á þýsku. Leiðinlegt að skoða eitthvað sem kona veit ekki alveg hvað er).

Við fórum líka í Schönbrunner höllina og tókum einhvern tour þar. Hún var merkilega lítið impressive eftir marmarageðveikina í Hofburg, en það var mjög gaman að kíkja á þetta og heyra söguna. Hallgargarðurinn var líka geðveikt flottur. Svo kíktum við í dýragarðinn þar sem að ég sá pandabirni í fyrsta skiptið. Ágætur dýragarður. Þessi danski er samt fínni.

Ég fór líka í bað! Það er bara sturta í Danmerkur útibúi kastalans, en á 3 stjörnu 32 evrur nóttinn fyrir 2 manna herbergi, morgunverður innifalinn hótelinu okkar, var bað. Við splæstum böbblís á okkur og fórum svo og fengum okkur (s)vínarsnitsel með greifanum og söngfuglinum.. Kona getur ekki verið þekkt fyrir að fara til Vínarborgar án þess að fá sér svoleiðis sko!

All in all þá var þetta svoooo frábær ferð til svooo frábærrar borgar. Dagskráin hjá okkur var alveg bókuð frá morgni til kvölds og við hefðum alveg geta fyllt fleiri daga. Við fórum t.d. ekki á Sigmund Freud safnið, en það er gamla íbúðin hans og biðstofa með upprunalegum húsgögnum. Við fórum heldur ekki upp í Stephandom kirkjuna (þar er m.a. 21 tonna kirkjubjalla).

Það var reyndar farið að verða kalt, og drottningin klæddist úlpu, kuldaskóm, húfu, trefli og böddum (svínarlúffurnar mínar) mest allan tímann...

Anywho.. Þið sem eruð ekki dauð úr leiðindum: ÉG MÆLI MEÐ VÍNARBORG!!!

Engin ummæli: