13.10.05

Með því skemmtilegasta sem ég veit er að tala við guðson minn á skype. Hann er 3ja ára gamall og náttúrulega sérstaklega vel gerður eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. Þetta eru genin sjáðu til.

Lífið er svo auðvelt hjá 3 ára börnum.

Ég: Hún amma var að segja mér að þú værir orðinn rosalega góður í að teikna
Óli frændi: Já. Ég er það!

---

Óli frændi: Hann [man ekki nafn.. einhver strákur á leikskólanum] henti bíl í ennið á mér.
Ég: Á! Það var ekki fallegt af honum.
Óli frændi: Já, við erum samt vinir.

Engin ummæli: