30.10.05

Heheh.. af ákveðnum ástæðum leitaði ég að færslunni minni um speed date sem ég skrifaði á sínum tíma, þegar ég var kona einsömul. Hún var styttri en mig minnti, en algjörlega valid enn þann dag í dag!

Stundum... en ekki öllum stundum... finnst mér leiðinlegt að búa ekki í stærra landi. Helsta ástæða þess er þessi sjúki húmor sem ég hef gjarnan verið (réttilega?) ásökuð um að hafa.
Ég get t.d. ekki farið á hraðstefnumót á landi frosts og funa með það eitt að markmiði að gera grín („ég hef bara verið kona í 3 vikur, svo ég kann þetta ekki alveg“... eða „eftir að ég drap alla kettina mína vantar mér félagsskap“.. „Þeir segja að ég eigi að elta næstu fyrir framan mig.. en síðast þegar ég gerði það fékk ég klamedíu.. svo ég fer ekki fet“ kinda thang..).

Engin ummæli: