16.10.05

Ég vaknaði áður en brauðvélin kláraði að baka. Ég stillti hana þannig í gær að brauðið myndi vera tilbúið á sama tíma og vekjaraklukkan átti að hringja. Það er ennþá hálftími í áætlaðan brauðsnæðitíma. Lyktin er svo geðveikt góð.

Annars er drottningin spennt í dag. Á eftir sækjum við Magga minn upp á flugvöll og sínum honum aðeins um borgina (borðum svo nautalund sem við keyptum í kvöld. Naammmm velmegun!). Á morgun fljúgum við svo til Vínar og Austurríkjumst þar nætsu dagana.. Þar er sko mikið að skoða!

Engin ummæli: