29.10.05

Ég veit það alveg að þegar konu leiðist, þá er það af því að hún er leiðinleg sjálf á þeim tímapunkti. Ég gæti gert fullt nákvæmlega núna, en ég bara nenni því ekki. Ég er hálf sybbin og svo förum við að borða bestu pizzu í heimi eftir svona hálftíma. Tekur því ekki að gera annað en að láta sér leiðast.

Það versta við þetta allt saman er, að þegar mér leiðist virðast allir aðrir hlutir vera leiðnilegir mér til samúðar. Meira að segja fréttirnar eru leiðnlegar núna..

Engin ummæli: