23.10.05

Ég er búin að vera með svefngalsa nánast samfleytt frá fimmtudeginum. Þá höfðum við sofið frekar stutt, sökum flugs heim til Danmerkur um miðja nótt (vélin fór kl. 9:20 að morgni sem sagt). Ég var að rifja það upp í samtali núna rétt í þessu hvað ég verð ógeðslega fyndin þegar ég er með svefngalsa. Ég verð svo fyndin að ég get ekki hætt að hlægja að mínum eigin bröndrum (og já.. Ég var búin að tækla þetta "heimskur hlær að sjálfs síns fyndni". Sá sem fann það upp var bara ekkert fyndinn muniði..?).

Á fimmtudaginn fattaði ég alveg BRILLIANT hlut. Það er sagt að fólk sem "hættir" að reykja í einhvern tíma, en byrji svo aftur hafi ekki hætt að reykja, heldur bara tekið sér pásu. Á fimmtudaginn gerði ég mér grein fyrir því að með sömu rökum er hægt að segja að fólk geti ekki hætt að gera nr.2, heldur bara tekið sér pásur..

HAHAHAH.. Mér finnst þetta ennþá fyndið. Þú lesandi góður (ásamt fleirum)... átt sem sagt við vandamál að stríða!

Engin ummæli: