29.10.05

Góðan daginn, gamla gula skólahús!
Kona verður víst að læra um helgina. Helgarlærdómur er mun yndælli á nammidögum, þegar ég hef við hlið mér 20 kíló (give or take) af nammi úr candy megastore. Reyndar er flest allt yndælara undir slíkum kringumstæðum.

Sænski sjálfsalinn, sem býr í þessari skólabyggingu sem við erum að læra í núna (óteljandi margar skólabyggingar hérna á ótrúlega stóðu svæði), sveik okkur. Sænski sjálfsalinn selur hrökkbrauðssamlokur, sænskt nammi og sænskt gos. Við höfum komið hingað reglulega á laugardögum og keypt okkur sænskt kók. Það er miklu boðlegra en þetta danska, sem er næstum ódrekkandi. Í þetta sinnið hafði hann þó skipt út kókinu sínu fyrir þetta danska. Skrambans skrambi!

Annars hef ég frengir af íslenskum sjálfsala niðri í bæ, sem selur íslenskt nammi. Ætli hann selji líka íslenskt kók? Kona skildi nú aldrei halda....

Ah.. speaking of kona. Einn kennarinn okkar, sagði um mig á mánudaginn (fyrsta 24 ára daginn minn í skólanum) "I like her. She's a very smart girl. I mean woman!".

Ég er semsagt officially orðin kona.

Engin ummæli: