31.10.05

Ég drekk mikið vatn. Sérstaklega á hlaupadögum. Svo skemmtilega vill til að ég er í sömu byggingu í öllum fyrirlestrunum mínum. Þar er eitt kvennaklósett með 3 básum. Þessa bása heimsæki ég reglulega út af ofangreindum ástæðum.

Í svona eins og viku hefur endabásinn verið lokaður, læstur og hljóðlaus. Eftir dálítinn tíma, fóru að vera minni og minni líkur á því að þetta væri tilviljun. Þar sem að það er mjög lítið gat á milli gólfsins og básahurðarinnar, þá er ekki séns á að einhver hafi geta skriðið í gegnum gatið og skilið hurðina eftir í lás.

Á miðvikudaginn hugsaði ég: "Hahha.. það hefur örugglega orðið meeeessy "slys" þarna inni og skúrikonurnar hafa bara læst til að koma í veg fyrir uppköst og svona"

Á föstudaginn hugsaði ég svo: "Hah.. Það er örugglega einhver dáin þarna á klósettinu. Híhíh "

Í dag hugsaði ég: "Vá. Það er örugglega einhver DÁINN þarna inn á klósettinu!!".

Þessi hugsun ágerðist eftir því sem ég fór oftar að pissa og ég var næstum því orðin sannfærð um að það væri í alvörunni lík þarna á básnum, sitjandi á klósettinu. Þegar ég fór að pissa í síðasta skipti, þá var það ekki í neinum frímínútum eða neitt, heldur hafði ég verið að læra þarna í byggingunni. Ég valdi básinn við hliðina á lík-básnum og eftir að ég var búin að pissa ákvað ég að staðfesta grun minn. Kona verður víst að hafa eitthvað í höndunum áður en hún hringir í lögguna með staðsetningu á líki.

Fyrst reyndi ég að kíkja undir skilrúmið á milli básanna. Ég sá ekkert almennilega, því að það er svo lítið bil á milli. Á endanum prílaði ég fyrst upp á setuna og svo upp á klósettkassann, greip í skilrúmið og hífði mig upp til að kíkja yfir. Þarna var ekkert lík. Þarna var ekkert einu sinni neitt hroðalegt messy "slys". Þarna var bara klósettbás, áþekkur þeim sem ég var í og klósett, áþekkt því sem ég var að príla ofan á.

...Ég er svo svikin!

Engin ummæli: