4.10.05

Ég borðaði smá deig í gær. Ætli ég vaxi aldrei upp úr því? Ég man að mesta sportið við þegar mamma og pabbi voru að gera skúffuköku þegar ég var lítil, var að fá skeið til að hreynsa innan úr skálinni eftir að kakan var komin inn í ofn.

Ég var sem sagt að baka ekkertsvoóholla kanelsnúða og endarnir á rúllunni voru aðeins minni heldur en rúllan sjálf. Ég greip til þess ráðs að skera smá af endunum. Í staðinn fyrir að henda deiginu í ruslið, þá borðaði ég það. Það var ágætt. Var búin að setja splenda, kanil og epli inn í það sko, svo að það var sætt og gott.

Engin ummæli: