23.10.05

Híhíhí.. Í gær var gaman. Ég fékk bakkelsi og fínerí í morgunmat og svo opnaði ég afmælispakkana mína.
- Frá ömmunum og öfunum fékk ég sitthvorn 500 króna seðilinn (danskar jáh).
- Tengdó gáfu mér líka 500 kr og voða fín blóm (þau voru hérna hjá okkur sko. Fóru rétt áðan í lestina).
- Mamma og pabbi gáfu mér rosalega fína lopapeysu. Svona rennda og aðsniðna. Mamma prjónaði hana sjálf.
- Natti gaf mér ótrúlega sniðuga bók sem heitir "What Is It? : Photos to Keep You Guessing". Kortið var útprentuð mynd af mér, honum og Palla þegar við létum mála okkur í kringlunni (hann var Tígrisdýr, Palli dalmatíuhundur og ég bleikur blettatígur).
- Daði bróðir og Rúna gáf mér nýjustu bókina hans Hugleiks (forðist okkur)
- Óli frændi gaf mér alveg glæsilegt listaverk sem hann hafði gert í leikskólanum.
- Að lokum gaf uppáhalds Einarinn minn mér mini zen garden, flottustu headphone í heimi (svo ég hætti að stela hans líklega, en þau eru alveg eins), inneign upp á Cartoon History of the World: Vol II og nokkrar staðreyndir um 24. Þær eru svona:

24 eru vinslælir sjónvarpsþættir
Það eru 24 tímar í einum sólahring
Það eru 24 gluggar í jóladagatölum
Við eigum heima á Engelsborgvej 24
Hreint gull er 24 karöt.

Við gerðum heilan helling um daginn. Ég keypti mér saumavél fyrir part af afmælispeningunum, við fórum á listasafn, fengum okkur bestu súkkulaðiköku í heimi (afmælis) og fórum rosaleag fínt út að borða. Ég fékk krabba í forrétt, dádýr í aðalrétt (varð að smakka. Það var geðveikt gott) og einhverja osta í eftirrétt. Þegar þjónustu stúlkan frétti að ég ætti afmæli sótti hún danska fánann og setti á borðið hjá mér. Danir eru svo fyndnir.

Engin ummæli: