10.10.05

Ég ákvað í gær að hætta þessari vitleysu og ná helvítis lokaverkefnis- og ameríkukílóunum af mér aftur. Ég þarf víst meira til en að mæta í ræktina og borða hollt 6 daga vikunnar. Ég þarf að mæta í ræktina OFT og borða OFTAR og meira prótein. Ég veit alveg hvað virkar á mig. Þarf bara að taka mig saman í andlitinu og gera einmitt það.

Allavega, fyrst kona brennir 3x meira á fastandi maga á morgnana (ef hún borðar ekki í klst á eftir) hefur sá póll verið tekinn í hæðina á brennsludögum. Svo heppilega vill til að brennsludagar eru akkúrat þeir 3 dagar sem ég þarf að mæta kl. 8 eða 8:15 í skólann anywho.

Ég stillti vekjaraklukkuna mína á 6:30, alveg uppfull tilhlökkunnar að vera nú alveg á barmi þess að verða gella aftur. Ég var meira að segja svo hyped yfir þessu að ég vaknaði upp á mitt einsdæmi kl. 6 og kúrði til 6:29, svo ég slapp við vekjaraklukkubíp. Ég henti mér í íþróttafötin mín, tók strætó upp í skóla og hljóp svo eins og gnýr á fengitíma á hlaupabrettinu í ræktinni. Ég reyndi svo rosalega á mig að þegar ég fór inn á klósett til að fylla á vatnsflöskuna mína eftir flaupið (tja.. fyllti á hana í vaskinum sko.. ekki klósettinu), þá kom móða á spegilinn, þó ég hafi ekkert staðið alveg upp við hann. Djö hvað það verður gaman í kringum um jólin, þegar ég verð aftur orðin eins og ég var.... um jólin í fyrra! Helvítis svindl hvað það tekur stuttan tíma að fitna og langan tíma að af-fitna.

Engin ummæli: