7.10.05

Fyrsta "læknisheimssóknin" mín í Danmörku
Aumingja helmingurinn er búinn að vera lasinn, svo að hann pantaði tíma hjá lækninum okkar. Ég fékk að fljóta með, vegna þess að mig vantaði uppáskrift fyrir pillunni. Það er merkilega lítið mál. Ég spjallaði við læknaritarann. Hún spurði mig hvaða pillu mig langaði í og ég sýndi henni kassann utan af pillunum sem ég tók með mér frá Íslandi. "Ekkert mál" sagði hún (nema auðvitað ekki á íslensku). Hún bað mig um að renna gula kortinu mínu (en það er svona kennitölukort sem allir eru með hérna. Það hefur segulrönd og á það er skrifað nafnið mitt, kennitala og heimilisfang) í gegnum einhverja græju. Svo hamraði hún eitthvað inn í tölvuna sína, prentaði það út og hljóp inn til læknissins og til þess að fá undirskrift á snepilinn. Svo rétti hún mér reseptið og þar með var það búið. Fyndið. Ég þurfti ekki að hitta lækninn eða neitt.

Einar var að koma frá læknisstofunni einmitt núna eftir blóðprufur og vesen. Það er víst allt í lagi með hann eftir allt saman :o) Ónæmiskerfið hans er bara með langan fattara.

En já. Læknirinn?

Svo ég vitni í sjálfa mig:
Læknabiðstofur eru hálf scary. Þar eru allir hóstandi og slefandi og ef kona var ekki lasin fyrir, þá fær hún það á tilfinninguna að hún verði allavega örugglega lasin eftir viðveru í slíkri stofu.

Eftir hefðbundna læknisstofubið kíkti skælbrosandi kona út um eina hurðina sem snéri að biðstofunni. Konan var berfætt, í inniskóm og í rósóttum kjól, en faldurinn á honum var vel fyrir ofan hné. Hún bað Einar Jonsson að koma. Þetta var sem sagt læknirinn okkar. Hanne er óléttasti læknir sem ég hef séð á æfi minni. Ég held reyndar að kjóllinn hafi einhvern tímann verið skósíður, en hún leit út fyrir að geta farið í hríðir hvað úr hverju. Vá! Og ég var stressuð yfir öllum síklunum í biðstofunni! Kannski að hún sé með ofur-ónæmiskerfi líka. Kannski að svona stress leki líka í burtu eftir að fólk gerist læknar.

Engin ummæli: