28.10.05

Úffpúff. Við tókum annað hjólið okkar með í innkaupaleiðangur. Röltum út í Fötex með kassa fullan af tómum bjórflöskum á böglaberanum. Við létum vinarlegu græjuna sem gefur okkur peninga fyrir tómar flöskur fá hann og hún gaf okkur inneign í staðinn. Svo keyptum okkur kassa af besta bjór í heimi (þar til annað kemur í ljós), tuborg classic í gleri, á 82 krónur og skeltum honum á böglaberann á heimleiðinni.

Hjól eru sko til margra hluta nytsamleg!

Engin ummæli: